Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kristnibošinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kristnibošinn

						Útgefandi:  Kristniboðsfélögin í Reykjavík

Reykjavík, í maí  1933

Ávarpsorð.

Sökum þess, hve blaðakostur evangel-

isk-lúterskrar kristni hér á landi er

lítill, þá er miklwm erfiðleikum bundið

að ræða kristniboðsmálið og áhugaefni

kristniboðsfélaganna á þeim vettvangi,

eins og nú standa sakir.

Kristniboðsfélögin hér i Reylejavík

hafa fundið mj'óg til þessa og því ráð-

ist í að gefa út þetta blað, sem nefnt

er »Kristniboðinn«. Gera þau

það i þeirri von, að það bæti ofurlítið

úr þeirri þörf, er að ofan greinir, og

til þess að inna af hendi ofurlitinn vott

kristniboðsskyldu sinnar á þessu sviði.

Vér vonum, að félagssystkin og vinir

kristniboðsins i landinu taki þessu litla

blaði tveim höndum og líti á það eins

og útrétta bróðurhönd til samein'mgar

og nánari samvinnu að hinu ábyrgðar-

mikla og háleita hlutverki, er vér sér-

staklega höfum tekið að oss í starfinu

fyrir Guðs ríki.

Vér þykjumst viss um, að öll get-

um vér verið sammála um það, að mjög

væri œskilegt, ef unt væri að gefa i'it

slikt blað að staðaldri, jafnvel þó ekki

i>œri nema einu sinni í mánuði hverj-

um, og þó helzt vikublað, en litlar lík-

ur eru til, að nokkur tök verði á því

fyrst um sinn.

Engin ákvörðun hefir verið tekin um

það, hvort þetta blað kemur út oftar

en i þetta eina sinn; það fer algerlega

eftir því, hvernig þér takið á móti því.

Séuð þér oss sammála um þörfina fyr-

ir slíkt blað og sýnið það í orði og á

borði, með því að fá nógu marga til

að kaupa þetta blað og lesa það, og

leggið með því, og á annan hátt er yður

hugkvæmist, yðar skerf til þess að það

komi oftar út, þá mun það gera það,

annars ekki.

Að svo mœltu felum vér Drotni vor-

um og Frelsara tilraun vora og biðjum

hann þess, að hún mætti verða mál-

efninu, sem vér berum fyrir brjósti, til

gagns og blessunar, nafni hans til

vegsemdar og ríki hans hjá þjóð vorri

til eflingar.                Útg.

Byrjið í Jerúsalem.

Trúboðið er æösta hlutverk kristninn-

ar. Þeim sem sjálfir hafa öðlast lífið,

er ekkert ljúfara en að flytja þeim það,

sem stynja undan helgreipum syndar-

innar og dauðans. Jesús sá vald myrk-

ursins þjaka þennan guðvana heim, og

hann kom í heiminn sem hið sanna ljós,

til þess að hver sem tekur við honum

stigi yfir frá myrkrinu til ljóssins, frá

dauðanum til lífsins. Og er hann hafði

fullkomnað hina miklu friðþægingar-

fórn, þá gaf hann lærisveinum sínum

þá skipun, að þeir skyldu flytja heim-

inum fagnaðarerindið um hið sanna ljós

— um Frelsarann, sem. sviftir oki dauð-

ans af iðrandi syndurum.

»Farið því og gerið allar þjóðir að

mínum lærisveinum«. Þessi orð eru

letruð á gunnfána kristninnar fram á

þennan dag. Og fyrir Guðs náð er mik-

ið unnið að trúboði meðal heiðingja á

vorum dögum. Margir og stórfeldir sigr-

ar eru unnir, og mjög víða standa fagn-

aðarerindinu opnar dyr. Heiðingjana

þyrstir eftir lífsins vatni. En það er

undir lærisveinum Drottins komið,

hvort þeir fá það, því að fagnaðarer-

indið nær ekki lengra en þangað, sem

lærisveinarnir vilja flytja það. Þannig

hefir Guð takmarkað almætti sitt, til

þess að fela oss á hendur dýrmætt hlut-

verk, sem jafnframt hefir í för með

sér eilífa alvöru — þrungna ábyrgð fyr-

ir oss. En vér getum ekkert í eigin

mætti, nema þyrlað upp ryki. Og Drott-

[Ólafur Ólafsson

kristniboði, kona hans og börn.

mm

Vér gerum ráð fyrir, að íslenzkum

kristniboðsvinum og öðrum, sé kært

að fá nokkra vitneskju um hag

kristniboða vors og fjölskyldu hans.

Þess vegna flytur »Kristniboðinn« nú

nýjustu myndina, sem vér vitum að

til sé af honum, Herborgu konu hans

og börum þeirra þrem'.

Jóhannes,  fæddur 26. marz 1928.

Guðrún Margot, fædd 12. febr. 1930.

Hjördís,  fœdd  12.  október  1931.

inn ætlast heldur ekki til þess. Vér eig-

um aðeins að vera farvegur fyrir kraft

hans, og þá er öllu borgið, því að hans

er allur mátturinn á himni og jörðu.

Þegar vér því rekum oss á þá stað-

reynd, að þorsti heiðingjanna er meiri

en fórnfýsi lærisveinanna, þá vitum vér

hvar sökin liggur. Þegar oss ógnar

starfssviðið og oss finst lítið ávinnast,

þá st'ngum hendinni í vorn eigin barm,

því au það er sjálfs vor sök, að vér höf-

um ekki veitt viðtöku þeim eilífðar-

mætti, sem oss stendur til boða.

Jesús fól lærisveinum sínum að hafa

allan heiminn að starfssviði, en hann

sagði þeim að byrja í Jerúsalem. Þeir

áttu ekki að byrja í Róm, heimsborg-

inni miklu, aðalvígi heiðninnar. Þeir

áttu að byrja heima. Þar áttu þeir að

styrkjast til hins mikla starfs og safna

liði — og gera síðan áhlaup.

Þetta á við nú engu síður en þá. Það

gefur enginn það, sem hann á ekki til.

Ef söfnuðurinn á ekki kraftinn frá

Guði, þá flytur hann hann ekki til ann-

ara. Þess vegna liggur það í augum

uppi, að sé ekki lögð áherzla á að efla

starfið í heimalöndum kristninnar, þá er

úti um það, að heiðingjatrúboðið geti

fengið þann styrk, sem það þarfnast.

Undirstaða heiðingjatrúboðsins er því

heimatrúboð, og án þess svífur heið-

ingjatrúboðið SJ' lausu lofti. öllum, sem

um þetta mál vilja hugsa í alvöru, hlýt-

ur að vera það ljóst, að þegar vantrú,

hjátrú og guðleysi blómgast meðal hinna

svo nefndu kristnu þjóða og sé ekki lögð

rík áherzla á að vinna á móti því, þá

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4