Vikublaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 1
1. blað PRENTSTAÐUR: ÍSAPOLDARPRENTSMIÐJA H.F. KEMUR UT EINU SINNI í VIKU VERÐ 25 AURAR ABYRGÐ: ÞÓRÐUR MAGNÚSSON 19 3 1 H E FN D. Skáldsaga eftir RAFAEL SABATINI. I. Ofstækismaðurinn. Mr. Caryll var nýkominn til Parísarborgar frá 3tóm. Hann stóð úti við gluggann, og horfði út á ána Signu og Frúarkirkjuna (Notre-Dame-kirkj- una) yfir á eyjunni. Þrumuveðrinu virtist aldrei a^tla að létta. Þórdunurnar rumdu og dundu lát- laust, en í huga Carylls grúfði einnig óveðursský, sem vorsólin fékk ekki dreift. Að baki hans sat Richard Everard við afarstórt skrifborð, sem hlaðið var bókum og skjölum. Ric- hard horfði á fósturson sinn, þungbúinn á svip. „Jæja, viltu þá taka þetta hlutverk að þér, Jús- tin, nú þegar tækifærið býðst?“ spurði gamli bar- óninn hörkulega og bætti við: „Eg trúi því tæpast, að þú hopir af hólmi, ef þú ert sá maður, sem eg hefi reynt að gera þig að“. Caryll sneri sér hægt við. „Máske hika eg ein- mitt vegna þess, að þú hefir gert mig að þeim manni, sem eg er“. Rödd hans var róleg og hljómþíð, og dálítið út- Iendur hreimur á framburði enskunnar. Daufur Ijósbjarminn, sem féll á andlit hans, birti séreinkenni þess. Andlitsdrættirnir voru óregluleg- fr og næstum því grófir, nefið íbogið um of, hakan aflöng og breið og hörundsliturinn helzt til fölur. Unglegt andlit hans bar einhvern tignarblæ, sem læsti sig strax í meðvitund hvers manrls við fyrstu sýn. Drættirnir um munninn voru tvíræðir, og skift- ust þar á ýmsar andstæður, varirnar þykkar og rjóðar, og mundu af flestum taldar benda á fýsna- og munaðarhneigð, ef skort hefði hina hörkulegu og ákveðnu drætti, þar sem þær mættust við munn- vikin. Og samt var að sjá, sem að baki þessum hörkulegu dráttum byggi dulinn gáski. Nær því grænleit augun voru að sama skapi sérkennileg. Fjarðlægðin milli þeirra var óvenju mikil og hreyf- ingar þeirra hægar og ákveðnar, svo sem venja er til um gáfaða menn. Caryll hafði ekki hárkollu — mikið og jarpleitt hárið var hans eigið, en eklci gerfihár, sem þá tíðkaðist mjög. Hann var miðlungi hár og grannvaxinn, en á vaxtarfegurðina jók mjög afburða glæsilegur klæðáburður, sem Englending- ar mundu hafa talið oflátungslegan. Fötin voru j^erð af dökkbláu klæði og fóðruð hvítu atlaski, er kom greinilega í Ijós við hverja hreyfingu. Þau voru til og frá skreytt gullnum leggingum, og ljós- bláir silkisokkarnir voru ríkulega skreyttir gulln- um ísaum. Brilljantar glóðu í knipplingakraganum, og jafnvel lakkskórnir, með rauðu hælunum, voru skreyttir demantsbúnum sylgjum. Richard virti hann fyrir sér með ákefð og kvíða. „Jústin! Hvers vegna hikar þú?“ hrópaði hann í ásökunarróm. „Það- er betra að eg hugsi mig um nú, en síð- ar, þegar eg hefi gefið ákveðið svar. Mig furðar sem sé mjög á því, að þú skulir hafa biðið í 30 ár“. Richard fitlaði sem í leiðslu við skjölin, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. „Hefndin er réttur, sem er Ijúffengastur kald- ur“, svaraði hann hægt. Hann þagði stundarkorn, en hélt því næst áfram: „Eg hefði þá getað farið til Englands og drepið hann. Mundi það hafa full- nægt mér? ITvað er dauðinn annað en friður og hvíld?“ „Það er sagt, að hann opni stundum dyr hel- vítis“, skaut Jústin inn í. „Já, svo er sagt. En eg þorði ekki að eiga það á hættu, að Ostermore hlyti máske betri sama stað. Þess vegna kaus eg fremur að líða, þar til eg gæti svo beiskan bikar, að enginn hefði slíkan áður tæmt“. Svo bætti hann við með meiri ró: „Hefðum við sigrað, þá hefði eg að sjálfsögðu getað valið hon- um refsingu, sem fyllilega hefði svarað til afbrots hans. En við biðum ósigur, og eg var, eins og þér er kunnugt, handtekinn og fluttur í útlegð“. „Hvað heldur þú, Jústin, að hafi gefið mér lík- ama og sálarþrek til að afbera hina hræðilegu þrælkunarvinnu á ekrunum, og djörfung til að flýja eftir 5 slík ár, sem vafalaust hefði gert að aum- ingja hvern óeinbeittari mann mér? Ekkert nema það hlutverk, sem beið mín! Undir því var allt komið, að vernda lífið, til þess að eg gæti síðar meir knúið Ostermore lávarð til að svara til fullra saka, áður en eg yrði sjálfur að gera mín hinnstu reikningsskil. Eg hefi lengi verið að bíða tækifærisins, en nú er stundin loks komin, nema . . .“. Hann þagnaði. Röddin varð hás, og hann horfði hvasst og rann- sakandi í augu unga mannsins, ,,. . . nema þú bregð- ist skyldu þinni. En því trúi eg ekki. Þú ert þó son- ur móður þinnar, Jústin“. „Og jafn framt föður míns“, svaraði Jústin klökkum rómi. „Ostermore lávarður er þó faðir minn“. „Því sætari verður líka hefndin“, hrópaði Ric- hard, og á ný kom hinn sjúklegi æðiseldur í aug- um hans. „Hvað er eðlilegra, en að sonur veslings móðurinnar krefji föðurinn reikningsskila?“ Hann hló snöggan tryllingshlátur. „Það ber sjaldan við í þessum heimi, að réttlætinu sé fullnægt“. „Þú hatar hann“, sagði Jústin hugsandi. „Jafn innilega og eg unni móður þinai, dreng- ur minn“. Hörkudrættirnir í hrukkótta andlitinu virtust á svipstundu mildast og mást. Hvasst augna- ráðið varð blítt, meðan hann minntist þeirrar einu konu, sem snortið hafði hans eyðilagða líf — líf, sem lagt hafði verið í auðn fyrir þrjátíu árum síð- an — eyðilagt með léttúð af þeim Ostermore, sem þeir nú ræddu um, og eitt sinn hafði verið vinur hans. Stynjandi greip hann höndum um höfuð sér, meðan hann, í endurminningunni, dvaldi við meira en þrjátíáu ára gamla atburði, þegar hann og Rothermore greifaefni — eins og Ostermore nefnd- ist þá — voru ungir menn við hirð Jacobs II. Á leiðangri í Normandí höfðu þeir kynnzt ung- frú Maligny, sem var dóttir blásnauðs aðalsmanns. Báðir felldu þeir ástarhug til hennar, en hún hafði, eins og ungum stúlkum er títt, hrifist meira af fríðleik Rotherbys greifaefnis, en gáfum og hjarta- göfgi Dick Everards, sem hann hafði í ríkum mæli til að bera um fram hinn. En þótt Dick Everard væri hverjum manni djarfari og hraustari í hætt- um og hernaði, þá var hann að sama skapi dulur og óframfærinn í návist kvenna. Hann hafði því dregið sig í hlé í viðureign þessari, löngu áður en afgert var, hvor bera mundi sigur af hólmi, og gerði því vini sínum harla auðsóttan sigurinn. Og hvernig hagnýtti svo þessi vinur hamingju sína? Fram úr hófi ódrengilega, eins og nú skal sýnt verða. Rotherbjr dvaldist eftir í Normandí, en Everard hvarf til Parísarborgar. Þaðan fór hann innan ! HIIFI5K ryhsugan heimsfrcega, sem ekkert heimili getur dn uerið, fcest aðeins í RRFTREKJRUERZLUNINHI 1ÓH SIBURÐ5SON RU5TUR5TRFETI 7 Simi 83G REYK1RUÍK !^<S>0<J«<^<^0CKKS>~(2>^í<S><s>0^<KS>-á! skamms til Irlands í konungserindum, og vann þar í 3 ár með mikilli leynd að málefnum konungsins.. Að þeim tíma liðnum hvarf hann aftur til Parísar- borgar, en þá var Rotherby þaðan allur á bak og burt. Það var sagt, að Otsermore lávarður, faðir Rotherbys, hefði miðlað svo málum sonar síns við konung þann, er þá sat að völdum, að Rotherby, þessum unga flakkara, voru gefnar upp allar sakir á fylgi hans við hina föllnu konungsætt. Með algjöru samvizkuleysi hafði hann ekki að eins svikið málefni Jacobs konungs, sem þá var landflótta — og það fannst Everard full illt — en hann hafði einnig eftir hálfs árs sambúð, yfirgefið hina fögru og á- gætu konu, sem hann nam burtu úr foreldrahúsum í Normandí. Hverjum manni, er kynntist þeim, varð það þeg- ar ljóst, að þau áttu ekki lund saman. Hann hafði eingöngu hrifizt af fegurð hennar, svo sem hún hafði líka í stundar gáleysi látið ginnast af fríðleik hans og glæsilegu útliti. En þegar Jiau vöknuðu til meðvitundar af þessum stundardvala, þá skc rti þau gagnkvæma samúð og sámeiginleg áhugamál. Hún var lífsgleðin sjálf, en Rotherby var bæði heimskur og daufgerður. Hún þreytti hann, og jafnskjótt og tækifæri bauðst, fór hann því sína leið og eftirlét þessa fögru rós, sem hann hafði brottnumið úr ald- ingarði Normandíis til að visna og sölna í allsleysi einstæðingsins. Þegar Everard kom til Parísar frá Irlandi, frétti hann, að hún væri dáin — kramin af svikum og smán. Það var sagt, að þau hefði aldrei verið lög- lega gift. Andlátsfregn hennar barst til Englands og vár flutt Rotherby lávarði frænda hennar — þeim eina. er lifandi var af Maligny-ættinni. Hann kom til Eng- lands til |)ess að krefjast bóta og æru-uppreistar af þessum samvizkulausa aðalsmanni fyrir þá van- sæmd, er hann steypti yfir hana og ætt hennar. En bæturnar, sem þessi veslings piltur fékk, var ban- vætt sverðslag gegnum lungun. Og þar með hafðí Rotherby talið öruggt, að því máli væri að eilíf« lokið. En Everard var á lífi, og hann, sem hafði unnað' Maligny af einlægu hjarta, sór, að hefna hennar. Áður þeim eiði var fullnægt, hafði samt Everard komizt að því, að hún var lifandi, að andlátsfregn hennar var uppspuni, og dreift út af jiessum sama íiænda, sem gjörst hafði riddari hennar. Everard leitaði hennar og fann hana, dauðvona af sorg ogr lfcÓV.***rV\

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.