Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżir tķmar

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżir tķmar

						1. TBL.
LAUGARDAGINN 9  ÐES. 1939
1. ARO.
NelPi hlutl
Meiri hluti miðstjórnar Sam-
einingarflokks alþýðu Sósíalista-
flokksins hefur nú sagt sig úr
flokknum. Varð það með þessum
hætti:
Síðan þýzk-rússneski griðasátt-
málinn var gerður í haust og
Þjóðverjar hleyptu litlu síðar af
stað styrjöld í Norðurálfu; hefur
verið ágreiningur uppi um af-
stöðu flokksins til viðburðanna er
lendis. Þessi ágreiningur hefur
mjög hamlað öllu starfi flokksins
út á við ,auk þess sem afstaða
aðalblaðs flokksins hefur verið
með þeim hætti, að vonlaust var
að flokkurinn gæti áunnið sér
samúð, stuðning eða fylgi utan
vébanda sinna. Tteynt var þó með
ýmsum ráðum að jafna ágrein-
inginn innan flokksins, og fullri
uppgerð deilumálanna frestað
bæði af því að ekki var ágreining-
ur um innanlandsmál, og margir
vonuðust eftir því, að mál mundu
fá nýtt viðhorf og sjónarmið mæt-
ast, er stundir liðu, enda átti
flokksstjórnarfundur að jafna á
greininginn. En hvorttveggja varð
að engar varanlegar fullnaðar-
sættir gátu tekizt og nýir atburð-
Ir urðu til þess eins að auka á-
greining. Að lokum varð um af-
stöðuna til rússnesk-finnska
stríðsins þvílíkur ágreiningur, að
okki varð undan því komizt, að til
átaka kæmi, þar sem öðru hvoru
varð að fórna, málum flokksins og
sa~nbandinu við fólkið eða fylgi-
mennsku við ráðamenn Sovétríkj
anna. Á fundi miðstjórnar flokks-
ins laugardaginn 2. des. sl. bar
formaður flokksins Héðinn Valdi-
Blaðlð
i
Blað þetta gefum við út
til þess eins að gera grein fyriij
úrsögn okkar úr Sameiningarflokkí
alþýðu — SósíalistafLokknum. Er^
pó að ekki sé endanlega gengið frá
undirbúningi útgáfu blaðs af okkar
hálf u, verður pess ekki langt að bíða,
en vitanlega þarf slfkt allmikils und
irbúnings. Við höfum óskað pess
að fá rétt til að taka upp útgáfá
Nýs lands, sem frá var horfið í
haust. Pann rétt verðfetn við að
sækja unair núverandi srjóm Sósial
istaflokksins, sera á það blað og
Jéttinn til að gefa  það  út.
Undirbnningur verðnr haiinn nm ný
vólitísk samtök.
marsson  fram  svohljóðandi  til-
lögu:
„Miðstjórn Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins á-
lyktar að lýsa samúð flokksins
með finnsku þjóðinni og baráttu
hennar fyrir sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétti gegn árás þeirri,
er gerð hefur verið á hana af nú-
verandi stjórnendum Sovétlýðveld-
anna og herafla þeirra og telur
árás þessa um leið vera árás á
finnsku verkalýðshreyfinguna og
brot á grundvallaratriðum sósíal-
istiskra baráttuaðferða.
Miðstjórnin felur ritstjórum
flokksblaðanna að stjórna þeim
samkvæmt þessu og formanni
flokksins   að  birta  yfirlýsingu
I  I                                    ¦.¦¦.¦IIMII.P    ......M»l   II
þessa í þeim og útvarpinu nú þeg-
geirsson, Ársæll Sigurðsson, Guð-
brandur Guðmundsson, Sigfús Sig-
urhjartarson. Báðum tillögunum
var áfrýjað til flokksstjórnar og
fór atkvæðagreiðsla innan hennar
fram sl. sunnudag þannig að að-
altillagan var felld með 18 atkv.
gegn 14, en 1 greiddi ekki atkvæði
' og rökstudda dagskráin  var sam-
þykkt með sömu atkvæðatölu.
Engu hefur síðan verið breytt
til um útgáfu Þjóðviljans og eng-
inn miðstjórnarfundur haldinn, en
í fyrradag sagði meirihluti mið-
stjórnar sig úr miðstjórn og úr
flokknum með eftirfarandi bréfi:
Bréf meíirí hluta míðstjórn~
arínnar.
ar
í lok umræðna bar Sigfús Sig-
urhjartarson fram svofellda til-
lögu:
,,Þar sem augljóst er, að sam-
þykkt eða höfnun framkominnar
tillögu frá H. V. mundi þýða að
flokkurinn klofnaði, og þar sem
fullkomin eining er ríkjandi innan
flokksins um innanlands pólitík
telur miðstjórnin rétt að blöð
flokksins og flokkurinn út á við
gæti hlutleysis um frásagnir um
styrjöldina milli Finna og Rússa
og tekur fyrir næsta mál á dag-
skrá".
Þessi dagskrártillaga var felld
imeð 6 atkvæðum gegn 5 í mið-
stjórninni en aðaltillagan sam-
þykkt með sama atkvæðamun
Þessir 6 menn voru Héðinn Valdi-
marsson, Arnór Sigurjónsson, 01-
afur Einarsson, Pétur G. Guð-
mundsson, Þorlákur Ottesen, Þor-
steinn Pétursson, en hinir 5 voru:
Brynjólfur  Bjamason,  Einar Ol-
Þegar gengið var til stofnunar
Sameiningarflokks alþýðu — Sósí-
alistaflokksins, af hálfu vinstri
arms Alþýðuflokksins og Komm-
únistaflokks Islands, var það gert
á grundvelli sameiginlegrar stefnu
skrár, sem að mestu var sniðin eft-
ir stefnuskrá norska Verkamanna-
flokksins, og ætlazt var til, að sam
einað gæti alla íslenzka sósíalista í
einum sósíalistiskum lýðræðis-
flokki, óháðum öllum öðrum en
meðlimum sínum, íslenzkri alþýðu
Flokkurinn skyldi vera utan al-
þjóðasambanda, en hafa vinveitta
afstöðu gagnvart' alþýðuflokkun
um hvarvetna erlendis og þó
sérstaklega á Norðurlöndum og
starfsemi alþýðunnar innan Sovét-
lýðveldanna að skapa þar sósíal-
istiskt þjóðfélag. Hinsvegar var
það skýrt tekið fram, að hlutverk
flokksins og alþýðunnar hér á
landi væri að skapa sósíalistiskt
þjóðfélag á þeim grundvelli, sem
hér væri fyrir hendi, jafnframt
því sem hvarvetna í stefnuskránni
var lögð rík áherzla á grundvöll
lýðræðis, flokkslega, þjóðlega og
alþjóðlega og á frelsi og lýðrétt-
indi smáþjóðanna, enda eigi ís-
lenzka þjóðin sjálfstæði sitt, menn
ingu og öryggi undir því.
Þenna grundvöll undir flokks-
stofnuninni álitum við nægilega
öruggan, ef af alhug og einlægni
væri unnið af allra hálfu og allir
sósíalistar gætu þá starfað innan
siokksins. 1 aðalatriðum hefur það
sýnt sig þann tíma, sem flokkur-
inn hefur starfað, að einmitt þessi
grundvöllur hefur reynzt hinn
bezti, en er frá honum hefur verið
vikið, hefur flokksstarfið reynzt
ónýtt eins og nú í haust.
t upphafi var að vísu nokkurs
jafnvægis gætt milli hinna tveggja
arma, sem til samstarfs gengu, um
framkvæmdastöður, ritstjórn o. s.
frv. innan flokksins, en þó var því
fljótt  hætt,  bæði vegna þess  að
í samstarfinu kom fram að fjölda-
margir menn, sem komu úr Komm
únistaflokknum, vildu af fullri ein
lægni  fylgja grundvelli flokksins
með  hinum  sósíalistunum,  sem
komu úr  Alþýðuflokknum,  auk
þess mátti búast við, ef á annað
borð hæfist matningur um yfirráð
flokksins, þá mundi friðnum slitið
innan hans, og gæti þá ekki mynd-
ast hinn nýi og óháði flokkur, sem
Ftefnt var að. Síðari hluta ársins
hefur það stöðugt orðið berara að
meðal nokkurra aðalforustumanna
hins   gamla  Kommúnistaflokks
hefur verið tekin upp algerlega ný
stefna og vinnuaðferðir, sem ekki
varð vart við í fyrstu,  enda þótt
fram hafi komið á ýmsan hátt, að
fyrir þessum mönnum hafi þegár
við stofnun flokksins ekki vakað
stofnun nýs og óháðs flokks, held-
ur að gamli  Kommúnistaflokkur-
inn yfirtæki þenna flokk.  Manna-
skipti í ábyrgðarstöðum hafa öll
átt sér stað á eina leið, þannig að
ýtt hefur verið út þeim, sem ekki
hafa  fylgt  réttlínupólitík,  og er
þannig  komið,  að enginn blaða-
maður  flokksins getur talizt full-
trúi hinna fjölmörgu flokksmanna
sem  slíkum  starfsaðferðum  eru
andstæðir.  Samhliða  breytingun-
um  á  utanríkispólitík  Sovétlýð-
yeldanna hafa flokksblöðin tekið á
sig  þann svip að telja mætti að
flokkurinn sem heild,  þvert ofan
í stefnuskrá sína,  fylgdi þessari
stefnu í alþjóðamálum, og svo fast
hefur þetta mál verið sótt, að harð
fylgi miðstjórnnr flokksins hefur
þurft við til að fá öðruvísi grein
ar  inn í blaðið, að undahtekinni
einni  grein frá formanni flokks-
ins.
Okkur, er Drðið það ljóst, að
nokkur hluti forustumanna gamla
Kommúnistaflokksins, sem komizt
hafa í trúnaðarstöður Sameining-
arflokks alþýðu hafa ekki gengið
til samstarfs í einum flokki af
einlægni, heldur hafa þeir notað
sér það, að við höfum sýnt þeim
fullt traust og aðstöðu innan
flokksins til að breyta svip hans
frá grundvellinuin þannig, að hanu
lagist eftir stefnu og geðþótta nú-
verandi valdhafa Sovétríkjanna í
hvert sinn, en ekki eftir óskum og
þörfum íslenzkrar alþýðu og hafa
fórnað hagsmunamálum hennar í
innanríkismálunum, fyrir það að
verja málstað hinnar breyttu ut-
anríkispólitíkur Sovétlýðveldanna.
Þetta er ekki einungis gagnstætt
grundvelli flokksins og stefnuskrá
og óþolandi yfirgangur gagnvart
miklum hluta flokksmanna, heldur
fyrirbyggir að flokkurinn geti orð-
ið sameiningarflokkur íslenzkrar
alþýðu. Þess er engin von, að sá
flokkiu', sem hefur að leiðar-
stjörnu utanríkispólitík Sovétlýð-
veldanna, breytilega eftir aðstöðu
þeirra einna og nú jafnvel stór-
veldissinnaða og yfirgangssama
gtii sameinað íslenzka alþýðu und-
ir merki sínu og fylkt henni sam-
einaðri til 1 aráttu og enn síður að
það yrði henni til farsældar. Krafa
ok;íar nú sem fyrr er að forustu-
flokrur alþýðunnar sé engum háð-
ur öðrum en fslenzkri alþýðu og
vinni fyrir hana.
Þá eru nú, vegna valdaaðstöðu
þessara rnanna innan flokksins
svo að segja daglega brotin mörg
stefnuskráratriði hans. 1 stað bar-
áttu gegn fasisma og stríði og fyr-
ir H:mivinnu og samfylkingu allra
lýðræðisafla og lýðræðisþjóða, er
snúizt til að lýsa skilyrðislausri
blessun yfir griðasamningum og
."afnvel bandalagi við hið nazist-
iska Þýzkaland um gagnkvæma
landvinninga, árásarherferðir tald-
ar eðlilegar, ef þær koma frá Sov-
étlýðveldunum, og í stað þess að
rísa upp gegn kúgunartilraunum
stjórnenda Sovétlýðveldanna við
hina finnsku þjóð og verklýðs-
hreyfingu, er þeirri kúgun fært
allt til málsbóta, þrátt fyrir það
hættulega fordæmi, sem slíkt gef-
ur um •sjálfstæðismál íslenzku
þjóðarinnar og þrátt fyrir alla
stefnuskrá flokksins í þessu efni.
Við eruni þess einnig fullvissir af
un'iræðum um þessi mál við ýmsa
þá menn, sem eru valdandi þess-
Framhald á 4. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4