Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 1

Bókablaðið - 02.12.1932, Blaðsíða 1
SBófcaöfaðið Reykjavík, Desember 1932. 4 fKLAL ;)v~ KRISTMANN GUÐMUNDSSON Eftir GUÐMUND GÍSLASON HAGALÍN. Kristmanii tíuðmundssoii fór 24 ára af landi burt og- settist að í Noregi. Hann átti hér einkis úrkosta. Iíann fékk hér ekki einu sinni þá fræðslu, sem hann þurfti, til að geta notið liæfileika sinna. Atta ár eru síð- an Kristmann fór af landi burt, og nú er svo komið, að hann er stórfrægur maður á Norðurlöndum og orðinn allmikið kunnur út um heiminn. Sem bláfátækur og lítt upp- fræddur piltur kom hann til Noregs — og liefir nú skril'að 7 bækur, sem liafa hlotið mikið lof og kynnt land hans og þ.jóð \ íðs- vegar út um liina menntuðu veröld. Slíkur maður liefir hlotið svo mikið af starfsþreld og skapandi gáfum í vöggugjöf, að það hefði borgað sig fyrir íslcnzku þjóðina, að lögð hefði verið rækt við liann sem barn og ungling. Fyrsta bók Kristmanns var Islenzk ást, smásögur, sem þegar vöktu á lumum athygli. Sú bók kom út árið 102(1, og síðan liefir kom- ið út eftir hann bók á hverju ári. Brúðar- kjóllinn kom mest á eftir Islenzkri ást, stór saga úr sveit hór á landi; gamalt og nýtt sýnt í skýru l.jósi. El'tirtektarverðasta per- sónan er Björn á Laxá, maðurinn, sem lifir í endurminningu íslenzkrar gullaldar, en dreymir sig frá frainkvæmdum og veruleika. ]>á er Ármann mj Vildís, saga, er gerist á berklahæli (Vífilsstöðum). Þar er Vildís minnisstæðust, en unnars er allur blærinn yfir bókinni óglcymanlegur. Næsta bókiw af 'lienni er Sigmar, sem er veilli saga sem var Morrjunn Ufsins, með sínum ágætu mannlýsingum og mikla ghesileik. Framhald listaverk, en pryðilega skrifuð á kiiflum og í lienni ýmsar ágætar lýsingar. Blán strönd- in er sjálfslýsing, og er þar ýmislegt, sem er vert að gefa gaum, en aftur virðist sem höfundurinn vari sig ekki á |)ví< að það, sem iiefir verið í hans angnm áhrifaríkt og merki- legt og gæti verið það í æfisögu, skapar ekki nóga stígandi í skáldsögu, sem fonnuð er á venjulegan hátt. Seinasta bók Krist- manns er HelgnfeU, saga frá hmdnámstíð. Saga |)essi er stærsta skáldrit Kristmanlis, og eru margar lýsingarnar á mönnUm, at- burðum og náttúru lslauds og Noregs eitt- livað það’ stórfeldasta, sem Kristmann hefir skrifað. I>að er reynsla mín sem bókavarðar, að varla sé nokkur höfundur, sem sé at svo mörgnm og misjöfnum mönnum jafnmikils metinn sem Kristmann. Nú eru bækur lians þannig, allflestar, að þær fara livorki vel né 'illa, eftir því sem kallað er. En jafnvel ])að fólk, sein krefst- þess, að sagan fari vel, les bækur Kristmanns af mestu ánægju — og liitt, sem metur mest list í orðavali, per- sónulýsingum og framsetliingu, sýnir honum yfirleitt sömu rækt. Og livað er það svo, sem gerir lninn svona almennt ástsælan rit- höfund? Lífið er fullt af fjölbreytni. Murgvísleg- um gróðri skýtur livarvetna upp, og örlög jians eru líka hin margvísleg'ustu. Alenn liafa misjafnt auga fyrir þessari fjölbreytni og suina ergirhún, nf því að þeiiu finnst hún ekki rúmast innan þéirrar þröngu utngerð- ai', sem þeirra dómgreind og skilningur liet'- ir skapað sér utan um tilveruna. En Krist- manni er hún unun og lífsuppfylling, og það verður lionum hið mikla hlutverk, að láta liana njóta sín sem bezt í skáldritum hans. Fjölbrevtni, litríki og líf er honum allt. Þess vegna liefir hann flestum eitthvaö að bjóða. Hann lifir sig inn í atburðina, hvers eðlis sem þeir eru og hvern svip sem þeir bera, og innlifun hans og' frásagnarfjör skapar spenning. Hann tekur ti! meðferðar fólk af öllu tæi, kouur sem karla, ríkt og' fátækt, heimskt og viturt, veikt og sterkt, geðslegt og ógeðslegt. Ollu gerir hann því þau sömu skil, að blása í það lífi, láta les- andann sjá það, heyra það tala, finna það hryggjast eða gleð.jast... Og svo lætur liann okkur oftast sjálf um að draga ályktanir af ])\'í, sem við höfum séð og heyrt, treður sjaldan upp á okkur einu eða neinu. Og þetta geðjast fólki yfirleitt jafn vel eins og því fellur illa, að tekið sé í evrað á því og' sagt: Komdu með mér! Eg skal sýna ]>ér allan sannleikann. Eg liefi hann í öskju, seín eg fékk frá Gyðingalandi, Danmörkn, Ítalíu eða Rússlandi....... Þá er það, að varla liefir nokkur skáld- sagnahöfundur gefið eins fjölbreyttar, fagr- ar og litríkar lýsingar af íslenzkri náttúru eins og Kristmann. Hann lýsir landúiiu méð því viðkvæmniblandna ástríki, er lieimþráin skapar, lýsir því í suinar- og vetrarbúnaði, í logni og storini, frá jöklum og út á miðin. Og loks er að geta þess, að mál hans og st.íll er, þegar lionum tekst bezt upp: skýrt og skiljanlegt hverjum og einum, en þrótt- mikið, fjölbrevtt, tindrandi litríkt, ljúft og innilegt, allt eftir því, sem við á efnið. Og jafnvel þeir, sem bera minnst skyn á slíka kosti bóka, hrífast af snilld lians. Hann liefir getið sér því nær ótrúlega mikið lof erlendis, og nú, þegar byrjuð er út- gáfa á sögum lians á íslenzku, mun hann geta sér það eins hér. Þær munu verða flestum bókum ástsœlli af öllum þorra manna. ísafirði, 2. des. 1932.

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/688

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.