Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bśnašarblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bśnašarblašiš

						BDNADARBLAÐIÐ

1. ár.

Reykjavík 11. jan. 1916.

1. tbl.

Yfirlit

yflr  frarafarir í   mjólkur-

rannsókn.

Mjólk er sá vökvi, sem hefir

margar ráðgátur í sér faldar, og

er mjólkurrannsókn nútímans

orðin að vísindagrein út af fyrir

sig, sem efna-, eðlis- og læknis-

fræðingar leggja hverjir sinn

skerf til. Efnafræðingurinn kemst

að því með rannsóknum sínum

og mælingum, að þessi vökvi,

sem streymir úr lifandi verum,

er afarmerkilegur að samsetn-

ingu og fer því fjarri, að menn

þekki hana út í yzlu æsar.

Náttúran notar stundum slíkar

smæðir við efnablöndun sína,

að rannsókninni veitir næsta

erfitt að festa hendur á þeim,

og eru þó efni þessi, þólt í ör-

litlum mæli séu, alls ekki eins

þýðingarlítil eins og mörgum er

gjarnt að ætla. Eru þau stund-

um sá aflvaki, sem ráðið getur

úrslitum, þegar dæma skal um

kosti og ókosti mjólkur. Einn-

ig er þess að gæta, að þessi

mjólkurefni eru svo fíngerð,   að

þau eiga hvergi sinn lika nema

í líkama lifandi dýra. Við sjálfa

rannsóknina raskast oft hin

innri bygging heildarinnar og

það er miklum erfiðleikum

bundið að greina einstöku efni

hvert frá öðru. í stuttu máli

þarfnast þessi einkennilegi vökvi,

sem rennur úr mjólkurkirtlun-

um, margra og margvíslegra

rannsókna.

Par við bælist, að í vökva

þessum, sem geymir í sér fjölda

næringarefna, geta ýmsar efna-

breytingar átt sér stað, sem

baka mönnum óþægindi. Mjólk-

in getur þannig verið gróðrar-

stía ýmsum smáverum, svo sem

myglusveppum, gerðarsveppum

og bakleríum, og gelur þetta oft

valdið breytingum á eðli mjólk-

urinnar og efnablöndun. Þarf

víðtækar og nákvæmar rann-

sóknir til þess að geta komist

fyrir þessar breytingar og um-

myndanir og gelur almenning-

ur lagt þar ýmislegt til mál-

anna ef hann beitir skarpskygni

sinni og tekur vel eftir.

Þetta er mjög mikilsvarðandi

tyrir mjólkurbúin, þar sem nið-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4