Kyndill - 22.09.1942, Blaðsíða 1

Kyndill - 22.09.1942, Blaðsíða 1
1. tbl. I. árg. KYNDILL Ávarp. KYNDILL hefur nú göngu sína á ný eftir að hafa hvílt sig um nokkurt skeið. Hann er að þessu sinni færður í nokkuð annan bún- ing, kemur nú út sem blað í stað tímarits áður, en það er gert vegna þess, að það er skoðun þeirra, sem að hon- um standa að hann nái betur tilgangi sínum á þennan hátt. — Meðan Kyndill var tímarit var hann vinsæll og víðlesinn. Vér vonum að svo verði enn. Þeix tímar sem vér lifum á eru tímar styrj- alda og hryðjuverka, tímar kúgunar ofbeldis og ógna. Ungir jafnaðarmenn hafa' aldrei haft glæstara hlut- verk en nú, aldrei stórbrotn- ara starf, en að bjarga undan stórsjóum styrjaldarinnar menningarverömætum og frelsishugsjónum fólksins. Þessu starfi er Kyndill vígð- ur. Þó að vér íslejndingar höfum, fram á þennan dag, sloppið að mestu við beinar árásir og ógnir styrjaldarinn- ar, hefir margt illgresið skot- ið rótum í okkar þjóðfélagi, sem að miklu leyti er ávöxt- ur og afleiðing þessara vá- veiflegu tíma. Gegn því ætl- ar Kyndill að berjast. Pólitísk spilling og rotnun í opinberu lífi eru orðin ískyggileg mein í okkar þjóð- félagi. Æðstu embættismenn ríkisins meisbeita valdi sínu og aðstöðu, pólitískir spákaup menn og stríðsgróðabrask- arar eru að grafa undan and- legu og efnalegu sjálfstæði voru og frelsi. — Gegn öllu þessu berst Kyndill. Hann er málsvari ungra jafnaðarmanna, málsvari ' djarfra hugsana og hugsjóna, og setur sér í upphafi það mark að hvika aldrei um þumlung og íáta aldrei und- an síga hvað sem í móti blæs. Kyndli er það ljóst að bót verður eigi ■ ráðin á vanda- málum vorum sársaukalaust '-°g hann er þess albúinn að Þriðjudagur, 22. sept., 1942. Hvenær verður reist Æsku-' lýðshöll i Reykjavik? ¥"*AÐ fflun óhætt að fullyrða, að það hefir afar mikið að segja fyrir líf hvers einstakl- ings, hvernig hann ver frí- stundum sínum. Sérstaklega er nauðsynlegt, að ungt fólk hafi aðstöðu til þess að verja tóm- stundunum á heilbrigðan hátt. Hér skal lítillega minnst á, hvað Reykjavíkurbær hefir upp á að bjóða í þessum efnum. Það er algengt að heyra unglinga í Reykjavík segja sem svo: Hvað á ég að gera í kvöld? Svarið verður venjulega: Ég veit það ekki. Og hvers vegna er svarið á þennan hátt? Það virðist ekki ófróðlegt að athugá ástæð- una fyrir því, að æska Reykja- víkur skuli ávalt vera í vafa um, hvað hún á að gera, að loknum vinnudegi. Er ekki eitthvað bogið við aðbúnað æskulýðsins í höfuðborginni? Hvað hefir bærinn að bjóða þeim, sem leita sér afþreying- ar utan heimila sinna eina kvöldstund? Kaffihús, setin setu liðsmönnum, og virðist að minnsta kosti á sumum þeirra lítil rúm aflögu fyrir íslend- inga. Það er líka vafasöm dægra stytting að venja um of komur sínar á þau, að minnsta kosti stinga á kýlunum svo að um muni. — Einkunnarorð Kyhdils eru „sjá hin ungborna tíð vekui' storma og stríð.“ — og hann ætlar að blása á braut kal- kvistunum og bera fram hug- sjónir sínar af eldmóði æsk- unnar. Ungir jafnaðarmenn og aðrir unnendur frelsis og mannréttinda. Leggið Kyndli lið, gerið hann að voldugu baráttutæki í þágu frjálsrar, djarfhuga æsku. Heilir hildar til. !', 4 Eyjólfur Jónsson, Friðfinnur Ólafsson, Ragnar Jóhannesson. sum. Sé nú vikið frá kaffihús- unum, hvert er þá hægt að snúa sér? í kvikmyndahúsin. Jú, í þau er hægt að komast, ef maður hefir tíma til þess að bíða „í röðinni“ 1—2 kíukkustundir um hádegið, til þess að ná í aðgöngumiða, og þeir, sem ekki hafa aðstöðu til þess geta feng- ið þá keypta af okrurum á 5— 10 krónur. Og hvað er það svo, sem fæst fyrir þessa peninga. Er það fræðsla eða skemmtun? í mörgum tilfellum hvorugt, því að það gengiSr stundum ósvífni næst, hvaða myndir er boðið upp á, þó vitanlega séu undantekningar frá því. Að meðaltali munu vera alls um 10' kvikmyndasýningar á dag í 3 kvikmyndahúsum, sem sam- tals munu rúma 1400—1500 manns. Að líkindum er þetta há hlutfallstala miðað við er- lenda bæi á stærð við Reykja- vík, en ástæðan er mjög svo eðlileg, sem sé sú, að hér eru, að minnsta kosti að sumri til, ekki starfandi aðrir samkomu- staðir en kaffihús og kvik- myndahús. En auk bæjarbúa sækir fjöldi erlendra manna nú þessa staði. Að vetrinum starfar leikhús- ið, en þeim áhugamönnum, sem að því standa, er boðið upp á að horfa á ,Þjóðleikhúsið‘ notað sem vörugeymslu fyrir setuliðið, og virðist það hæfi- legur minnisvarði skammsýn- um stjórnarvöldum hins ís- lenzka menningarríkis. Þetta er þá útsýnið, sem blasir við, þegar leitað er dægra styttingar í höfuðborginni. Og samt eru uppi raddir, sem ekki eiga nógu sterk orð til þess að lýsa því, hve djúpt æskan sé sokkin í spillingarfenið. En hvað hefir svo verið gert, til þess að brúa þetta margum- rædda fen, eða girða fyrir það? í þá átt hefir lítið verið gert, en á laggirnar er kominn ung- merínadófmstóll, tAl þesjs að dæma það æskufólk, sém verð- ur það á að væta sig í fæturna í svaðinu. En sem betur fer, eru stór- yrði þau, sem sífellt er fleygt, um ófarnað yngri kynslóðar- innar, að lang mestu leyti .inn- antómt orðagjálfur, til þess gert að dylja galla þeirrar kynslóðar, sem nú lifir sín starfsár, og á margan hátt virð- ist ekki hafa verið nema í með- allagi starfsvanda sínum vaxin, eins og mörg dæmi sýna. En ef það ástand, sem nú ríkir í aðbúnaði æskulýðsins í þessum bæ, og nokkuð er rakið hér að framan, á að haldast lengi, er ekki ósennilegt, að það eigi eftir að hafa alvarleg áhrif á framtíð margra ungmenna. Æskumanninum virðist vísuð leiðin til slæpings á götum úti, sem síðan getur leitt af sér ýmsa óreglu. Hér verður því að taka í taumana. Því að nú á þessum tímum, þegar fjöldi unglinga hefir meira fé handa á milli en nokkur dæmi eru til áður, iþá er alveg sérstök nauðsyn á því, að þeim sé gert kleift að verja tómstundum sínum og fé í annað en fánýti. Og það sem þárf að gera, er að vekja áhuga hjá æskulýön- um fyrir ýmsum greinum, sem margt ungt fólk hefir látið sig litlu skipta, vegna þess, að því hefir ekki verið kennt að meta gildi þeirra, svo sem íþróttum, lestri góðra bóka o. m. fl. — Hér þarf að rísa upp eins konar miðstöð fyrir slika starfsemi, þar sem æskulýðsfélögin i bæn- um geta haft aðsetur, því að samvinna þeirra um þessi mál er nauðsynleg. Þau verða að taka höndum sam-an um það að korna fram ýmsum hags- munamálum æskulýðsins, sem uppi eru á hverjum tíma. í þessari æskulýðshöll þarf að vera samkomu^taður, þar sem Framhald á 3. síðu.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.