Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęndablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęndablašiš

						BÆNDABLAÐIÐ
I. ARG.
Akureyri, miðvikud. 14. ap.ríl 1937.
Fylgt
úr falaði.
Síðarv Bændaflokkurinn var
stofnaður hér í Eyjafirði hafa á-
valt verið uppi raddir um það,
meðal flokksmanna, að nauðsyn
bæri til þess, að flokkurinn eign-
aðist blað hér norðanlands.
Á síðasta aðalfundi Bænda-
ílokksfélags Eyjafjarðar var
stjórninni falið, að taka til rann-
sóknar alla aðstöðu og möguleika
flokksins til að koma þessu sem
fyrst í framkvæmd. Um þetta
hefir því stjórnin leitað vilja og
álits flokksmanna, ekki aðeins hér
í Eyjafirði, heldur og einnig í
nærsýslunum, og hafa undirtektir
manna einróma verið þessa mjög
fýsandi.'
Það er því að tilhlutun fjöl-
m argra áhugamanna Bændaflokks-
ins víðsvegar um Norðlendinga-
fjórðung að þetta nýja blað
flokksins — Bændablaðið — kem-
ur nú fyrir almenningssjónir.
Að landsmálum vinnur Bænda-
blaðið samkvæmt stefnuskrá
Bændaflokksins; er mönnum hún
svo kunn af blaði flokksins —
Pramsókn —, störfum þingmanna
fiokksins á Alþingi, og landsmála-
fundum hans, út um land, að ó-
þarfi er að lýsa henni hér.
Eins og nafn blaðsins ber með
sér, er því fyrst og fremst ætlað,
að vinna að velferðarmálum at-
vinnuveganna og þá fyrst og
fremst landbúnaðarins.
Bændaflokknum er það ljóst,
að öll afkoma íslensku þjóðarinn-
ar veltur á atvinnuvegunum. Þess
vegna vill hann leggja megin-
áherslu á, að atvinnuvegirnir til
lands og sjávar séu svo traustlega
undirbygðir, að ekki rótist, þó að
eitthvað bjáti á.
Ef grundvöllurinn er traustur,
er von um að byggingin standi, en
sé grundvöllurinn aftur á móti ó-
traustur, er byggingunni hætt við
hruni.
Eins og bændum er nauðsynlegt
að hafa samtök um sín búnaðar-,
verslunar- og iðnaðarmál, eins er
þeim ekki**síður nauðsynlegt að
hafa samtök um stjórnmálin, eink-
um nú orðið, þegar ríkisvaldið vill
grípa sem mest inn í athafnalíf
einstaklingsins.
Nú má heita svo, að áhrifa
bænda gæti lítið í löggjaíarstarfi
þjóðarinnar, sem einkum stafar af
því, hve fáir bændur voru búnir
að átta sig á því við síðustu kosn-
ingar, hversu mikil nauðsyn það
væri, að þeir mynduðu sjálfir
sterkan ' þingflokk, til sóknar og
varnar, í staðinn fyrir að standa
tvístraðir og skifta sér milli kaup-
staðaflokkanna, þar sem hálauna-
mennirnir ráða mestu.
Það má nú vænta þess, að augu
bænda verði farin að opnast fyrir
því, þegar til næstu kosninga
kemur, hverju máttur samtak-
anna fær áorkað í þessu efni, og
mun Bændabl. gera sér alt far um
að vinna að því, að svomegiverða.
Meðal annars mun því blaðið
leggja mikla áherslu á eftirfar-
andi atriði:
1.  Að efla og styðja einhuga öfl-
ugan Bændaflokk, er standi á
eigin fótum, svo bændur fái á
þann hátt fullkomna aðstöðu til
að taka virkan þátt í flutningi
og afgreiðslu eigin mála á op-
inberum vettvangi, en treysti
ekki um of á föðurlega forsjón
hálaunamanna kaupstaðanna
eða ríkisstjórnarinnar.
2.  Að bændur velji sína alþingis-
fulltrúa úr sinni eigin stétt,
þegar því verður við komið, og
leggi áherslu á að senda þang-
að þróttmikla og sjálfstæða
menn, sem ekki þurfa að
standa upp við aðra þegar þeir
koma á mannamót.
3.  Að bændur hafi meira eftirlit
en verið hefir með þeim mönn-
um, er þeir fela sín þýðingar-
mestu trúnaðarstörf og draga á
þann hátt úr áföllum þeim, er
þeir oft og einatt verða fyrir
vegna ófullnægjandi eftirlits.
4.  Að leita samvinnu góðra
manna, utan bændastéttar, sem
hafa sýnt það í verkinu, að þeir
kunni að meta réttilega störf
sveitafólksins og unna land-
búnaðinum fyllsta réttlætis.
Hvernig blaðinu tekst að leysa
þessi verkefni, er að framan getur
og önnur þau, sem fyrir liggja, er
mest undir yður sjálfum komið,
bændur góðir!
Að svo mæltu' þakka ég öllum
þeim mönnum, sem af velvild og
áhuga hafa veitt blaðinu fjárhags-
legan stuðning og gert því á þann
hátt' fært að hefja nú göngu sína
með sól og sumri.
Fyrir hönd Bændaflokksins í Eyjafirði.
Stefán Stefánsson, Varðgjá.
14. apríl
1931 --1937
í dag eru liðin 6 ár síðan Tkyggvi
Þórhallsson rauf Alþingi íslend-
inga 1931.                i
Ástæðurnar sem lágu til þess
þingrofs eru mönnum enn í fersku
minni. — Þá stóð baráttan um
kjördæmamálið sem hæst. Kaup-
staðaflokkarnir tveir höfðu sam-
einast í kröfunni um að ríra áhrif
sveitanna á þingi þjóðarinnar. Þeir
vildu ekki taka tillit til erfiðleika
dreifbýlisins og þeirrar aðstöðu,
sem það skapar fólkinu í félags-
málum. Þeir vildu láta höfðatöl-
una eina ráða, hvar sem fólkið bjó
í landinu. Til að koma í veg fyrir
þessar ráðagerðir kaupstaðaflokk-
anna var þingrofið 14. apríl 1931.
Það var svar Framsóknarflokksins
við þeim, til að verja réttindi
sveitanna.
II.
Nú er talið að annað þingrof
standi fyrir dyrum. Ennþá er
Framsóknarmaður í forsætisráð-
herrastóli. Hann á að taka ákvörð-
un um það hvort nú verður rofið
þing. En hverjar orsakjr liggja til
þess þingrofs? Stjórnarflokkarnir
segja, að það sé ágreiningur um
Kveldúlfsmálið. Sósíalistar krefj-
ast þess að Kveldúlfur sé gerður
upp. Framsóknarflokkurinn neitar
að verða við þeirri kröfu.
En  hverskonar  fyrirtæki  er
Kveldúlfur?
Dagblað Framsóknarfl. hefir gef-
ið á stjórn hans svofelda lýsingu:
„Mikil laun, oft fyrir enga vinnu,
vaxtalaus lán til að eignast dýr-
ustu íbúðir i bænum, og svo að
segja alt, œtt og óœtt, sem þarf í
heimilið." Þannig nota forstjórarn-
ir þetta fyrirtæki. Og Jónas Jóns-
son segir: „Eg þekki engan heiðar-
legan eða óspiltan mann, sem lœt-
ur sér koma til hugar annað en
skip og eignir Kveldúlfs verði að
fá aðra húsbœndur og aðra stjórn."
Það er til að bjarga þessu fyrir-
tæki, til að halda því undir sömu
stjórn og það hefir nú, sem þingið
vérður rofið, að sögn stjórnar-
flokkanna.
1931 var þingið rofið til varnar
pólitísku áhrifavaldi sveitanna. —
Nú  verður  það  rofið  til  að
bjarga Kveldúlfi frá gjaldþroti.
Þetta eru ólík sjónarmið, en á
_________1. TBL.
þessum 6 árum hafa líka orðið
miklar breytingar á Framsóknar-
flokknum. 1931 voru bændumir í
meirihluta í þingflokki hans.
Hagur sveitanna, völd þeirra og
virðing var þeirra höfuðsjónarmið.
Nú hafa hinir bæjarradikölu haft
völdin í Framsóknarfl. í rúmlega
þrjú ár. Alla þá tíð hafa þeir geng-
ið erindi sósíalista, verið þeirra
skósveinar og þeir hafa farið
þannig með sín völd, að þeir verða
nú að leika þann skollaleik í
Kveldúlfsmálinu, sem orðinn er
lýðum ljós. Fyrir hörku sósíalista
verður Framsóknarfl. að súpa
þann beiska bikar að rjúfa þing og
stofna til nýrra kosninga, til varn-
ar því fyrirtæki, sem hann hefir .
ofsótt og svívirt um langt árabil.
Samkvæmt kröfu sósíalista verður
hann að fórna heiðarleik sínum og
virðingu á altari Kveldúlfsbræðra,
eins og J. J. mundi orða það, ef
um andstæðinga hans væri að
ræða. Fyrir svo ólíklega rás við-
burðanna, gefst þjóðinni líklega
tækifæri til að ganga til kosninga
nú í vor.
III.
Þó að fyrverandi samherja
Framsóknarflokksins, sem stóðu í
fylkingum Tryggva Þórhallssonar
14. apríl 1931, taki það sárt hve
langt sá flokkur er nú leiddur,
þýðir ekki um það að sakast. Þrátt
fyrir þau grimmu örlðg hans mun
Bændaflokkurinn ekki láta merkið
falla, né missa sjónar á því tak-
marki, sem honum er sett. Hann
mun berjast sem heilbrigður, ó-
háður séttarflokkur bænda, sem á
að vera þeim öflug stoð í hinni
hörðu lífsbaráttu á þessum tímum.
stéttarsamtakanna.
Það er skemtileg tilviljun fyrir
Bændaflokkinn að þetta málgagn
hans — Bændablaðið — hefur
göngu sína einmitt í dag — á sex
ára afmæli þingrofsins. Sá atburð-
ur er svo merkur í pólitískri sögu
íslenzkrar bændastéttar, að hans
mun lengi minnst. Hann mun jafn-
an kendur við þann mann, sem
með festu og framsýni hélt þá á
málum bændastéttarinnar, varði
hin pólitísku réttindi sveitanna og
lét á sér brjóta þegar mest á reið.
Það er einmitt í anda hans, sem
Bændablaðið vill vinna. Þeir, sem
að því standa hafa margs að minn-
ast frá samvinnunni við Tryggva
Þórhallsson, og í minningu um
hans djörfu átök og drengilega
starf ganga þeir vonglaðir út í þá
baráttu, sem fyrir höndum er.

,~íh 142456
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4