Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja stśdentablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja stśdentablašiš

						&
1. árg.   -    l. tbl.
- 20. apríl 1933 -
NÝJA
STÚDENTABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF NOKKRUM HÁSKÓLASTÚDENTUM
Aö upphafi
Um leið og „Nýja stúdentablaðið" hefur göngu sina,
þykir hlýða, að gera nokkra grein fyrir þeim vilja og
þeim lífsskoðunum, er hafa hvatt oss, nokkra háskóla-
stúdenta, til starfa.
Mismunandi lífsviðhorf skipa mönnum til verka jafn-
an fyrir málstað. Milli þessa ólíku viðhorfa hlýtur bar-
átta að verða háð, leynt og ljóst, um láusn þeirra sér-
slæðu viðfangsefna, er þyngst þjá hvert tímabil. Til eru
alltaf þeir, er hvorki eiga þá fagnandi trú né þann reifa
Img, sem brautargengi veita á nýjum leiðum til nýrra
vinnubragða. Til eru alltaf þeir, sem helzt vilja þjóna
lífinu og heiðra minningu feðra sinna, með því að
drýgja sömu mistökin undir breyttu nafni. Og sízt er
skórtur þeirra, sem ekki vilja sjá, skilja né heyra af
ótta við ráðningu hinnar dulræðu gátu komandi daga.
Vér viljum ekki hafa samflot nc sálufélag við þá
menn í leit að leiðum. Vér trúum hvorki á „leit" þeirra
né vjnnubrögð. Vér höfnum ekki gömlum vegum fyr-
ir það eitt, að þeir eru áður troðnir, og eigi viðurtekn-
um miðum fyrir það eitt, að þau eru viðurtekin.
En vér lítum svo á, að mið þau, sem nú er tiðfarnazt
á, séu þegar rýr orðin og senn eydd. Eigi viljum vér
sætta oss við sókn þangað. Eigi sækja afla vorn til
eyddra auðlinda. Vér kjósum heldur um hríð að létta
akkerum og leita nýrra miða, sem sumir af oss þegar
þykjast vita, hvar liggja muni. En allir höfuni vér þá
sannfæringu, að' auðugri mið séu einhversstaðar finnan-
leg um hinn víða sjá.
Vér litum svo á, að mörg 'séu þau viðfangsefni og
vandamál livers tímabils, sem eigi sé unnt að skorast
imdan að leysa. Það tímabil, sem er og verður starfs-
tími vor, sem nú stundum nám, virðist og að þessu leyti
með fádæmum fjölskrúðugt.
Eigi er erfitt að finna víða, hvar skortir rétta afstöðu
og happasæl vinnubrögð. En hitt er og víst að víða hyll-
ir þegar undir batandi breytingar, ef næðu fram að
ganga.
Frumskilyrði þess, að geta orðið liðsmaður batnandi
tíma, skoðum vér alefling þeirrar viðleitni að skilja
verðandi viðburði, afneitun óttans gegn þeirri nýsköp-
un, er koma kynni, og fúsleika til fylgis og fórnar í þágu
þeirrar verðandi, sem er borin fram af myndugleik
hinnar óhjákvæmilegu  þróunar.  Þrjózkan  gegn  þeirri
þróun er hin eina höfuðsynd, hversu prúðbúin sem hún
kann til leiks að ganga.
Vér erum einhuga andstæðingar þessarar þrjózku,
])vernig svo sem hún birtist. Og hvar sem vér til náum,
gerumst vér mótherjar hennar og leitumst við að af-
hjúpa liana og skipa henni þann sess, sem henni ber,
að lögum þeirrar þróunar, er hún spyrnir gegn. Vér ætl-
um oss eigi þá dul, að vér á nokkurn hátt getum lokað
oss fyrir hinum raunverulega vanda og vafa þeirrar
tvísýnu menningar, sem oss er í arf fengin. Frá vorri
hálfu er þvi fyllilega treyst, að eigi séum vér endanlega
ofurseldir því böli og þvi öngþveiti, er þar bíða úr-
lausnar.
Oss fýsir ekki að stíga upp i bæjarsundin í hóp nátt-
tröllanna, þau hafa þegar seitt of marga úr hópi hinna
yngri til sinnar skjólgóðu og jarðgrónu tilveru, þar sem
bæjarburstir heita fjöll. Þessu forystuliði er ekki leng-
ur treyst, og öllu lengur fær það ekki villt á sér heim-
ildir.
Vér viljum samvinnu við alla þá, sem starfa í anda
hins nýja tíma og i þágu hans.
Vér vitum vel, að á vettvangi háskólans eru fjölmarg-
ir jafnfúsir til þessa starfs sem vér og finna jafnmikla
þörf til þess að hefja félagslega samhæfni með einurð og
frjálshuga. Öllum þeim vill „Nýja stúdentablaðið"
heilsa og bjóða félag sitt.
Vér höfum sterka óbeit á þeirri stúdentaiheldni, sem
á naumast önnur ígangsklæði en tómlátasta tómlæti og
ömurlegasta ofstopa.
Gott er að eiga leik við þá mótstöðumenn, sem unnt
c.r að bera virðingu fyrir, en sumir skapa sér með at-
höfnum sinum álit, sem jafnvel er óþægilegt að hafa á
ondstæðingum sínum.
Vcr viljum ekki láta slikar aðstæður hnekkja frjáls-
lyndum og róttækum skoðunum, á hvaða sviði menn-
ingar sem vera kann.
Vér viljum ekki láta brjóta á oss lög né ganga á rétt
vorn.
Þeim, er það hafa gert, unnum vér ekki lengur yfir-
ráðanna yfir blaðakosti og félagsstarfi háskólastú-
denta allra.
Vér þökkum þeim fyrri samvinnu og forna daga og
göngum svo til eigin starfa.
M 182585
ÍS.TwANi"iS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6