Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Berklavarnablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Berklavarnablašiš

						I. ARGANGUR.

rklavarnablaði

Útgefandi:  Félagið  „Sjálfsvörn" Kristneshæli, deild úr S. í. B. S.

1. tbl.

Jóhann J. E. Kuld:

Samband Islenzkra Berklasjúkl-

inga og tilgangur þess.

Vorið 1938 var orðinn ríkjandi

almennur áhugi meðal sjúklinga

hér á Kristneshæli fyrir því, að fá

í gegn ýmsar réttarbætur til

handa berklasjúklingum almennt,

og jþá sérstaklega þeim sjúkling-

um, er útskrifast af hælunum en

hafa ekki nauðsynleg skilyrði til -

þess að geta haldið þeirri heilsu,

sem náðst hefir, oft með langri

hælisvist. Þetta varð svo til þess,

að þriggja manna nefnd var kosin

hér á almennum fundi meðal

sjúklitiga, sem skyldi vinna að úr-

bótum í þessu máli.

23. maí um vorið átti svo þessi

nefnd langt viðtal við landlækni

um þessi mái. Hann viðurkenndi,

að ýmsu væri enn ábótavant í

berklavarnármálunum hér á landi,

en taldi jafnframt eðliiegast, að

tillögur til úrbóta kæmu frá

berklasjúklmgunum sjálfum. 13.

júní skrifaði svo nefndin bréf til

sjúklinga á berklahælunum sunn-

anlands, þar sem túlkað var við-

horf sjúklmganna hér til þessara

mála. í þessu bréfi var gerð til-

laga um stofnun landssambands

berklasjúklinga. Fékk hún ein-

róma fylgi meðal sjúklinga á hæl-

unum sunnanlands, enda kom það

skýrt fram í bréfum frá þeim, að

þeir höfðu sama viðhorf til þess-

ara mála og við. Sjúklingar á Víf-

ilsstöðum höfðu áður en þeir

fengu bréf okkar, leitað til heil-

brigðimálaráðherra tvívegis og

farið fram á það, að öryggi út-

skrifaðra berklasjúklinga yrði bet-

ur tryggt en nú er. Þegar hér var

komið, var kosin allsherjarnefnd á

hælunum sunnanlands, er hafði

með höndum undirbúning undir

stofnun sambandsins, í samstarfi

við nefndina hér.

Stofnþing Sambands íslenzMa

Berklasjúklinga var svo haldið að

Vífilsstöðum dagana 23.-24. okt.

síðastl. og mættu þar fulltrúar frá

sjúklingum á öllum hælunum. Á

þessu þingi voru samþykkt lög og

stefnuskrá fyrir sambandið, og

ýmsar aðrar ráðstafanir gerðar.

Nú eru starfandi inhan sambands-

ins félög sjúklinga á öllum hælun-

um og auk þess félög í Reykjavík,

Vestmannaeyjum og víðar. Á

þessu ári munu svo verða stofnuð

enn fleiri félög, sem deildir í

sambandinu. Tilgangur S. í. B. S.,

sem er skammstöfun á nafni sam-

bandsins, er að vinna að því, að

komið sé upp svo öruggum

berklavörnum, sem heilbrigði-

þekking á hverjum tíma krefst og

hagur þjóðarinnar leyfir. Að al*

menn fræðsla um þessi mil verði

stórum aukin frá því sem nú er,

að sett verði lög er tryggi öryggi

útskrifaðra berklasjúklinga, þann-

ig, að þeim verði hjálpað til að

komast að léttum störfum við

þeirra hæfi, bæði hjá ríki, bæjar-

og sveitarfélögum og svo hjá ein-

staklingsfyrirtækjum.

Að núgildandi berklalöggjöf

verði breytt þannig, að rxkið

greiði allan beinan sjúkrakostnað,

en hið svonefnda krónugjald falli

niður.

í sem f æstum orðum sagt, er til-

gangur S. í. B. S. sá, að vinna öll-

um þeim málum sem mest og bezt

gagn, er miða að auknum og full-

komnari  berklavörnum.   Og   í

þeirri baráttu vill sambandið nú

leggja höfuðáherzluna á það, að

fá tryggða fjárhagslega lífsaf-

komu sjúklinganna, eftir að þeir

útskrifast af hæiunum, fyrst og

fremst með atvinnu við þeirra

hæfi og í versta tilfelli með bein-

um styrkjum úr ríkissjóði. Á

meðan berklavarnarstarfi ríkisins

er ekki beint inn á þessa braut,

þá sjá allir, sem einhvert skyn

bera á þessi mál, að berklavarn-

irnar hljóta alltaf að verða kák að

meira eða minna leyti. Sambandið

telur það eina af sínum brýnustu

skyldum, að taka höndum saman

við læknastétt og heilbrigðistjórn

landsins í baráttu og starfi fyrlr

því, að þessum málum verði kom-

ið á öruggan grundvöll. Berkla-

sjúklingar, hvar sem þið búið á

landinu, myndið ný sambandsfé-

lög þar sem þau eru ekki enn

stofnuð. Sameiginlegt átak allra

velunnara þessa máls þýðir sigur.

Jónas Rafnar:

Eftir hælisvistina.

Það hefir verið og er enn næsta

algengt, að berklasjúklingar eru

tregir til þess að taka sér hælis-

vist, og vandamenn þeirra taka

stundum í sama strenginn. Þeim

finnast líkindin fyrir afturkomu

frá hælunum vera svo lítil, að

þessi ráðstöfun stappi næst dauða-

dómi. Þetta er þó ástæðulítið, því

að mikill meirihluti sjúklinganna

fær þann bata, að þeir koma aft-

ur heim allhressir. Má gera ráð

fyrir, að 4/5 til 9/10 komi aftur, en

tölur þessar fara aðallega eftir

því, hvort hælin eru aðeins ætluð

batavænlegum sjúklingum eða

jafnframt ætlað að vera almennir

berklaspítalar. Þegar litið er á

þetta atriði eitt, verður því ekki

sagt, að horfurnar séu óvænlegar.

Flestum sjúklingum leiðist í

hælunum og verða þeirri stundu

fegnastir, er þeir sleppa þaðan.

Það er von að svo sé. Þar er hver

dagurinn öðrum líkur, lækninga-

tilraunir fáar, sífelldar reglur að

rækja um göngur og legur, bat-

inn seinn á sér, og enginn kann að

segja, hvenær lausnardagurinn

muni renna upp. Að vonum hugsa

vandamenn sjuklingsins líkt og

hann sjálfur. En þrátt fyrir alla

annmarka hælisvistarinnar, er

það þó ekki ofsagt, að þegar henni

sleppir, er mikill vandi lagður á

herðar sjúklingnum sjálfum,

vandamönnum hans og þjóðfélag-

inu. Þessir þrír aðiljar verða þá að

taka höndum saman og gæta þess,

sem unnið er, því að annars fer

oft og tíðum svo, að fenginn bati

fer forgörðum og tímaf fyrirhöfn.

og fé er á glæ kastað. Mönnum er

þetta efni yfirleitt ekM eins ljost

og það þyrfti og ætti að vera, og

þess vegna verður farið um það

nokkrum orðum.

Sumum  sjúklingum  hættir til

þess að telja sig miklu hraustarí

en þeir eru í raun og veru, þegar

þeir fara af hælinu. Það er jafn-

vel ekkert einsdæmi, að sjúkling-

ur segi sem svo, að þegar hann sé

sloppinn af hælinu, skuli hann

víst ekki vera að draga af sér, því

að öll varasemi sé gagnslaus. En

breyti hann eftir þessari reglu, þá

á hann meira á hættu en hann

gerir sér grein fyrir. Það er svo

sem auðvitað, að það er þreytandi

að þurfa að gæta varasemi mán-

uðum og jafnvel árum saman,

ganga sig ekki móðan, reyna ekki

svo á sig, að hjartsláttur komi,

hafa daglega hvíldarstund o. s.

frv., en hjá þessu verður oft og

einatt ekki komizt, ef vel á að

fara, Það eru sönn orð, sem höfð

eru eftir þekktasta berklalækni

Dana, en þau eru þessi: Sá, sem

einu sinni hefir verið berklaveik-

ur, má aldrei gleyma því aftur.

Vandamenn sjúklinganna þarf

sjaldan að áminna um það, að

láta ekki sitt eftir liggja til þess

að fenginn bati haldist. Þeir gera

það af fusum vilja og oft um efni

fram. En þeim er nauðsynlegt að

standa í stöðugu sambandi við þá

lækna, sem kunnugastir eru og

njóta ráða þeirra bæði um með-

ferð sjúklingsins og ekki síður til

þess að koma í veg fyrir að fleiri

sýkist í fjölskyldunni

Þá er röðin komin að þeim að-

iljanum, sem stærstur er og marg-

ur sjúklingurinn verður að leita

(Framh. á 3. síðu).

Jóh. Þorkelsson:

Heilsuverndarstöð Akureyrar,

sem starfar ennþá sem komið er,

eingöngu að berklavörnum, hóf

starfsemi sína 15. júlí 1938. Starfs-

fólk stöðvarinnar er: yfirlæknir

heilsuhælisins í Kristnesi, héraðs-

læknirinn á Akureyri og 1 hjúkr-

unarkona.

Stöðin hefir haft opið 2var í

viku, á þriðjudögum og föstudög-

um, frá kl. 2—i e. h. eða lengur

eftir því hve miMð hefir verið að

gera.

Á þessum dögum hefir stöðin

teMð á móti og rannsakað þá

sjúMinga, sem sendir hafa verið

til hennar af læknum, eða sem

stöðin sjálf hefir stefnt til sín

vegna gruns um berklaveiM, eða

smitun frá sjúklingum, sem fund-

ist hafa með smitandi berkla.

Tvennt hefir það verið, sem taf-

ið hefir mjög og hindrað starf-

semi stöðvarinnar. í fyrsta lagi, að

rannsaka þarf sjúMingana í hús-

næði þvi er stöðin hefir leigt á

Ráðhusveg 1 en gegnlýsa og rönt-

genmynda þá á sjúMahúsinu, og

verður þetta til þess að sjúkling-

arnir þurfa að Wœða sig 2var úr

og í aftur. Þá verða þeir sem

fyrstir mæta á stöðina oft að bíða

all-lengi eftir gegnlýsingu, þar eð

ekki er hægt að byrja á gegnlýs-

ingu fyrr en loMð er öðrum rann-

sóknum á öllum þeim sjúMingum,

sem koma þann daginn.

í öðru lagi eru röntgentæM

sjúkrahússins fremur léleg og

alltaf annað veifið að bila, svo að

stundum verður að hætta við gegn-

lýsingu þótt eftir sé að gegnlýsa

marga sjuklinga, og verða þeir þá

að koma aftur síðar til að fá þetta

gert. Þetta er mjög bagalegt bæði

fyrir læknana og sjúMingana.

Vonandi fæst ráðin bót á hvoru-

tveggju þessu í haust, er stöðin

flytur inn í hina nýju sjúkrahús-

byggingu þar sem einnig verða ný

röntgentæM af nýjustu og beztu

gerð.

Starfssvið stöðvarinnar er fyrst

og fremst að leita uppi sjúMinga

með byrjandi berMaveiM og koma

þeim til la^kninga á heilsuhæli

eða annarstaðar, áður en sjúk-

dómur þeirra kemst á það stig, að

(Framii. á 3, síðu).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6