Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Félagsblaš ķžróttafélags Reykjavķkur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Félagsblaš ķžróttafélags Reykjavķkur

						T

1%. 05

FJ EFA© S B IAB *

fPMlTDFJEIAQS KEYKMfKIJK

1. ÁRGANGUR

l.TÖLUBLAÐ

Ritstjóm: SIGURSTEINN MAGNUSSON, JON KALDAL,

HARALDUR JOHANNESSEN lúbyrgðurmuðnr)

SEPTEMBER

1926

Ahugi

fjelagsmanna fyrir íþróttamálum og starfi fjelagsins

yfirleitt þarf a'ð glæðast og verða almennari, og til-

gangurinn með útgáfu þessa blaðs er sá, a'5 vekja

áhuga hjá þeim, sem ekki eru starfandi fjelagar e'ða

á annan hátt taka þátt í starfsemi fjelagsins. Til hvers

er aS hafa skráða um 500 fjelaga, ef að eins lítill

hluti þeirra skiftir sjer af hag og starfsemi fjelags-

ins. ÞaS er ágætt að hafa góða styrktarfjelaga, sem

greiða árlega gjöld sín, en þaS er enn þá ánægjulegra

þegar sem allra flestir fjelagsmenn  iðka íþróttir.

I. R. hefir nú starfað í nær 20 ár. Þa'ð er óhætt ?ð

fullyrða, aö árangurinn af starfi þess er þegar orðinn

rnikiíl. Margir eru þeir, sem hafa notiS iþróttakenslu

innan vjebanda fjelagsins, og marga gó'ða íþróttamenn

hefir fjelagið átt og á. En það hefir vissulega verið

tækifæri fyrir enn þá fleiri til aS færa sjer í nyt það

sem fjelagsmenn hafa aðgang að. Hjer verður annars

ekki rakiS nákvæmlega starf fjelagsins á liðnum ár-

um. Vonandi verður tækifæri til þess siðar, og væri

vel. viðeigandi, að þaS yrði gert í sambandi við 20 ára

afmælishátíS  fjelagsins.

í þessu blaði verða rædd öll fjelag-s- og íþróttamá!

yfirleitt og starfi fjelagsins lýst. Þaí5 er svo margt,

sem þarf að komá í framkvæmd, og sem mun veröa

skýrt frá í þessu blaði. Margar hendur vinna ljett

verk. Starfandi og áhugasömum fjelögum ]jarf að

fjölga.

Öllum fjelögum 1. R. er frjálst að skrifa í þetta

blað, og vissulega verða margir til þess. En það cr

að eins rúm fyrir greinar, sem fjalla um íþróttamál

eða tillögur viðvíkjandi fyrirkomulagi á starfsemi

fjelagsins.

1 góðum tilgangi hefur þetta blað göngu sína. Lesiö

bla'ðið. Athugið mál þau sem hjer verða rædd. Kom-

ið með tillögur. Leggi'ð hönd á plóginn og sýnið í verk-

inu áhuga fyrir starfi í. R.

11 8 82 5í

A. J. Bertelsen.

Þaö þykir vel við eigandi, að fyrsta blaöið flytji

mynd af stofnanda og fyrsta formanni fjelagsins.

Andreas J. Bertelsen

kaupm. —• 1 marsmánuði

næsta ár eru 20 ár liö-

in síðan hann stofnaöi

íþróttafjelag Reykjavík-

ur, og hefir hann altaf

siðan verið einn af Ijestu

styrktarfjelögum þess, en

sjerstaklega hefir hans

mörgu og góðu tillögum

verið vel tekið, bæði fyr

og síðar. Hann starfar

enn í nefndum fyrir fje-

lagið, og vjer vonumst til

þess,   að   mega   verða   aðnjótandi hans miklu starfs-

krafta i þágu fjelagsins í mörg ár enn.

Á  10 ára afmæli  fjelagsins var hann kosinn heið-

ursfjelagi.

Flokksforingjar.

(ieta flokksforingjar í fimleikjum gert nokkurt gagn

í í. R.? HvaS haldið þið, piltar og stúlkur, sem sjálf

hafið æft fimleika í mörg ár? Hafi'ð þið ekki stund-

úm funditS til þess, aS það vantar eitthvað sem getur

haft góð áhrif á fjelagslífið, einhver samtök, sem

hjálpa til að lyfta fjelaginu upp á við?

Jeg held að engu sje að tapa, en hinsvegar getur

margt unnist vi'ð að hafa flokksforingja, liæSi i kven-

og karlafimleikaflokkum fjelagsins.

Foringjarnir eiga aS koma fram á æfingum, sýn-

ingum, samkomum, innan fjelags sém utan, svo aS

þeir verði fjelögum sínum til fyrirmyndar. Þeir eiga

a'ð vinna með stjórn og kennurum aS því, að hver ein-

stakur fjelagi geri sitt ítrasta til að komast sem lengst,

svo að hægt verði meS tímanum aS fela þeim einnig

flokksstjórn.

>

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4