Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikuútgáfa Alşığublağsins

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikuútgáfa Alşığublağsins

						Albvðnblaðsins

Gefið út af Alþýðuflokknum.

I. árgangur.

Reykjavík, 12. janúar 1927.

1. tölublað.

Til lesenda.

Úígeíendur Alþýðublaðsins hafa

ákveðið að gefa auk daghlaðsins

út vikuútgáfu af því, og er hún

sérstaklega ætluð alþýðufólki úti

á landsbyggðinni, því, sem gjarna

vill halda alþýðublað, gefið út í

Reykjavik, en þykir dagblað of

dýrt eða kærir sig ekki um það

lesmál, sem eingöngu varðar

Reykjavíkurbúa. í vikuútgáfu

pessari munu birtast flestallar

helztu greinir og tiðindi, sem dag-

blaðið flytur, og auk þess grein-

ír, er sérstaklega eiga erindi til

lesenda vikublaðsins. Kemur 1.

tölublað þessa vikublaðs hér fyrir

almenningssjónir. Vænta útgef-

endur þess, að það verði aðnjót-

andi sömu vinsælda með þjóð-

inni, sem dagblaðið hefir áunnið

sér og nýtur.

Frá sarnbandsþinginu.

Skýrsla sambandsforseta.

Stutt ágrip.

Málin, sem sambandsstjórn hefir

til meðferðar: 1) Verklýðsmál, og

þar undir fellur útbreiðslustarf-

semi, síofnun nýrra verklýðsfélaga

og beinn stuðningur við verklýðs-

félögin í kaupdeilum þeirra og

iöðrum vandamálum, sem úr þarf

að greiða. 2) Stjórnmálastarfsemi,

en þar undir heyrir útgáfa blaða,

kosningar, þingstarfs^mi og margt

annað, sem teljast raá til stjórn-

málastarfseminnar.

H^á jafnaðarmömium í ná-

grannalöndunum er yfirstjórn

verklýðsmála og stjórnmála að-

greind. Þar hafa sérstakar stjórn-

jr verklýðsmá'in til meðferðar, og

verklýðsfélögin hafa sérstök þing

til þess að ræða hin eiginlegu

verklýðsmál, og á sama hátt eru

háð þing jaínaðarmanná, þar sem

rædd eru löggjafarmálin og þar

sem mörkuð er s'.efnan í dag-

skrármálum alþýðuílokkanna.

Jafnvel þó fáment sé hjá okk-

ur móts við aðrar þjóðir, þá er

vafalaust h!utfallslega meira starf

ætlað sambandsstjórn íslenzka Al-

þýðuflokksins með sameiginlegri

yfirstjórn stjórnmá'a- og ve.klýðs-

mála-félaga heldur en þar, sem

þetta er aðgreint. En hvort þetta

fyrirkomulag er heppilegt eða

ekki, verður ekki enn sagt með

neinni vissu. Nokkur breyting á

þessu fyrirkomulagi eru fjórð-

ungssambönd, sem aðallega munu

hugsa um verklýðsmálin, um sam-

vinnu verklýðsfélaga í kaupdeil-

um og þess háttar, en meira um

þetta síðar.

Löggjafarmálin,

sem komið hafa til kasta sam-

bandsstjórnarinnar á umliðnu

starfstímabili, eru æðimörg. Full-

trúum sambandsþingsins munu

þau mál flest kunn og afdrif

þeirra, en hér þykir þó hlýða að

vikja að hinum helztu.

Alþýðuflokkurinn hefir ekki á

alþingi atkvæðamagn til að ráða

úrslitum mála, þar. sem flokkur-

inn fram að þessum tíma hefir að

eins átt eitt sæti í þinginu, en

þótt svo-sé, verður þó talsvert

vart við áhrif Alþýðuflokksins á

löggjafarstarfsemina, er kemur til

af því, að sá mikli kjósenda-

fjöldi, sem Alþýðuflokkurinn hefir,

og blöð hans hafa svo sierk áhrif

á almenningsálitið, að alþingi

verður að taka tillit til þess í

löggjöfinni.

Af löggjafarmálum, er fram

hafa verið borin af háifu Alþýðu-

flokksins á síðast liðnum tveim-

ur árum, má telja merkust slysa-

tryggingalögin, er samþykt voru

á alþingi 1925, frumvarp til laga

um að banna næturvinnu að vetr-

inum til í Reykjavík og Hafnar-

firði og frumvarp til laga um að

tryggja muni lögskráðra skip-

verja. Slysatryggingarlögin eru

engan veginn svo fullkomin, sem

við mundum óska, en segja má,

að með þeim sé lagður sá grund-

völlur, sem hægt verði að byggja

á fullkomnari tryggingar, þegar

fram líða stundir. Næturvinnu-

frumvarpið og frumvarp til laga

um að tryggja muni lögskráðra

skipverja komst hvorugt fram.

Var hið fyrra íelt, en hinu síðara

vísað til stjórnarinnar.

Þá hafa verið borin fram af

hálíu Alþýðuflokksins ýms þjóð-

nýtingarfrumvörp og tillögur til

breytinga á eldri löggjöf, er að-

allega snertir mannréttindi.

Þá má nefna löggjafarmál, þar

sem AlþýðuHokkurinn að tilhlut-

un flokksstjórnarinnar hefir bsitt

sér gegn, svo sem er um ríkis-

lögreglufrumvarp stjórnarinnar

1925, og óþarft er að lýsa hér

nánara. Hér má líka geta hinna

rangláíu skattafrumvarpa (um

verðtoll og gengisviðauka), sem

barist hefir verið gegn af hálfu

Alþýðuflokksins, — gegn breyt-

ingu kjördags o. fl.

Kosningar.

Á kjörtímabilinu hefir Alþýðu-

flokkurinn tekið þátt í fleiri kosn-

ingum en búijt var við. Aukakosn-

ingar  hafa  farið  fram  í  Gull-

bringu- og Kjósar-sýslu, i Reykja-

vík og auk þess landskjörið núna

síðast. Landskjörið í sumar 1. júlí

var sú eina kosning, sem gert var

ráð fyrir á síðasta sambandsþingi

að koma mundi fyrir á tímabilinu.

Og Alþýðufiokkurinn getur verið

ánægður með þann árangur, sem

orðið hefir af þátttöku hans í

þessum kosningum. Við lands-

kjörið komum við manni að og

sýndum með því, að við erum

þriðji sterkasti flokkurinn í land-

inu. Við aukakosninguna í Reykja-

vík kom Alþýðuflokkurinn að ein-

um manni, og hefir því alþingis-

mannatala f.okksins tvöfaldast. .

Alpýðuprentsmiðjan.

Nokkru fyrir síðasta sambands-

þing var hreyfing komin á það

rnál, en það var fyrst í dezember

1924, að gerð var gangskör að

því að safna fé til prentsmiðj-

unnar. Skrifaði þá sambandsstjórn

félögum úíi um land um málið.

En 1. febrúar 1925 var allsherjar-

söfnun hafin í Reykjavík. Megin-

hluli þess fjár, er safnast hefir til

prentsmiðjunnar, var héðan úr

bænum. Alls hefir saínast 17 300

kr., og auk þess er 2000 króna lán

h„'á einu sambandsfélaganna, svo

að safnféð telst vera 19 300 kr.

Þó þurfii að fá lán, 10000 kr., til

þess að geta keypt öll áhöld til

prentsm'ðjunnar, enda var gert

ráð fyrir i upphafi, að samskotin

þyrftu að vera 30 000 kr. til þess

að hægt væri að kaupa prentá-

höldin án þess að taka lán.

Alpýðublaðið.

Prentsmiðjan var stofnuð til

þess, að léttara yrði um rekstur

Alþýðublaðsins. En eins og kunn-

ugt er, hefir ávalt verið halli á

rekstri þess. Fyrstu 3 árin var sá

hal.'i mjög mikill, en hefir farið

smáminkandi. En það verður á-

valt erfiðara og erfiðaia ár frá

ári, bæði að svara vöxtum af

skuldum þeim, er safnast hafa,

og eins hitt að greiða árlegan

halía. Hefir sambandsstjórn mik-

ið rætt um þetta mál, og eftir

rækilega yfirvegun var að því lá'íi

horfið að mynda félag með á-

hugasömurn alþýðumönnum til

þess að styðja Alþýðublaðið fjár-

hagslega. Var stofnað slíkt félag

á síðast liðnu sumri. Urðu nokk-

ur mistök á hinum fyrstu fram-

kværndum þess. Og þar sem sýni-

legt var, að ekki myndi takast

samvir.na milli stjórnar þess fé-

lagiskapar og sambandssijórnar

— en slík sámvinna var óhjá-

kvæmileg, ef nokkurt gagn ætti

að verða að þessu —, þá gengust

nokkrir menn fyrir því að nýtt

félag var stofnað með fullri sam-

vinnu við sambandsstjórn. Hefir

það félag, „Aðstoðarfélag Alþýðu-

blaðsins", nú þegar frá 1. dez.

s. 1. tekið að sér rekstur Alþýðu-

blaðsins, en öll stjórnmálayfirráð-

in eru í höndum sambandsstjórn-

ar. Hefir nú og þeirri langþráðu

ósk margra flokksmanna verið

fullnægt, að stækka Alþýðublaðið

í broti, og væntir sambandsstjórn-

in, að því verði vel tekið af al-

þýðu, þótt nokkur hækkun á á-

skriftargjöldum hafi iafnframt

orðið á blaðinu.

Útbreiðslustarfsemi

Á sambandsþingum hefir ávalt

verið lögð mikil áherzla á það,

að stofna ný verklýðsfélög. Á

umliðnu starfstímabili hefir nokk-

uð verið að þessu unnið, sumpart

beinlínis af sambandsstjórn og

fulltrúum hennar eða af áhuga-

sömum flokksmönnum. I sam-

bandi við kosningar þær, er fram

hafa farið, hafa verið sendir menn

til ýmsra héraða á landinu og

ýmist lögð drög til stofnunar

verklýðs- og jafnaðarmanna-fé-

laga eða þau beinlínis stofnuð.

Þannig var í fyrra vetur sendur

maður af sambandsstjórninni til

Austur- og Norður-lands. Var þá

s;ofnað jafnaðarmannafélrg á

Seyðisfirði og Iögð drög til stofn-

unar verklýðsfélags í Glerárþorpi

við Akureyri; þar hefir síðar verið

stofnað verkamannafélag. Um

Vestfirði hefir tvisvar verið farið

á þessu ári, og hafa nú verið

stofnuð 3 verklýðsfélög á þess-

um stöðum: 1 Bolungavík, á Flat-

eyri við Önundarfjörð og á Þing-

eyri við Dýrafjörð. Um það

má náitúrlega lengi deila, hvort

nægilega mikið heíir verið unn-

ið að útbreiðslustarfsemi eða ekki,

en það verður þó að viðurkennast,

að nokkuð hefir verið gert. Einn-

ig má á það líta, að sambands-

stjórnin hefir haft lítið fé til um-

ráða i þessu skyni, en alt slíkt,

sérslaklega ferðalögin, kostar mik-

ið fé. Þegar á alt er litið, væntir

mig þess, að sambandsþingið telji

sambandsst]órnir.a hafa unnið

nokkuð í ]jessum efnum yfir tima-

bilið.

Fjórðungssamböndin.

Á Norðurlandi og Austurlandi

eiu nú stofnuð fjórðungssambönd.

Eru í þeim nokkur félög, sem

enn eru eigi gengin í Alþýðusam-

bandið. Hefir stjórn Alþýðusam-

bandsins stuðlað að stofnun þess-

ara fjórðungssambanda, en þeim

er aðallega ætlað, eins og kunn-

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4