Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ergo

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ergo

						EtiHtS

I.  árg.

Reykjavík i. nóvember 1920.

1. tölublað.

Er ljósið dagsins dvínar.

Ó, vertu hjá mjer, ljósið dagsins dvínar,

minn drottinn, Guð, og legg nvjer hönd á brá;

mjer heimur bregst með gæðagnóttir sínar;

þú, guð, ei bregst, — æ, statt mjer veikum hjá.

Og óðum líður ævistutta stundin,

alt stundlegt líkist skugga' er fyrir brá;

og dagur hver er breytingunum bundinn;

þú breytist eigi, drottinn — vert mjer hjá.

Eg lít til þín, ó lífsins faðir góði,

ó líttu til mín hástól þínum frá;

jeg bið: mig leið, og ljettu þungum móði

í Ijósi' og húmi, drottinn — vert mjer hjá.

0, drottinn minn, i náðarnálægð þinni

hið napra loftið ylnar mjer um brá;

ei gröf nje dauði geðró haggar minni.

Ó, guð, í kulda' og hita vert mjer hjá.

Jón Jónsson.

1. nóvember.

í tilefni af því að það er þessi

dagur, nefnilega afmælisdagurinn

minn, langar mig til að hleypa

blaðsnepli þessum af stokkunum,

með fullu trausti þess, að það

megi verða mjer frekar til heiðurs

en vansæmdar; að með opinberu

málgagni takist mjer með hóg-

væru, en þó heppilegu orðavali,

að leiða sannleikann í Ijós, við-

víkjandi því ósvífna og hatursfulla

undirferli, sem jeg hefi verið rang-

lega beittur undanfarandi ár, af

herra bæjarfógeta og R. af Dbr.

Magnúsi Torfasyni á Isafirði. Það

er sá háttvirti herra sem jeg leyfi

mjer að setja hjer á oddinn og

gefst heiðruðum lesendum blaðs-

ins hjermeð tækifæri til að sjá, að

jeg er alls ekkert mjúkur í máli

þótt jeg sje að tala við stórmenn-

ið Magnús Torfason bæjarfógeta

á ísafirði, sem fullur er af klækj-

um, fjárdrætti og mannhelgis fals-

vottorði í minn garð. Hann hræddi

til dæmis unglingspiltinn Kristján

Arinbjarnarson til að gefa á mig

læknisvottorð, þannig úr garði

gjört, að jeg tapaði öllum mann-

rjettindum. Getur háttvirtum les-

endum blaðsins skilist hvaða af-

skaplega ósvífnislegu harðrjetti

jeg var beittur með þessu, þar

sem hundtyrkinn Mangi, ljet hnef-

ann vera á lopti meðan hann var

að kúska Kristján skinnið, 1 sem

hefir meðal annars að eðlisfari

mjög veiklað kvenhjarta, en er að

öðru leyti bezti drengur.

Mjer þótti jeg þarna býsna hart

leikinn af yfirvaldi ísfirðinga, og

þegar jeg loks var viss um hvað

fram fór — því jeg trúði því eigi

strax — sneri jeg mjer umsvifa-

laust til vinar míns Guðmundar

Hannessonar, sem þá var yfirdóms-

lögmaður okkar Isfirðinga.

Jeg skal í þessu sambandi geta

þess, að í eldraun þessari hafði

sjálfboðaliði, sem vit hefir meira

en meðalgreindur maður, herra

íshússtjóri Helgi Ketilsson, sjeð

ósköp vel hvað »úlfurinn«, undir

rjettardómstjóriísafjarðarkaupstað-

ar, sveigði fast og mjög svo

óheiðarlega að mjer persónulega,

sem skaðaði líka mjög svo heim-

ilislíf mitt — konu og börn.

Herra Helgi Ketilsson fylgdi

mjer því mjög ákveðinn til herra

Guðm. Hannessonar. Sagði hann

strax að þetta væri tóm ósvífni

af Magnúsi og lögleysa, en barna-

skapur hr. Kristjáns, hins nýsetta

læknis, og mætti hann alvarlega

gá að sjer með að gefa ekki fals-

vottorð þess efnis, að jeg væri

ekki með öllum mjalla og yrði

fyrir það sviftur öllum mannrjett-

indum.

M. T. hefir að líkindum sagt

K. A. að þetta vottorð fengi hann

að eins formsins vegna, eins og

átt hefir sjer stað hjá ýmsum

mannplöntum, sem hafa með þeim

formála veitt ýmsa fáfræðinga í

víxlaábyrgðir fyrir sig.

Jeg spurði svo Guðmund hvort

læknir gæti undir nokkrum

kringumstæðum gefið slíkt vott-

orð.

— Nei, sagði lögfræðingurinn

ákveðinn. Að eins með því móti

að tveir læknar hefðu athugað

einhvern mann og væru sammála

um það að maður sá, sem athug-

aður væri í þeim tilgangi að gefa

Notarius Publicum vottorð þar

um, væm sammála báðir tveir

undir eiðstilboð að maðurinn væri

svo og svo. Sagði hann þvínæst:

Þórður minn! Taktu þessu með

ró og stillingu, því þinn máls-

staður   er   góður.   Þú   stendur   á

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4