TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Dagur

						Föstudagur  3. október 1997
80. og 81. árgangur- 186. tólublað
MLLLjónaferð stjóra og
maka til Hong Kong
Fjölmenn sendinefnd
bankastjóra, ráð-
herra, embættis-
manna og maka á árs-
ftind Alþjóðabankans
í Hong Kong mun
kosta íslenska skatt-
borgara að minnsta
kosti 6-7 milljónir
króna.
Sautján manna hópur banka-
stjóra, ráðherra, embættismanna
og maka sótti ársfund Alþjóða-
bankans sem haldinn var í Hong
Kong.
Þar fóru fyrir bankastjórar rík-
isbankanna, ráðherrar og makar
þeirra og starfsmenn Seðlabank-
ans og ráðuneyta. Bankarn-
ir greiða fyrir bæði banka-
stjóra og maka þeirra og
ráðuneytin fyrir maka ráð-
herra, ferðir, gistingu og
dagpeninga. Að sjálfsögðu
er líka allur kostnaður
greiddur fyrir óbreyttu
starfsmennina.
Engin Ieið er að fá kostn-
aðinn nákvæmlega upp gef-
inn. En miðað við fargjöld
til Hong Kong, gistingu þar
og dagpeninga hefur ferðakostn-
aðurinn verið á bilinu 6-7 millj-
ónir króna fyrir þessa vikuferð.
Þar er hugsanleg risna ekki talin
með.
Það var fullyrt við tíðinda-
mann Dags af háttsettum manni
í bankakerfinu að 3 fulltrúar frá
íslandi á fund sem þennan væri
meira en nóg.
Bankaráð Landsbankans - bankinn sendiþrjá fulltrúa til
Kong ásamt mökum.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk hjá Samvinnuferðum
Landsýn kostar fargjald frá Is-
Iandi til Hong Kong fram og til
baka frá 85.800 krónum. Ef
ferðast er á Saga Class eða
Business Class kostar fargjaldið
frá 290 þúsund krónum og upp í
450 þúsund krónur.
Venjulegt 1, flokks hótelher-
bergi fyrir tvo í Hong Kong kost-
ar 19.000 krónur nóttin í
tveggja manna herbergi.
Hugsanlega er hægt að fá
ódýrari herbergi og líka
mun dýrari.
Dagpeningar hjá opinber-
um starfsmönnum, ef farið
er til Asíulanda, eru 15 þús-
und krónur á dag og fyrir
Hong   maka í þessu tilfelli helm-
ingur þessarar upphæðar.
Frá Seðlabankanum fóru
Birgir   ísleifur   Gunnarsson
bankastjóri og frú, Ingimundur
Friðriksson  aðstoðarbankastjóri
og  Ólafur  ísleifsson,  fram-
kvæmdastjóri     alþjóðasviðs
Seðlabankans.  Eiginkona hans
fór með í ferðina en á þeirra eig-
in kostnað að sögn Birgis Isleifs
bankastjóra.
Frá  Búnaðarbankanum  fóru
Sólon Sigurðsson og frú að sögn
Pálma Jónssonar, formanns
bankaráðs.
Björgvin      Vilmundarson,
bankastjóri Landsbankans, neit-
aði að gefa uplýsingar um hve
margir eða hverjir fóru á fundinn
á vegum bankans. Dagur fékk
upplýsingar þar um eftir öðrum
leiðum. Þeir sem fóru á vegum
Landsbankans voru Björgvin Vil-
mundarson bankastjóri og frú,
Halldór Guðbjarnarson banka-
stjóri og frú og Barði Árnason og
frú.
Frá utanríkisráðuneytinu fóru
Halldór Ásgrímsson og frú og
tveir starfsmenn. Hluti af kostn-
aðinum við ferð þeirra utanríkis-
ráðuneytismanna er greiddur af
Alþjóðabankanum.
Frá fjármálaráðuneytinu fóru
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra og frú.            -s.DÓR
Prestar
brjóta
namalög
Prestar hafa á fyrstu 8 mánuð-
um ársins 17 sinnum gefið nöfn
sem ekki er að finna á manna-
nafnaskrá, þrátt fyrir skýlaus
lagafyrirmæli um að það megi
ekki. Þetta kemur fram í skýrslu
eftirlitsnefndar um framkvæmd
mannanafnalaganna, en hún var
lögð fram á Alþingi í gaer. „Þótt
fjöldi þessara mála sé ekki mik-
ill, eða innan við 1% tilvika, þá
sýnir hann engu að síður að all-
stór hópur presta er tilbúinn að
brjóta skýr ákvæði 1. mgr. 3. gr.
laganna," segir orðrétt í skýrsl-
unni og bent er á að brot á Iög-
unum varði sektum.
Þar kemur einnig fram að fáir
virðast hafa áhuga á að kenna
sig við bæði föður og móður,
eins og heimilað var í breyting-
um á nafnalögunum í fyrra.
Ekki er heldur mikil sókn í ný
millinöfn. Aðeins 31 barni af
rúmlega 2000 var gefið milli-
nafn og oftast var um að ræða
ættarnafn.
Skólastaríið í framhaldsskólunum er nú komið i fullan gang og unga fólkið sökkvir sér ofan i bækurnar. Þegar kennararnir eru orðnir verulega einhæfir er freistandi að líta aðeins út um gluggann.
Myndin var tekin í Menntaskólanum ÍReykjavik ígær. - mynd: pjewr
Séra
Steingrimur
koltvísýrlngiir
Blað2
Fjárlögin
bls. 8 9
Handverlcfæri
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16