Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Jólatķšindi Hafnarfjaršar

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Jólatķšindi Hafnarfjaršar

						070

JÓLATÍÐINDI

HAFNARFJARÐAR

1913.  Gefin út af Hjálpræðishernum.    Jólatíðindi óska lesendunum gleðiiegra jóla!

">

ii

4

Jólakvöld organsmiðsins.

Arensberg í Vestfal bjó

Gerhard Sch. í afskektu

húsi. Hann var organ-

smiður  og  unni  hljóð-

færunum  og  iðn sinni.  Eitt jóla-

kvöld sat hann við orgel

sitt og var aleinn. Jóla-

söngs tónarnir hljómuðu

hátl, og gegnum þá alla

ómaði hærra og hærra:

Dýrð  sé Guði í upp-

hæðum!  Dýrð  sé  Guði

í upphæðum!

En skyndilega lét hann

hendur falla og hallaðist

aftur  á  bak  í  stólnum,

því  lionum  heyrðist að

rödd segja:  Hvað gjörir

þú  Guði til dýrðar? —

Röddin  kom  frá  hans

eigin  brjósi.  Hann  leit

yfir  líf  sitt  og sá ekki

annað  en afguðadýrkun

og eigingjarnt líf— sína

eigin lífsmynd.

Tvö ár liðu.  Aftur er

jólakvöld. — Aftur situr

hann einmana á stól sín-

um. Hanndreymir: Hann

þykist ganga inn í gamla

skuggalega kirkju. Augu hans stað-

næmast á( orgelinu. Það ergamalt,

rykugt og óstilt. Hann sezt þegar

og leitast við að hreinsa og stilla

hljóðfærið. Hann sér brátt að org-

elið er sérlega gotl, með undra-

miklu hljómmagni og stórt að utn-

máli — en eyðilagt.

Hann gerir við það svo sem

kostur er á, reynir að spila, —

en nóturnar láta ekki að vilja

hans. Einungis ein nótnaáttund er

með nothæfu hljóði.

Þá heyrist honum rödd segja:

Þetta er eina hljóðið, sem stígur

upp frá hjarta Gerhards Sch.s,

Guði til dýrðar. — Svo

leið heil vika. Organ-

smiðurinn lét engan sjá

sig. í kyrð og einveru

háði hann stríð við sjálf-

an sig, og iærði að þekkja

dulspeki Guðs.

Á nýársdag lét hann

aftur sjá sig. En þá

Ijómaði andlit hans af

gleði. Frá þeim degi

lifði hann sem Krists

þjónn. Hann lifði fyrir

fátæka og nauðstadda.

— Að honum látnum

fundu menn þessi orð

greipt í nótnaborð hans:

Veröldin er orgel Guðs.

Líf hvers einstaks manns

er hljóðpípa, sem á að

gefa frá sér hljóð, Guði

til dýrðar.

EDINBORG

selur allar vörur með gjafverði fram ýfir nýár

Til jólanna

höfum  við  ílestar  vörur,  sem fólk þarfnast,  og þar á meðal nýtt og saltað Ujöt,

sem daglega er selt frá íshúsinu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4