Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslenzkt verzlunarblaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslenzkt verzlunarblaš

						ÍSLENZKT VERZLUNARBLAÐ
KEMUR UT 14. HVERN DAG
1. ÁRGANGUR
-¦^—      15. ÁUGÚST 1913
1. TÖLUBLAÐ
Inngangur.
Oss veitist nú sú ánægja, að
geta sent yður fyrsta tölu-
blað af blaði þessu og biðjum
vér yður að taka á móti því með
velvild.
Vér skulum gjöra oss far
um, að. flytja yður fregnir af því,
sem tíðindum sætir á meðal kaup-
mannastéttarinnar í nágrannalönd-
unum og eins mikilsvarðandi og
hægt er.
Sé einhverjum íslenzkum kaup-
manni eitthvað hugleikið, er ver-
ið gæti áhugamál kaupmanna-
stéttarinnar, skulum vér með á-
nægju ljá honum rúm í blaði
voru. Vér höfum í hyggju, (að
láta blaðið koma út tvisvar í
mánuði og biðjum vér yður að
sýna umburðarlyndi, ef að útbýt-
ing þess skyldi ekki verða reglu-
bundin fyrst um sinn.
Ritstj.
A hvern hátt verð ég dug-
legur kaupmaður. Gullvæg orð
fyrir unga verzlunarmenn.
Nú á dögum er erfitt að vera
kaupmaður. Samkepnin er ekki ein-
göngu mjög áköf og gjörir þess
vegna meiri kröfur til dugnaðar
einstaklingsins, heldur er allur
verzlunarrekstur nú á dögum slík-
ur, að að eins þeir verzlunarmenn
geta þrifist, sem gjöra sér alt far
um að fylgjast með tímanum.
Af sömu ástæðum verður
mentun kaupmannsins einnig að
vera fullkomnari, en umfram alla
muni verður kaupmaðurinn eins
og sérhver duglegur maður, að
læra í tæka tíð að vinna sigur á
veikleikum sínum.
Mestu dygðir kaupmanns eru
ráðvendni, reglusemi og kostgæfni.
Duglegustu atvinnurekendur
telja það mjög erfitt að fá viti
borna og samvizkusama verka-
menn.
Ódugnaður  er  oftar  leti  og
kæruleysi að kenna en skort á
andlegu atgerfi. Dugnaður er
aðallega undir því kominn, hvort
menn vilja vinna og hugsa.
Verzlunarneminn. Hann verð-
ur að vera ráðvandur, kostgæfinn
og stundvís; því að eins getur
hann á réttan hátt byrjað á kaup-
mensku, að hann hafi þessa eigin-
legleika til að bera.
Fresta því aldrei, er þú getur
gjört að vörmu spori I Pú átt um-
fram alt að gjöra þér 'far um, að
leysa verk þitt af hendi fijótt og
nákvæmt. Nota því hverja mín-
útu af verzlunartímanum. Ef þú
eyðir nokkrum mínútum til ó-
nýtis dag hvern, verðnr það, þeg-
ar fram líða stundir, mikill tíma-
missir einkum þegar þess er
gætt, að í árinu eru hér um bil
313 virkir dagar. Séu tveir verzl-
unarnemar í hverri búð, og slæp-
ist hver þeirra í hálftíma dag
#hvern, verða það 313 stundir á
ári,  sem sé c: 31 virkur dagur.
G. Gregersens
Sígarettu-verksmiðja - Kbhvn.
\NGLO-DANO
sígarettur. — Generaldepot fyrir
BOSTONJOGLO SÍGARETTUR
Hellesens þurelement
Hið bezta og elzta element í heimi
fyrir: talsímaáhöld, smá centrala,
ritsíma, hringingaráhöld, motorkveik-
irig. - Flytst út til allra landa. - Er
notað af mörgum ríkis- og stjórnar-
stofnunum. — Hellesens Enke & V.
Ludvigsen. Kbhvn. Tlf. Central 2553.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8