Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						FLISTINNER FORSENÐAVINSTRISTJÖRNAR
NÝ ÞJÓÐMÁL
Blaðið kemur út
vikulega. Útgáfu-
dagur er föstudagur.
Ritstjórn og af-
greiðsla er að Ing-
ólfsstræti 18, simi
19920.
UPPLAG: 40.000
Fimm
sólar- I
ferðir
á glæsi-
legasta
bingói
ársins*
— SJÁ BLS. 2
NAFNI
BREYTT
Útgefendur þessa blaös hafa
ákveðið að breyta nafni þess
úr „Þjóðmál" i „Ný
Þjóðmál". Þetta er gert til
þess að forðast óþarfar deilur
og hugsanleg málaferli, þótt
útgefendur séu þess fullvissir,
að þeir hafi ótviræðan rétt til
þess að gefa út blað með
nafninu „Þjóðmál".
„Ný Þjóðmál" verða fram-
vegis gefin út vikulega.
Sjálf-
boðaliðar
F-listann vantar sjálf-
boðaliða. Hafið sam-
band við kosninga-
skrifstofurnar i sima,
eða komið á skrifstof-
urnar, og látið skrá
ykkur til starfa.
X
-F
1. árg. Föstudagurinn 14. júni  1. tbl.
MALGAGN F-LISTANS
x-F
vinstri
stjórn
X
-F
BETUR MA EF DUGA SKAL
Sýnum vinstristefnu í
verki á ÖLLUM sviðum!
— vinstristefna hefur veríð framkvæmd á sumum sviðum síðustu
þrjú árín, en ekki á öðrum sviðum, svo sem í efnahagsmálum
Sú rikisstjórn, sem
setið hefur við völd hér
á landi siðustu þrjú ár-
in, hefur almennt verið
kölluð vinstri stjórn.
Hún byggði starf sitt
á málefnagrundvelli,
sem fólst i sérstökum
málefnasamningi
stjórnarflokkanna. Þar
var mörkuð skýr
vinstri stefna i öllum
helstu málefnum þjóð-
félagsins. Þegar litið er
yfir farinn veg sést
greinilega, að á ýmsum
sviðum hefur rikis-
stjórninni tekist það
ætlunarverk sitt, að
koma vinstristefnu i
framkvæmd, en hins
vegar hefur það mis-
tekist á sumum öðrum
sviðum, ekki hvað sist i
efnahagsmáhmum.
Kjarni vinstristefnu er bar-
áttan fyrir þjóöfélagi jafnaðar
og samvinnu. Vinstristjórnin
hefur vissulega náð áföngum i
þeirribaráttu á sumum sviðum.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi
um vinstri stefnu i verki
Jafnari aðstaða
til menntunar
Aðgerðir rikisstjórnarinnar I
menntamálum hafa miðast við
að bæta og jafna aðstöðu nem-
enda til menntunar án tillits til
búsetu eöa efnahags. Fjölmörg
atriði i hinum nýju lögum um
grunnskóla og um skólakerfið
miða einmitt i þessa átt. Þar er
t.d. lögð áhersla á að auka sam-
ræmingu i framkvæmd skóla-
halds i þéttbýli og dreifbýli, svo
nemendur siti sem mest við
sama borð, og aukin áhersla er
lögð á stuðning við nemendur,
sem ekki geta stundað nám I al-
mennum skólum.
Jafnframt hefur verið unnið
að þvi með margvislegum hætti
að jafna aðstöðu nemenda til
skólagöngu hvar sem þeir búa á
landinu. i þessu skyni hafa
dreifbýlisstyrkir verið stór-
auknir, er sérstök löggjöf var
sett um þá árið 1972. Upphaf-
lega, þ.e. 1970, var 10 milljónum
króna varið til þessarar
jöfnunar á aðstöðu nemenda, en
á þessu ári er 75 milljónum veitt
I þessu skyni.
Þetta er dæmi um jafnaðar-
og samvinnustefnu, vinstri-
stefnu I verki.
Mannsæmandi
trygginga k erfi
Það er eitt af grundvallar-
atriðum vinstristefnu, að búa
vel að þeim þegnum þjóðfélags-
ins, sem ekki geta staðið
óstuddir á eigin fótum vegna ör-
orku eða elli. Rikisstjórnin hef-
ur vissulega staðið vel að fram-
kvæmd þess stefnumiðs.
Sem dæmi má nefna, að i juli
1971 — þegar rikisstjórnin tók
við völdum — var upphæð llf-
eyris 4.900 krónur á mánuði, og
heimild til uppbótar bundin þvi
skilyrði að sveitarfélag taki þátt
i greiðslu hennar. En i april 1974
var lifeyrisupphæðin 12.215
krónur á mánuði, og full tekju-
tryggingaruppbót 6.671 krónur.
Visitala framfærslukostnaðar
var 155 stig i júni 1971, en 242
stig I april 1974. Framfærslu-
vlsitalan hefur þannig hækkað
um 56% á þessu timabili, en al-
mennur Hfeyrir um 149%, og
bótaréttur þeirra, sem ekki hafa
aðrar tekjur, um 285%.
Þetta er annað gott dæmi um
vinstristefnu I verki.
Full atvinna og
mikil uppbygging
Þegar litið er yfir atvinnu-
ástandið i landinu þau ár, sem
vinstri stjórn hefur verið  við
völd, blasir hvarvetna við full
atvinna og meira en það: eftir-
spurnin eftir vinnuaflinu hefur
verið mun meiri en framboðið.
Þannig hefur vissulega verið
fullnægt þvi grundvallaratriði,
að allir þeir, sem vilja og geta
unnið, hafi kost á atvinnu.
Hversu mikilvægt þetta
grundvallaratriði er vill oft
gleymast á timum mikillar vel-
megnar. En það er gott aö
minnast þess, að fyrir örfáum
árum töpuðust hundruð þús-
unda vinnudaga vegna atvinnu-
leysis, og á annað þúsund ls-
lendingar þurftu að leita at-
vinnu i öðrum löndum.
I stað þess ástands hefur
komið hraðfara atvinnuupp-
bygging viða um land i tið
vinstristjórnarinnar — upp-
bygging, sem tryggt hefur fulla
atvinnu og miklar tekjur.
Sigur F-listans
tryggir vinstri
stefnu i verki
Þessi dæmi sýna svart á hvitu
hvernig vinstri stefna hefur
birtst i verki alþýðu þessa lands
til velfarnaðar. Ef vinstri stefna
hefði rikt á öllum sviðum i at-
höfnum rikisstjórnarinnar, þá
væri vissulega betra ástand i is-
lenskum efnahagsmálum en
reyndin er i dag, svo dæmi sé
nefnt.     Framhald á 11. siðu.
Kosningaávarp forystumanna Framsóknarflokksins:
Vinstristjórn ekki nefnd!
Framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins
hefur sent frá sér langt
kosningaávarp. i þessu
kosningaávarpi sést
hvergi orðið „vinstri-
stjórn". Það er auðvitað
i samræmi við þá áætlan
forystu flokksins, að
hafa alla möguleika til
stjórnarsamstarfs opna
eftir kosningar, svo
hægt verði að semja til
hægri eða vinstri eftir
því sem kaupin gerast
best á eyrinni.
Vinstrimenn, sem
fylgt hafa Framsóknar-
flokknum í kosningum
f ram að þessu, verða að
taka mið af þessari
fyrirætlan f orystu-
manna Framsóknar-
flokksins, og styðja nú
það aflið í íslenskum
stjórnmálum, sem ræð-
ur úrslitum um það,
hvort þingmeirihluti
verður fyrir vinstri
stjórn.  Hljóti  F-listinn
það fylgi, sem nægir til
að tryggja þingmeiri-
hluta fyrir nýja og öfl-
ugri félagshyggjustjórn,
er þeim málefnum, sem
sannir framsóknar-
menn hafa ávallt barist
fyrir, borgið.
Eflum því F-listann i
kosningunum  30.  júni.
F-listárnir á Vesturlandi og Reykjanési -±- bls. 4-5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12