Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslenzkt vikublaš : sżnisblaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslenzkt vikublaš : sżnisblaš

						*
ISLENZKT TIKUBLAÐ.
Sýnisblað.
Eeykjavík, Fimtud. 22. septbr. 1887.
SýnisMað.
íslenzkt Vikublað".
55
Sýnisblað þetta cr ætlað til að gefa hugmynd ura
stefnu og snið blaðsins. — Að öðru leyti skal þotta
fram tekið:
Blaðið mun láta sér ant um að flytja svo fljótt
sem kostr er Ijósar og áreiðanlegar fréttir, og mun
hafa fasta fregnrita um alt land.
Ekki vcrðr ritgerðum synjað upptöku í blaðið
fyrir þá eina sök, þótt þær sé gagnstæðar stefnu
blaðsins, ef þær eru stuttar, Ijbsar og kurteislega rit-
aðar; en svarað verðr þeim, ef þurfa þykir.
Blaðið mun ræða' hvert alment þarfamál, og gera
sér sérstakt far um að flytja sem mest af frœðandi
greinum.
Öll persbnuleg ókurteisi, oll illkvittni á að vera
gersamlega útlœg úr dálkum Uaðsins. Tilgangr blaðs-
ins er að gagna þjbðinni með þvi að útbreiða skóðan-
ir sínar, cn skilyrðið íyrir að geta náð þcim tilgangi
er það, að blaðið sé svo úr garði gert, að það verð-
skuldi virðingu mótstöðumanna eigi síðr en fylgis-
manna.
Útgefendr blaðsins eru nokkrir íþingmannatólu,
en sumir ekki. Hvorki þeir né heldr þeir menn,
sem hafa ritstjórnina á hendi, nafngrcina sig. Að
eins verðr ábyrgðarmaðr blaðsins gagnvart prentfrels-
islögunum nafhgrcindr, þá er það byrjar að koma út.
Það er stefna og innihald blaðsins, sem á að hafa áhrif
á álit manna á blaðinu, en okki mannanöfn.
Annars verðr það aðal-reglan, að  allar  ritgerðir í
hlaðinu verði með nöfnum Mfundanna.
„ísl. Vikubl." kemur út f'rá nýjári komandi einu
sinni í viku í sama formi sem þetta sýnisblað, holm-
ingr blaðsins með smáletri. Það kostar 3 kr. ár-
gangrinn innanlands, er borgist fyrir 15. júlí, en ut-
anlands kostar blaðið 4 kr., cr borgist fyrirfram.
Blaðið má panta hjá hverjum póstafgreiðslumanni
eða bréfliirðingarmanni á landinu og kostar þá 75
au. um ársfjórðunginn (þrjá mánuði), burðareyrir þar
í fólginn, og verðr þá að borga fyrir fram ársfjórð-
unginn.
Blaðið verðr þannig stærsta blaðið, sem núkemr
út hér á landi, og þó fjbrðungi bdy'rra en hin viku-
blöðin.
Þcir sem kaupa vilja næsta ár, eru bcðnir að scnda
vísbending um það
til afgreiðslumanns „Isl, VikuUaðs"
lir. Sigfúsar Eymundssonar i Eeykjavík.
fyrir nýjár, eða að snúa sér þegar til næsta póstaf-
greiðslumanns eða bréfhirðingarmanns. som  þeir ná
til.
Þeir sem ekki skrifa sig fyrir blaðinu  í tíma,
gcta okki átt víst að geta fengið árganginn hcilan.
Útgefendr „Islenzks Vikublaðs".
MERKI VORT.
„Mcnn heimta það sem þcir hafa ekki; menn
krefjast þess fastast, sem þeir sárast sakna". — Svo
komst Dr. Georg Brandos að orði fyrir mörgum ár-
um.
Með þessum orðum er bent á upptökin tilbrcyt-
inga-hvata eðr framfara-löngunar oinstaklinga og þjóða.
„Hvað er þjóðviiji?" spurði þingmaðrinn. Hann
ætlaði víst að spyrja í þaula. — Þjóðvilji er auðvit-
að það sem — ekki endilcga sérhver einstaklingr, en
að minsta kosti — allr hávaði fulltíða og íullvita
manna meðal þjóðarinnar þráir. Þjóðviljinn getr
komið fram í ýmsu: í ósk um að varðveita citthvað
eða farga einhverju, að koma einhvcrju á fót eða
brjóta eitthvað á bak aftr.
Þjóðviljinn gotr verið mcðvitandi sín eða ómcð-
vitandi, þögull eða látið til sín heyra.
Hann verðr sín meðvitandi og lætr til sín heyra,
þá er ástand eða viðburðir gefa tilofni til.
Svona er í stjórnarskrár-máli voru.
Sífelt og hvervetna á landi hér hcyrist óánægj-
an með gallana á stjórnarfyrirkomulagi voru. Þjóð-
in flnnr vel, að stjórnin, útlend, ókunnug og ábyrgð-
arlaus, ber hana ofrliða í ráðum, synjar henni sjálf-
forræðis þess sem hverri þjóð eðlilega bcr, sem kom-
in cr af ótemju-skciði.
Þetta, að fá stjórnarskrá vorri svo broytt, að
þjóð og þingi sé trygt meira sjálfsforræði en nú —
að vér fáum innlenda stjórn, sem sé í samvinnu við
þingið — að vér fáum fulla trygging fyrir ábyrgð á
hendr stjórninni, ef hún brýtr skyldu sína að lögum
eða bakar landinu bcrsýnilcgt tjón á þann hátt, er
henni verði sanngjarnlcga sök á gefin — þetta er
þjóðvilji á Islandi nú; því getr enginn neitað. Og
það Mytr eðlilega að halda áfram að vcra þjóðvilji
þar til er því er fullnægt — þar til er breytingin
er fengin.
Hvort sem það tekr 5, 10, 50 cða 100 ár, eða
hve mörg ár sem það tekr að fá þessu framgengt:
fyrri en því er framgengt er óhugsandi að þjóðin
hætti að þrá þessa breyting og berjast fyrir henni,
nema landið lcggist í auðn og þjóðin hætti að vcra
til.
Því þessi þjóðvilji er sprottinn af ástandsins
eðli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4