Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heilbrigšismįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heilbrigšismįl

						1

Fréttabréf um         ^ei

HEILBRIGDISMÁL

Nr. 1                                        Desember 1949

Með þessu bréfi er Krabbameinsfélag Reykjavíkur að' gera tilraun

til að halda uppi heilbrigðisfræðslu meðal almennings. Ætlunin er

að senda út eitt bréf mánaðarlega og munu þau ekki aðeins fjalla um

krabbamein, heldúr einnig um ýmislegt úr heimi læknavísinda og

læknastarfsemi, sem líklegt þykir að almenningur vilji fræðast um.

Því heyrist oft fleygt,. að læknar sé tómlátir um að fræða fólkið

og því ber ekki að' neita, að sumir læknar virðast vera þeirrar skoð-

unar, að almenningsfræðsla um læknavísindi sé aðeins til ills eins,

vegna þess að hún verði, hvort sem er, aldrei nema nasasjón, og lítil

þekking sé venjulega verri en engin.

Vér, sem að þessu bréfi stöndum, höldum hinsvegar að lítil þekk-

ing sé betri en engin og viljum ekki láta vort eftir liggja til að fræða

fólkið um ýmsa hluti, sem varðað geta heilsu og hreysti þjóðarinnar,

því að eins og vér erum sannfærðir um, að' fáfræði og hjátrú eru van-

þroskaeinkenni þjóðfélagsins, eins erum vér sannfærðir um, að þessi

vanþroski er læknanlegur með góðri næringu og að sú næring, sem

til þarf, er aðgengileg og auðskihn fræðsla.

Þótt þessi fréttabréf séu gefin út af Krabbamein&félaginu, þá er

tilgangurinn með þeim ekki sá, að binda sig við krabbameinið eitt,

heldur fjalla um hvað eina, sem varðar heilbrigði þjóðarinnar og orðið

getur henni til þrifnaðarauka, benda mönnum á ýmislegt sem skiptir

máli fyrir heilsu þeirra sjálfra og barnanna o. s. frv.

Ágóði, sem verða kann af þessari útgáfu, rennur óskiptur til

Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Ef yður líkar vel við þessi bréf

væntum vér þess að þér sýnið þau öðrum og hjálpið þannig til að

stuðla að útbreiðslu þeirra og styrkja Krabbameinsfélagið.

Verksmiðjustarfsemi líkctmans

í líkama vorum eru framleidd mörg þúsund mismunandi efni úr

fæðunni, sem við neytum, vatninu sem við drekkum og loftinu sem

við öndum að okkur. Flest þessara efna eru svo flókin að samsetn-

ingu, að færustu efnafræðingar geta ekki framleitt þau, þótt þeir hafi

heimsins stærstu verksmiðjur í þjónustu sinni. Hugsið ykkur muninn

1

Jyv i          ]

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8