Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

1. maķ - Siglufirši

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
1. maķ - Siglufirši

						1. MAl.
UTGEFENDUR: 1. MAI-NEFNDIN.
I. tb. Miðvikudaginn 1. Maí. 1929.
1. Maí.
1. Maí.
Á alþjóðaráðstefnu verkamanna í París
1889, sem lagði grundvöllinn að 2. Alþjóða-
sambandinu (2. Internationale). voru kröfurn-
ar um 8 stunda vinnudag, fyrst teknar til
rækilegrar meðíerðar. Var þar samþykt að
verkalýðurinn tæki sejr frí 1. maí á hverju
ári, og var upphaflega ætlast til að dagurinn
yrði helgaður eingöngu til þess, að berjast
fyrir 8 stundavinnudegi. Pessi krafa hafði
geysimikla þýðingu fyrir verkalýðshreyfing-
una næstu áratugi og bar hún þess greinileg
merki. 1. maí 1890 voru fyrstu kröfugöngurn-
ar háðar, og hafa jafnan verið haldnar síðan.
Upphaflegi tilgangur dagsins breyttist
fljótt og varð hann að alþjóða-frídegi verka-
lýðsins um allan heim, til þess að færa
fram kröfur sínar um bætt kjör í öllum
myndum.
íslenski verkalýðurinn á ennþá langan
áfanga eftir til þess, að komást í fótspor
verkalýðsins í öðrum menningarlöndum.
Hjer á landi eru engin lög til um tak-
mörkun vinnutíma í landi, engar atvinnu-
leysistryggingar, engar örorkutryggingar, dnóg
slysatrygging og svo má lengi telja.
íslenski verkalýðurinn á því margs að
minnast 1. maí. Pann dag á verkalýðurinn
að taka höndum saman og færa fram kröf-
ur sínar um hærri laun, styttingu vinnudags-
ins, hollar og rúmgóðar íbúðir; nægar trygg-
ingar og yfir höfuð alt það aem hann á
heimtingu á.
Hvar sem auðvaldið býr
vaknar öreiga gnýr,
það er andvarp hins þjáða, sem  reyrður
er fjötrum.
En við helstunur þær
reyrast hlekkirnir nær
undan harðstjórn, sem ljet okkur fæðast
í tötrum.
Vor kúgun er skilyrði að skálkarnir drotni,
en skilningur samtaka, að kúgunin þrotni,
þegar auðvaldsins böl,
þegar kúgarans kvöl
vekur krafta þeim snauðu, er hóta að
fjötrarnir brotni.
Okkar verkmannastjett
skal nú virða sinn rjett
þess, að verpa af sjer auðvaldsins kúgun
og helsi;
inna samhuga gagn
sýna mátt sinn og magn
til að mölbrjóta klafann og heimta sitt
frelsi.
Pá rennur ei sól yfir reiði okkar barna
og rauðfáninn blaktir sem öreiga stjarna
þegar svikarans völd
liggja svívirt og köld
fyrir samtökum fjöldans, hins starfsreifa
mannfjelags kjarna.
G. B.
íslenskur verkalýður! 1. maí skulum við
minnast þeirra þrekvirkja, sem sjettabræður
LANDSBOKASAFN
JG 179387
ISLANDS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4