Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikublašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikublašiš

						VIKUBLAÐIÐ <%'

1. TOLUBLAÐ • 1. ARGANGUR

19. NOVEMBER 1992

Stöðugar hóíanlr

„Mér fyndist það undarlegt ef

verkalýðshreyfingin yndi því að

semja við stjórnvöld um efna-

hagsaðgerðir undir stöðugum

hótunum um skerðingu félags-

legra réttinda og framkvæmd

stjórnarstefnunnar," segir Kári

Arnór Kárason, formaður Verka-

lýðsfélags Húsavíkur og Alþýðu-

sambands Norðurlands, en viðtal

við hann er á opnu blaðsins í dag.

Óheft sókn

á blandsmið

baksíða

A toppinn í norskri

pólitík

10

Græna netíð er

svarið

11

Stóra ASI-tilraunin

og litla byltingin

Fréttaskýring

Páls Vilhjálmssonar

4

Sjávarútvegssamningur Islands og EB - Agreiningur í ríkisstjórninni

Jón Baldvin vill fall-

ast á veiðíkröfur EB

Þorsteinn Pálsson heldur fast við kröfur Mendinga

Jón Baldvin Hannibalsson hef-

ur undanfarna daga tekið upp þá

línti að íslendingar verði nú að

fallast á fiskveiðikröfur Evrópu-

bandalagsins til þess að EES-

samningurinn nái fram að ganga.

Þessu hefur Þorsteinn Pálsson

sjávarútvegsráðherra neitað.

Verði kröfur Evrópubandalagsins

samþykktar eins og Jón Baldvin vill

nú, fela þær í sér að bandalagið hef-

ur, í tengslum við EES-samninginn,

náð fram hreinum fiskveiðiréttindum

í íslenskri lögsögu eins og það hefur

farið fram á síðan 1976. Drög að

fiskveiðisamningi íslands og EB eru

í Briissel talin mikill sigur fyrir

samningamenn EB.

Rætur vandans eru þær að með

ónákvæmu orðalagi í svokallaðri

Oporto-yfirlýsingu samdi utanríkis-

ráðherra í raun af sér.

Mikill titringur er í herbúðum Sjálf-

stæðisflokksins vegna þessa máls.

Og Jón Baldvin neitar að láta

EES-samninginn falla á tíma. Þess

vegna berst hann nú harðri baráttu

bak við tjöldin fyrirþví að Islending-

ar fallist á fiskveiðikröfur EB.

Sjá nánar síðu 13.

Bókamenn

fagna

Þeir senda báðir frá sér bækur fyrir

þessi jól, Thor Vilhjálmsson og

Þorsteinn Gylfason. Bók Thors ber

titilinn Raddir úr garðinum og

hefur að geyma endurminningar,

en bók sína nefnir Þorsteinn Til-

raun um heiminn og er hún heim-

spekilegs efnis. Um síðustu helgi

hittust þeir í Norræna húsinu þar

sem fjöldi manns samfagnaði Thor

Vilhjálmssyni vegna þeirrar sæmd-

ar er honum hlotnaðist í haust þeg-

ar Sænska akademían veitti honum

bókmenntaverðlaun sem áður hafa

fallið örfáum norrænum úrvalsrit-

höfundum í skaut.

Sjá síðu 6.

Til hamingju!

Nú erum við loksins komin með

nýtt málgagn og ég óska okkur öll-

um til hamingju með það. Yiku-

blaðið er blað félagshyggjufólks,

jafnréttissinna og allra þeirra sem

um langa hríð hefur skort lifandi

vettvang fyrir stjórnmálaumræðu

og þjóðfélagsrýni. Þá á blaðið ekki

aðeins að hrærast í valdaklíkun-

um í Reykjavík, heldur líka veita

málefnum landsbyggðarinnar

fulla athygli.

Vikublaðið er ekki flokksmálgagn

í gömlum skilningi þess orðs. AI-

þýðubandalagið hefur að vísu for-

göngu um útgáfu þess og ber fjár-

hagslega ábyrgð á því, en það tekur

jafnframt þá áhættu að veita ritstjóra

fullt sjálfstæði til þess að ritstýra

blaðinu á faglegum grunni. Við trú-

um því einfaldlega að þannig búum

við til betra blað. Nýsköpun í blaða-

mennskufaginu er líka löngu tíma-

bær og ég mun ráða blaðamenn og

lausapenna með tilliti til þess að þeir

séu tilbúnir að takast á við og þróa

nýjan, gagnrýninn og fjörlegan stíl í

blaðamennsku.

Sjálfri finnst mér afar spennandi

að taka við ritstjórn Vikublaðsins.

Ég er stolt af því að vera kona á rit-

stjórastól og ætla mér að láta sjást á

síðum blaðsins að virkur jafnréttis-

sinni heldur þar um stjórnartaumana.

Ákvörðunin var ekki auðveld. Ég yf-

irgef starf verkefnisstjóra norræna

jafnlaunaverkefnisins, sem mér hef-

ur þótt ákaflega vænt um, vegna þess

að ég tel að ég geti sem ritstjóri haft

jafnvel meiri áhrif í jafnréttismálum

en hingað til. En ég þarf tíma til þess

að pakka saman og því sest ég ekki í

ritstjórastólinn fyrr en um áramót.

Þangað til munu Einar Karl Haralds-

son og Ólafur Þórðarson hafa um-

sjón með útgáfunni í samráði við

mig.

Með kœrri kveðju

Hildur Jónsdóttir

Hildur Jónsdóttir ritstjóri

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16