Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Birtir aš degi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Birtir aš degi

						1. tbl.

Blað Nemendafélags Iðnskólans í Reykjavík

1938

AVARP

»Birt4r að degi« er gefið út af N emendaf clagi Iðn-

skólans í Reykjavik, og er tilgangurinn með útgáfu

þess, að nemendwr skólans geti fengið œfingu í að

rœða áhugamái sin, án þess að> þau séu »pólitiskt«

lituð, eins og átt heftr sér stað með það blað, sem áð-

%r hefir verið gefið úfc í skólanurm.

Þar sem töluver&nr kostnaður er við útgáfu blaðs-

ins, verður ekki hœgi að ákveða, hwe oft það kemur

út hvert skólaár, on við munum reyna að láta það

koma eins oft ut og frekast er unnt.

Ritstjórn, blaðsins er reiðubúin til að birta grein-

ar eftir n&mendur skólans, og vperi æskilegt að þeir,

sem hefðu áihuga fyrir blaðinu, sendi greinar síivar

sem fyxst til ritnefndarinnar.

Vel má vera, <að sumwm- nemendum skólans þyki

of mikið af því góðay er nýtt hlað hefur göngu sína

í skólanum, og spyrji: »Er ekki nóg að hafa eitt skóla-

l$að?<<L Jú, vissulega dugar eitt skóiablað, ef nemend-

ur hefðu jafnan rétt til að rita í það um áhugamál

sín, en nemendum er kunnugt um, að svo hefir ekki

v&rið með það blað, sem áður hefir komið út í skól-

anmn.

Það hlýtwr að vera nemendum skólans kappsmál,

að efla og styrkja þctta blað og senda því greinar um

áhugamál sín, þar sem það berst fyrir góðu og heil-

brigðu félagslifi iðnnema.

Það getur verið gott, að hafa kynnt sér hinar ýmsu

stefnur stjómmálaflokkanna í þessu landi og fylgja

svo fram þeirri stefnu, er maður álistwr bezta og rétt-

asta, en það er óþarfi að gera ]mö við hvert tœkifœri,

og það hefir sýnt sig, að áköf »póUtik« í skólum, spill-

ir ávalt góðu félagsHfi. Þess vegna vill Nemendafélag

Iðnskólans og málgagn þess sem mest forðast póli-

tískar iild&ilut.

Eg vona að blaðinu verði vei tekið i skólanum, og

að það verði Nemendafélaginu og skólanum til sóma.

Ritstj.

SKÍÐAFERÐIR

Eitt af áhugamáJum Nemendafélags Iðnskólans

eru iskíðaferðir, sem félagið vill reyna að stofna til

í vetur. Er meining-in að fara annanhvern aunnudag

eða eftir því hvernig færð og" færi. er í hvert skipti.

Ekki verður bundið við að fara alltaf á sama stað,

heldur að heimsækja skíðaskála íþróttafélaganna til

skiptis, eftir því hvar snjór er beztur. Félagið mun

útvega bifreiðar eins; ódýrt og hægt er.

Þeir nemendur, sem áhuga hafa á skíðaferðum,

ættu að athuga þetta og reyna að útvega ,sér skíði,

fyrir hverja ferð, ef þeir ekki eiga þau. Farið

verður við fyrsta tækifæri, og væri æskilegt að sem

flestir gætu farið m.eð.

Skíðaíþróttin er mjög holl og skemmtileg íþrótt, og

nauösynleg öllum, jalnt körlum sem konum, þó sév-

staklega þeim, er stunda innivinnu, eins og meiri-

hlutinn af iðnnemum gerir.

Því skulum við styðja þetta góða málefni Nemenda-

félagsins, og sækja skíðaferðir þess> sem auglýstar

verða í skólanum meo nokkurra daga fyrirvarai. Þar

veiður tekið fram, hvert farið verður og hvernig

hverri ferð verður hagað.

Þetta ættu að geta orðið mjög skemmtilegar ferð-

ir, þar sem nemendur geta skemmt sér saman og

kynnzt betur hvorum öðrum en ella. Því skulum

við stefna að því, að fara eina oft í skíðaferðir og

kostur er.

Pétur Hjaltested.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4