Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kosningablaš kvenna

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kosningablaš kvenna

						KOSNINGABLAÐ KVENNA
Júní  1922
-A.~V~^:R,:Fj_
Háttvirtu kjósendur!
far sem eg hefi látið til leið-
ast að gefa kost á mér til lands-
kjörs við kosningar þær, er
fram eiga að fara 8. júlí n. k.,
mun mér skylt að ávarpa yður
nokkrum orðum. það hefir ver-
ið tekið fram áður í blaðinu „19.
júní", af hverju konum virtist
þær verða að setja upp.sérstak-
an kvennalista — og mætti
auðvitað endurtaka hér, hvaða
ástæður þær færðu fyrir því,
— en eg tel það óþarft; vil að-
eins geta þess, að eg var sam-
þykk þessum ástæðum og leiddi
það til þess að mitt nafn stend-
ur á C-listanum eða kvenna-
listanum.
pingmál og þingmenska eiga
að vera sámeiginleg áhugamál
vor allra, jafnt kvenna sem
karla, en þar sem þjóðin hefir
veitt oss, konum, rétt til þing-
setu, hlýtur hún að hafa gert
ráð fyrir, að vér gætum fylt
þann sess, henni til gagns, og
svo má það einnig verða, þar
sem vér jafnt og karlmenn get-
um aflað oss þekkingar á al-
mennum málum, og auk þess
hljótum vér, sem konur, að geta
bætt upp skilning karlmann-
anna á sumum löggjafaratrið-
um, er varða miklu framtíð
þjóðarinnar.
Mér er vel ljóst, að eg hefi
gengist undir mikla ábyrgð
með því að gefa kost á mér
til þingsetu, þó eg telji það
langt frá,- að það þurfi að leiða
til þess, að eg nái sæti á þingi.
En skyldi svo fará, að leið
mín lægi inn á þingið — mun
eg álíta mig komna þangað til
þess að gæta hagsmuna þjóð-
ar minnar, svo sem eg best
veit — til að fylgja því sem
flestum má að gagni koma á
sameiginlegu þjóðfélagsheimili
karla og kvenna. En auðvitað
býst eg við að þau mál gætu
komið fyrir, að eg sérstaklega
yrði að gæta hagsmuna okkar
kvenna.
Eg treysti því, að vér kon-
ur eigum mál að fylgja og
munum fylgja þeim með fullri
sannf æringu við kosningar
þessar. J>ví að eins reynist
kosningarréttur vor og kjör-
gengi réttmætur — að vér
reynumst hæfar til að neyta
hans, þjóð vorri til gagns. Og
í því trausti sný eg mér nú
til allra kvenna, að þær reyn-
ist ötular og öruggar í fylgi
sínu við C-listann eða kvenna-
listann, til þess að slá því föstu
einu sinni fyrir alt, að vér met-
um jafnréttið, sem vér hlut-
um 19. júní 1915 svo mikils,
að vér viljum leggja út í ofur-
lítinn kosningabardaga — sem
af voití hálfu er knuinn fram
af karlmönnum í þetta sinn,
þar sem með sanni verður
sagt, að þeir hafi ekki orðað
það við nokkurt af hinum
mörgu kvennfélögum þessa
bæjar, að vinna saman við
væntanlegt landskjör.
Vér höfum þannig alls ekki
skorist úr leik í samvinnu
þeirri, er hafin var 1916, þar
sem Heimastjórnarflokkurinn
tók þó konu á lista sinn í 4.
sæti.
Kjörorð vor kvenna í þetta
sinn verður að vera:
Sýnum í verki að vér metum'
fengin réttindi!
Samtaka sigrum vér!
«
Virðingarfylst.
Ingibjörg H. Bjarnason^
Landskj örið.
Með stjórnarskránni, sem
staðfest var 19. júní 1915, var
konum á Islandi veittur kosn-
ingaréttuf og kjörgengi til Al-.
þingis. pá hurfu líka úr sög-
unni konungkjörnu þingmenn-
irnir, en í stað þess var tekið
í lög hið svonefnda landskjör.
Eftir þessum lögum var svo, í
fyrsta sinn 1916, kosnir 6 þing-
fulltrúar og 6 varafulltrúar.
8. júlí næstkomandi fer lands-
kjör fram í annað  sinn, á 3
þingfulltrúum og jafnmörgum
varafulltrúum.
pað er í sjálfu sér ekkert
einkennilegt, að stjórnarfars-
leg réttindi kvenna og lands-
kjörnir þingmenn, í stað hinna
konungkjörnu, skyldi verða
samferða í ,lög með stjórnar-
skránni. frá 1915, en' nú,' þegar
kominn er fram listi til lands-
kjörs, eingöngu skipaður kon-
um,  þá  kynni  margur  að
halda, að þet-ta tvent hefði ekki
fylgst að alveg út í bláinn.
Síðan sambandslögin frá
1918 gengu í gildi*, hefir oft
kveðið víð, að nú væri það
skylda þings og þjóðar, að snúa
huga og kröftum inn á við;
bæta atvinnuvegina,byggja upp
landið; í fám orðum að vinna
að því, að þjóðin mætti vaxa
að þroska á öllum sviðum, svo
hún gæti borið fullveldisnafnið
með sóma, .og sá kostnaður,
sem fullveldið hlýtur óhjá-
kvæmilega að hafa í för með
sér, yrði ekki þjóðinni þyngri
byrði, en það stjórnarfyrir-
komulag var, er vér áður
bjuggum við.
En til þess að þetta verði,
dugir ekki eingöngu að efla at-
vinnuvegina, auka framleiðsl-
una og.lyfta  sölu  afurðanna.
Að þetta nægir ekki sýndu
stríðsárin.
Við þurfum ekjki eingöngu
að afla, við þurfum að læra að
meta og taka tillit til lífsins
á h'eimilunum. pau, íslensku
heimilin, eru undirstaða þjóð-.
lífsins íslenska, vagga þess og
athvarf. Frá því fyrsta að
heimilin urðu til, hefir konan
verið þar sterkasti þátturinn.
Englendingar kalla konuna höf-
und heimilisins. Eg hefi heyrt
góðan og vitran- Islending
nefna hana sálina í heimilinu.
Nú býst eg við að þér hugs-
ið: Með öllu þessu vafsi ykk-
ar í pólitík og öð.ru, sviftið þér
heimilin þessu dýrmæti," eyði-
leggið þar, sem þér hyggist að
vera að byggja upp.
En þá vil eg svara: pegar. vér
snúum oss inn á við, að þjóð-
inni, megum vér ekki gleyma
því sem mest á ríður. Gerum
við það, verða endurbæturnar
ytri gylling, eða sem blóm án
rótar.
Stéttirnar vilja hafa sína
talsmenn á þingi, og kjördæm-
in sína, og það að sjálfsögðu,
bæði til að bera fram áhugamál
sín, og láta þinginu í té þá sér-
þekkingu, sem þeir hafa, hver
á sínú sviði og í sínu héraði.
Hvað þá um þann þátt þjáð-
lífsins, er mest ríður á að
styðja- og halda  héilbrigðum?
Vér þörfnumst að þekkingar
á því, sem oft er talið smátt,
gæti á Alþingi. Margt af því,
sem þingið fjallar um, grípur
beinlínis inn í lífið á heimilun-
um. J>að væri- því undarlegt, ef
því væri ekki alment fagnað að
fá konur inn á þingið. Konur,
með  skilningi og reynslu ein-
mitt þar, sem þekking karla
þrýtur.
Vér viljum nú nema staðar
og athuga lítið eitt framboðs-
lista þann, sem kominn er fram
af hendi kvenna, og hlotið hef-
ir röðina.eða nafnið C-listi.
Hann er skipaður fjórum
konum.
Ingibjörg H. Bjarnason, for-
stöðukona kvennaskólans í
Reykjavík, skipar þar efsta
sæti. Hún hefir, sem kunnugt
er, stýrt með frábærum dugn-
aði og viturleik einum af allra
stærstu skólum landsins nú í
16 ár. Má að minsta kosti
segja, að ekki var það neinum
heigli hent, að halda þar öllu
í horfinu á stríðsárunum. For-
maður landsspítalasjóðsins hef-
ir hún verið frá byrjun og unn-
ið þar mikið og gagnlegt starf.
Auk þess hefir frk. Ingibjörg
alla tíð síðan hún kom til
Reykjavíkúr, fylgst með í
landsmálum, enda tekið þátt í
pólitískum félagsskap um fleiri
ára skeið.
Inga L. Lárusdóttir, ritstjóri
„19. júní", hefir þessi síðustu
árin unnið allra kvenna mest að
almennum naálum. Hún hefir
setið í bæjarstjórn Reykjavík-
ur, og af hendi kvenná hefir
hún gegnt fjölda trúnaðar-
starfa, t. d. fyrir landsspítala-
sjóðinn, hefir verið ritari hans
frá byrjun, fyrir Bandalag
kvenna o. fl. Furðar oss oft,
sem þekkjum, hve miklu hún
fær afkastað. J)ó hefir hugur
hennar hneigst mest að því, er
verða mætti smælingjum mann-
félagsins til heilla. pað á við
um ungfrú Ingu, er nýlega var
sagt um merka, danska konu.
Sérhvert gott og þarft mál á
vissan skilning og stuðning,
þar sem hún er.
Halldóra Bjarnadóttir á Ak-
ureyri,     framkvæmdarstjóri
heimilisiðnaðarfélaganna, er
kunn fyrir áhuga sinn og starf
í þarfir heimilisiðnaðarfélags-
ins. Síðan Sambandsfélag norð-
lenskra kvenna var stofnað,
hefir hún verið formaður þess,
og unnið þar ótrauð að ýmsum
þjóðþrifamálum, t. d. að fjár-
söfnun til væntanlegs berkla-
hælis á Norðurlandi. Ungfrú
Halldóra gefur út Ársritið
Hlín, sem náð hefir mikilli út-
breiðslu og unnið sér hylli al-
mennings. Um 10 ára skeið
stýrði hún bamaskóla Akur-
eyrar, og nú á hún sæti' í bæj-
arstjórn Akureyrar.
Theódóra  Thoroddsen,   rit-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4