TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Muninn


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Dagfari

						DAGFARI

1. árgangur.

Akureyri, 1. desember 1944

Ritstjórn og útgáju annast:

Sverrir Haraldsson, VI. M., og

Steingrímur Sigurðsson, kennari.

1. iölublað

ÁVARP

Um leið og Dagfari leggur af stað

út í lífið, þykir oss hlýða að fylgja

honum úr hlaði með fáeinum orðum.

Það hefir viljað brenna við meðal

nemenda Menntaskólans á Akureyri,

að þeir hafa haft lítinn áhuga á að

búa skólablað sitt vel úr garði, og oft

hefir Muninn flogið út í heiminn verr

fleygur en skyldi. Slíkt er vítavert.

Vér eigum að sjá sóma vorn í því, að

veita skólablaði voru þolanlegt vega-

nesti.  Við eigum að gera okkur það

Ijóst, að það er hluti af oss sjálfum, og

að nekt þess er blettur á oss. Aðal-fyr-

irsláttur nemenda hefir verið sá, að

þeir geti ekki skrifað, svo að sóma-

samlegt sé. Slíka fjarstæðu tökum vér

ekki til greina. Vér trúum því ekki, að

í  þrjú hundruð manna hóp leynist

ekki margir, sem geta fært hugsanir

sínar í letur og kastað fram stöku,

þegar svo ber undir. Og hví ekki að

veita skólablaðinu sínu aðstoð í þeim

efnum, þegar þörf gerist? Höfuð-tak-

markið, sem Dagfari hyggst að keppa

að,er aðglœða áhuga nemenda á því,að

þjálfa sig í ritleikni og auka fegurð-

artilfinningu þeirra á bundnu máli og

óbundnu. Enn þá er hann ungur að- ár-

um og reynslulaus nleð öllu, en engu

að síður bjartsýnn á framtíðina. Vonir

hans eru fleygar, og hann treystir á að-

stoð og skilning allra góðra drengja

og meyja, og vonar,að þau munistyðja

sig yfir þær torfœrur, sem kunna að

mæta honum, er hann leggur í hina

fyrstu ferð sína út í lífið.

Látið hann ekki þurfa að knýja að

dyrum og kyssa á kjólfald ykkar í

leit eftir aðstoð. Gefið ykkur fram, ef

þið hafið eitthvað að bjóða, og það

verður allt vel þegið. Hver staka, hver

grein og hvert ritað orð, þótt gert vœri

af vanefnum, mun verða flugfföður,

sem léttir honum flugið yfir „örðug-

asta hjallann".

Sú er von okkar, að útgáfa blaðs

þessa skapi ekkert sundurlyndi meðal

nemenda. Muninn og Dagfari eru og

eiga að vera brœður, sem keppa að

sarna marki. Aðeins tíminn sker úrþví,

hvort áhugi nemenda eykst við það, að

blöðin eru tvö, því að við það skapast

eins konar samkeppni milli blaðanna.

jafnvel þó að full vinsemd ríki milli

þeirra um að ná fyrr hinu setla marki.

Nemendur Menntaskólans á Akur-

eyril Sýnið nú, að ykkur veitist auð-

velt að búa þessi tvb' skólablbð það vel

úr garði, að þau ekki ferðist meðal

ykkar, vafin tötrum sem beiningamenn

og stafkarlar.

Osk vor er: Almenn þátttaka sveina

og meyja skólans í því, að veita blóð-

um þessum aðstoð sína með því, að

senda þeim efni til birtingar, þegar

þörf er á. Takist þetta, er markinu

náð.

Sverrir Haraldsson.

ISLENZK  ÆSKA

Landið frægsta ljóða og sagna,

leyndra vætta og kynngi magna,

landið ótal gæða og gagna,

grundin  Islands frið.

Aldrei skal þinn orðstír þagna

alla heimsins tíð.

íslenzk æska! Vertu á verði.

Varaðu þig á „Hrappi" og

„Merði".

Byggðu voldugt varnargerði

um velferð sérhvers manns.

Gæt þess enginn arf þinn skerði,

auð þíns fósturlands.

Heimurinn herst af hatri og níði.

Heilar þjóðir lýstar kvíði.

Þú átt líka í þínu stríði,  '

þreyttu fyrir bættum hag.

Fyrir að þín lífssól líði

lengra yfir þroskans dag.

Vopn þín eru viljaíesta,

vit og trú á allt það bezta.

Sóknarþrek og sigur mesta,

samtök allra ]já.

Sinni för mun sá ei fresta,

sem vill marki ná.

Æska! Lærðu af landsins sögum.

Lestu gnótt af dýrum brögum.

Skuggsjá þar af þjóðarhögum

þú munt gleggsta fá..

¦ Fósturland vort fegri dögum

fagna lætur þá.

Þú átt landsins gögn og gæði,  ¦

gamla menningu og fræði,

sem þú átt að efla bæði

og vort tungumál.

Andans þroska þinn svo glæði

þjóðarinnar sál.

Sællífið er svikum blandið.

Sókn þarf til að forðast grandið.

Til að efla bræðra-bandið,

berjast heil þú skalt,

fyrir þig og fyrir landið,

fyrir lífið allt.

Kári frá Hvoli.

STETTASKIPTING.

Brot

Líkaminn líkist ríki,

og lík er skipting enn.

Hendurnar ambáttir eru,

en andinn er förumenn.

Munnurinn hirðstarfið hefir

og heimtir skattana inn.

Maginn, sem öllu eyðir,

er auðvitað keisarinn.

Kári frá Hvoli.

LAMDSBOKASAFN

.V? 156373

ÍSLANDS"

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4