Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

						1. árg.

!

VESTMANNAEYJUM  14.  JANÚÁR  1938.

1. tbl.

ai vestmannaey,

Eftir Pál Þorbjörnsscn

Vestmannaeyjar eru fiskiveiða-

bær og engar líkur eru 'til að af-

koma íbúanna geti á öðru byggst

i framtíðinni en fiskiveiðum, og

því sem þeim fylgir. Þróun fiski-

veiðanna befir frá fyrstu tíð bér

sem annarsstaðar byggst á þvi, að

hafnarskilyrðin yrðu bætt. Þessa

nauðsyn sáu Vestmannaeyingar

og réðust því í þau stórfeldustu

hafnarmannvirki, sem enn hefir

verið ráðist i hér á landi. Þvi þótt

meira fé hafi verið varið til hafn-

armannvirkja á öðrum stað, sem

sé Reykjavik, þá eru það í sjálfu

sér smámunir samanborið við í-

búafjöldann og þá möguleika til

að afla frá höfninnni tekna frá

ibuunum og atvinnutækjum

þeirra. Þrátt fyrir það, að svona

mikið fé er komið í Vestmanna-

eyjahöfn er ekki lengra komið enn

en það, að floti okkar ber þess

ljós merki, að mikið vantar á enn

að höfnin sé fullkomin. Vest-

mannaeyjar eru nú stærsti fisk-

veiðabær landsins, en þær eiga ein-

göngu smá skip, og þó eingöngu

sé miðað við vélskip (mótorskip),

sést að við eigum tiltölulega

smærri skip en flestir aðrir út-

gerðarbæir, sem nokkuð kveður

að. Höfnin hefir takmarkað skipa-

stærðina. Með hnignandi saltfisk-

íramleíðslu hefir nauðsynin fyrir

stærri báta aukist, því til dæmis

síldveiðarnar kref jast stærri skipa

en við yfirhöfuð eigum.

Allir eru nokkurnveginn sam-

mála um, að viðgangur Eyjanna

byggist á því, að haldið verði á-

fram með hafnargerðina, og þá

sérstaklega dýpkunina og uppfyll-

ingu i sambandi við hana. En jafn-

Iramt má það öllum vera ljóst, að

sá floti, sem fyrir er, getur illa

staðið undir þeim útgjöldum, sem

höfnin nú þarf á að halda, hvað

þá heldur þegar við bætist.

Allir Vestmannaejangar standa

imdir hafnargerðinni og ættu því

í raun og veru allir að njóta góðs

af henni. Að nokkru lej'ti er það

líka svo, en að öðru leyti virðist

svo sem bætt aðstaða við höfnina

bafi ekki komið; almenningi að

gagni, heldur orðið einstaka

mönnum til framdráttar. Upp-

skipuanrgjöldin hafa ekki lækkað

Bættrar aðstöðu við uppskipun

skipun kola, salts og fleira virðist

Frh. á 4. síðu.

vmstri samTinnii i toæj-

arm&liim Vestmamma-

eyja  mæstn  fjögrmr  ár

Að undangengnu nefndarstarfi

og fundum Alþýðuflokksins og

Kommúnistaflokksins i Vest-

mannaeyjum, þar sem rætt hefir

verið um vinstri samvinnu i bæj-

armálum Eyjanna fyrir næstu 4

ár, hafa kommúnistar og jafnað-

armenn ákveðið að hafa sameig-

inlega uppstillingu lista við bæj-

arstjórnarkosningarnar 30. janúar

n. k. og gert með sér málefna-

samning, sem felur í sér þau mál

er flokkarnir telja brýnasta nauð-

syn á að barist verði fyrir á næsta

kjörtímabili. Fara þau hér á eftir:

1.  Núverandi bæjarmálaóreiðu

verði útrýmt. Fjármálum bæjar-

ins komið á hreint. Regla og festa

í stjórn og starfrækslu bæjarins

á grundvelli aukins lýðræðis i

bæjarmálum. Allar fastar stöður

verði auglýstar til umsóknar og

hinir hæfustu menn valdir til

hvers starfa.

2.  Gagngerð breyting á stefnu

bæjarins í framfærslu- og at-

vinnumálum. Útrýmt verði vöru-

ávísanaokriniiv   Hamlað  ' vierði

gegn hinu sívaxandi fátækrafram-

i'æri með þvi að auka vinnuna í

bænum, svo sem með því að haf a

forgöngu um stofnun iðnaðarfyr-

irtækja á sviði sjávarútvegsins,

rannsókn á fiskimiðum og hag-

nýtingu aflans í samráði við Fiski-

málanefnd og ríkisstjórn. Enn-

fremur með aukinni bæjar- og at-

vinnubótavinnu undir kjörorðinu

atvinna í stað styrkja til þeirra,

sem geta unnið.

3.  Verklegar framkvæmdir

verði auknar með verulegum end-

lii'bótum gatna og holræsakerfis

og verði það eingöngu haft fyrir

áugum hvar endurbótanna er

mest þörf. Sjóveitan verði aukin

með það fyrir augum, að hún

komist um allan bæinn. Hafist

verði handa um byggingu verka-

mannabústaða.

4.  Hafnarmannvirkin verði

£>ukin og höfnin dýpkuð svo hún

verði fær fiski- og flutningasldp-

mn. Kappkostað verði að Vest-

mannaeyjahöfn geti boðið fiski-

flotanum,  sem  stundar  veiðar

Frh. á 4. siðu.

ísleifur Högnason.

Haraldur Bjarnason.


Jón Rafnsson.

Páll Þorbjörnsson.

Guðmundur Sigurðsson.


Guðlaugur Hansson.

irimstri mamma

Allir þessir menn eru kunnir

hverjum einasta Vestmanneying,

sem fullirúar alþýðunnar og ötul-

ir baráttumenn gegn afturhalds-

óreiðunni í málefnum bæjarins.

Allir hafa þeir síarfað í bæjar-

stjórn og að bæjarmálum árum

saman við ágætan orðstír, sumir

þeirra, eins og t. d. efsti og sjötti

maður listans, ísleifur Högnason

og Guðlaugur Hansson, frá 1923

og fram á þennan dag. Menn þess-

ir eru þvi allir þaulkunnugir bæj-

armálum Vestmannaeyja, og fyr-

ir allra hluta sakir manna hæfast-

ir til að ráða fram úr úrlausnar-

efnum bæjarfélagsins með hag

fjöldans fyrir augum.

Listi vinstri manna er að öðru

leyti skipaður slíku mannavali, að

bæjarbúar geta sannarlega vel við

unað, hvað varamennina snertir.

Er þetta, sem að framan er sagt

um A-listann, sízt of mælt, en þó

það, sem enginn getur með sanni

sagt um hina listana, hvorki um

lista stóra ihaldsins né fylgihnatta

þess, nazistana og Helga Ben.-

listann.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4