Þjóðvörn - 09.01.1937, Blaðsíða 1

Þjóðvörn - 09.01.1937, Blaðsíða 1
1. árg. 1. tbl. ] I Reykjavík, 9. jan. 1937. Avaj?]*. Nú á þessum erfiðu tímum, þegar íslenska þjóðin engist sundur og sarnan undan kúgunarvendi vald- hafanna, er ekki vanþörf á því að reynt sé að kryfja til mergjar það moldviðri lyga og blekkinga, sem blöð stéttaflokkanna hafa þyrlað upp til að hylja hina and- legu nekt rauðu böðulstjórnarinnar. Það er farið að koma á daginn, sem íslenskir þjóðernissinnar, fyrstir allra manna, hafa sýnt fram á í ræðu og riti, að stjórn- arvöldin eru nú gripin slíku ofsóknarbrjálæði, að eng- um einstaklingi er þolað að segja sannleikann og fletta ofan af þeim mykraverkum sem unnin eru á bak við tjöldin. Menn eru fangelsaðir og ofsóttir á hinn sví- virðilegasta hátt fyrir það eitt að vera andvígir þeim rauðu glæpahunduin, sem illu heilli hafa stjórnar- tauminn í sínum höndum. Það er traðkað á mál- og prentfrelsislögum undir því yfirskini, að verið sé að vernda lýðræðið (!). Vasabókarmálið þjóðkunna sýn- ir glögt hvað mikið mark er takandi á „lýðræðisápt“ stjórnarflokkanna. Þá sviftu valdhafarnir lýðræðis- grímunni af sér, og sönnuðu alþjóð einræðis- og of- valdistilhneigingar marxismans. Þetta mál, sem var mjög umtalað fyrir skömmu er aðeins byrjun á þeirri ofsóknarherferð sem hafin verður á hendur ö 11 u m andstæðingum rauðu óstjórnarinnar. Marxistarnir hafa rekið sig heldur óþyrmilega á þá staðreynd, að þeir eru að missa ítökin meðal þjóðarinnar. Þess vegna munu þeir, hvað sem það kostar, hanga við völdin, jafnvel þótt það leiði til blóðugrar borgarstyrjaldar. Ef íslenska þjóðin gerir sér þetta ekki Ijóst í tæka tíð, verður hún ofurseld þeim hörmungum og kúgunum sem blóðstjórn bolshivismans hefir leitt yfir Rússland. Það er hægt, þótt seint sé, að slíta hlekki kúgunar- innar af þjóðinni, ef hún sjálf vill reka föðurlands- níðingana af höndum sér. Þjóðin ætti ekki að þurfa fleiri kjaftshögg frá núverandi valdhöfum, til þess að hún vakni og rísi upp sem einn maður, og kasti af sér sníkjudýrum þjóðfélagslíkamans. Eða vill þjóðin bíða eftir því rothöggi, sem hinir marxistisku ofbeldis- menn eru að undirbúa sig með? Það er þjóðin, en ekki rauðu sníkjudýrin, sem á að slá fyrst. Fyrir því höggi munu marxistar falla, og aldrei standa upp framar. Stéttarsundrungin er lífsnauðsyn fyrir marxismann. Með henni stendur og fellur rauða stjórnin og leigu- þý hennar. Það er því eitur í beinum valdhafanna, ef að einhver flokkur vinnur að einingu þjóðarinnar. Flokkur þjóðernissinna hefir með takmarkalausri fórnfýsi barist fyrir sameiningu þjóðarinnar, og er því eðlileg sú hræðsla, sem nú einkennir alla starfsaðferð- ir hinna marxistisku glæpaklíku. Aldrei munu hinir fórnfúsu ættjarðarvinir gefast upp, enda þótt það kosti þá frelsisskerðingu eða annað verra. Blaðið Þjóðvörn mun kappkosta að berjast fyrir sigri sannleikans. Það mun vægðarlaust fletta ofan af mykraverkum þjóð- níðinganna, og gerast málgagn þeirra manna, sem vilja í orði og verki segja niðurrifsmönnunum stríð á hend- ur. Til baráttu fyrir heill lands og lýðs! Þjéðiröm. Þetta blað, sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir augu lesenda, á að vera málgagn allra þeirra, sem berjast vilja af heilum hug móti marxisma og afturhaldi. Það er annað stjómmála- blað til hér á landi, sem af heilum hug berst gegn íslenslt- um ófremdaröflum, og það er málgagn flokks Þjóðernis- sinna, fsland. Blaðið Þjóðvörn vill taka undir með íslensk- um þjóðernissinnum, og láta hið öfluga kjörorð þjóðernis- stefnunnar: fslandi alt! lieyrast um landsbygð alla. Það má til sanns vegar færa, að „aldrei verður góð vísa of oft kveð- in“,. og sá kraftur, sem felst í kjörorði þjóðernissinna, á að koma fram í sem mestum blaðakosti, sem eingöngu tekur sér sannleikann í munn, og lætur hann bergmála jafnt í yztu annesjum og afdölum sem í höfuðstað íslands. Öll þau blöð, sem stéttaflolckarnir liafa til umráða, eru að miklu leyti kost- uð af erlendum fjármagni, sem er að reyna að ná fótfestu hér á landi. Flokkur Þjóðernissinna („auðvaldsflokkur-' inn“(!)), gefur blöð sín út á eigin kostnað, og koma þau því bæði sjaldan og lítil út. En það, sem þau segja, hefir þó haft þær afleiðingar, að hin seku stjórnarvöld liafa gert annað þeirra upptækt í eitt sinn, aðeins vegna sannleiksástar þess. Sannleikurinn hefir löngum átt erfitt uppdráttar i þessum heimi, og þeir, sém liafa fylgt honum að máli, verið ofsóttir við öll tækifæri. En sannleikurinn mun ávalt sigra að lolc- um, og í þeirri sannfæringu er þetta blað gefið út, ef það mætti verða þeim mönnum liðsauki, sem eru hans megin. „Þjóðvörn“ er algjörlega óliáð flokki Þjóðernissinna, fjár- liagslega séð. Sömuleiðis er það gefið út á ábjægð útgefanda, en engra annara. Það mun lialda sér við þá stefnu, að fletta ofan af öllum þeim, sem gerst liafa föðurlandssvikarar og verkfæri erlendis fjármagns. Ekki er ákveðið, hversu oft blað- ið mun koma út, og fer það eftir getu útgefanda, sem eru öreigar í efnalegum skilningi. Það er ósk og trúa þessa blaðs, sem, eins og nafnið bendir til, á að vera tæki þeirra, sem vernda vilja þjóðina fyrir erlendum og innlendum kúgur- um, að útbreiðsla þess verði mikil, svo að það verði sem áhrifaríkast í baráltunni um velferðar- og framtíðarmál þjóð- arinnar. ÍSLANDI ALLT!

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/655

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.