Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Siglfiršingablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Siglfiršingablašiš

						SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ  I REYKJAVIK OG NAGRENNI
r 1a£j 1 J_A. Apríi 1988 xjii.rjr
Ávarp formanns:
Maður er manns gaman
Kæri Siglfirðingur.
r
Osjaldanhef ég
verið spurður um
tilgang þess að hafa
átthagafélög hér í
Reykjavík og ná-
grenni. Frá mínum
bæjardyrum séð er
ekki nokkur vafi á
að átthagafélög eins
og Siglfirðingafé-
lagið í Reykjavík og
nágrenni hafa mik-
inn tilgang.
Maður er manns
gaman er góður og
gildur málsháttur,
þrátt fyrir sjónvarp
og margar útvarps-
stöðvar. Ef ég
athuga dæmið frá
mínu sjónarhorni,
þá finnst mér sér-
lega skemmtilegt að
koma á allar
skemmtanir Sigl-
firðingafélagsins og
hitta þar fólk sem ég
hef ekki séð lengi
svo ég tali nú ekki
um allan þann fjölda
Siglfirðinga sem ég
hef kynnst í gegnum
starfsemi félagsins.
Starfsemin er öflug.
Sumum finnst sjálf-
sagt einum of mikið
um að vera hjá
okkur; aðrir vildu
meira.
En hver er tilgangur
Siglfirðingafélags-
ins? Ósköp einfald-
ur. Að gefa brott-
fluttum Siglfirð-
ingum hér á suð-
vestur horninu
tækifæri til að hittast
og reyna að veita
Siglufirði stuðning. í
þessum tilgangi
höldum við árshátíð
og síldarball. Þangað
reynum við að fá
sem flesta og tekst
oftar en ekki nokkuð
vel. Við erum með
jólaball, sem er
ætlað börnunum.
Þar viljum við
gjarnan að börnin
fái að læra um upp-
runa foreldra sinna.
Hann sé nokkuð
sem þau geti verið
hreykin af og eigi
ekki að gleymast.
Fjölskyldudagurinn
er í kringum 20. maí.
Þangað fáum við
elstu Siglfirðingana
til að mæta svo við
hin yngri fáum tæki-
færi til að ræða við
þá og fræðast. Um
jólin sendir svo
félagið smájólagjöf
til allra þeirra Sigl-
firðinga sem við
vitum um á sjúkra-
húsum hér. Þetta er
það helsta af föstum
liðum í starfi félags-
ins. Síðan koma sér-
verkefni. í ár ætlum
við t.d. að safna fé í
minnisvarða um
drukknaða sjómenn
sem reisa á á Siglu-
firði. Það er verðugt
verkefni sem við
vonum að þú sjáir
þér fært að styðja.
Við biðjum ekki um
mikið, eða 500 kr. á
mann, en safnast
þegar saman
kemur.
Eg hef starfað fyrir
Siglfirðingafélagið í
Reykjavík og ná-
grenni frá upphafi,
og nú síðustu árin
sem formaður þess.
Allatíðhefégfundið
góðan vilja Siglfirð-
inga til að styðja
félagið og ég veit að
þú vilt það líka.
Gaman væri að fá
HeiðarR. Ástvaldsson.
þig á næstu
skemmtun okkar
sem er „Síldarballið"
sem haldið verður
30. april í Félags-
heimilinu á Seltjarn-
arnesi.
Að endingu þetta:
Taktu virkan þátt í
félaginu okkar láttu
sjá þig á skemmt-
unum og fundum og
komdu svo endilega
norður í ágúst. Það
verður örugglega
skemmtilegtá Siglu-
firði á afmælishátíð-
inni 13.-20. ágúst.
Við sem myndum
stjórn og nefndir
Siglfirðingafélags-
ins erum milli 40 og
50 manns. Láttu þér
ekki detta í hug að
þér sé ofaukið í
þann hóp. Við viljum
fá þig. Komdu, og
komdu sem oftast.
Bestu kveðjur,
Heiðar R. Ástvaldsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8