Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Haršjaxl réttlętis og laga

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Haršjaxl réttlętis og laga

						Ha
ÐJAXL
RJETTLÆTIS    O €r    LAGA
Höndlar um Reykjavík og Siglutjörð.
rmfr&m&ttfmt&mm* in,:jm^r\m»^'AfW<m
>W^«i^W»W«^Wi^W>»M<»M'^W>»><»M^W»MM^«M»>^W^M»»M^>»MM^^»Mi
Utgef.: Oddur Sigurgeirsson, sjómadur.
Til  k:a.TJLpend.a.-
Nú fáið þið heiðraðir kaupendur að
sjá 1. tbl. þessa blaðs. Eg réðist í að
gefa út mitt eigið blað. Almenningur
hefir keypt rit mín hingað til og von-
ast eg til að menn sýni þessu blaði
sömu vinsemd.
Eg hefi nú ekki aðra atvinnu en þá,
sem eg hefi af ritstörfum, en sú at-
vinna hefir oftast gefið lítið í aðra
hönd, þá reynslu hafa og flestir íslensk-
ir rithöfundar fengið. En ef menn vilja
lesa skrif mín, þá mun eg ekki flytja
af landi brott, þó eg, ef til vill, hefði
krónunni meira fyrir það, og aldrei skal
koma til mála, að eg gangi á mála hjá
útlendum stórborgurum, heldur vil eg
vera óháður og óáreittur hér uppi á Is-
landi og mun eg eftir mætti ausa af
mínum viskubrunni yfir þessar hræður
sem hér eru.
pegar upplag þessa tölublaðs er upp-
selt, mun eg undir eins fetja upp annað
og svo koll af kolli á meðan líf og
heilsa endist. Blaðið verður eingöngu
selt í lausasölu en ekki tekið við áskrift-
um. Auglýsingaverð eftir samkomulagi.
Norðurförín*
Eg Oddur Sigurgeirsson, formanns-
sonur og rithöfundur, ættaður af Skag-
anum, byrja hérmeð á ferðasögu minni
kringum land.
Helgi Skúlason augnlæknir og eg, við
höfum báðir sama markmið í lífinu, það
að opna augu fólksins hver með sinni
aðferð. Munurinn er einungis sá, að eg
tek enga borgun fyrir mitt starf, en
Helgi tekur lítilfjörlega þóknun fyrir
sín verk. Eg fór héðan með Goðafoss
11. júlí s. 1. og fanst mér skipið og all-
ur aðbúnaður þar tæplega svara til þess
að vera einnar miljónar og fjögur hund-
ruð þúsund króna virði, eins og það á
að vera. Við fórum héðan til ísafjarðar
og mintist eg á leiðinni lítilsháttar á
áhugamái mín og geðjaðist íólki að því
eins og vant er, og margur hlakkaði til
þess sem eg segði næst þegar eg byrjaði
að tala ,alveg eins og börnin í sveitinni
hlakka til réttanna eða fólkið í Rvík
hlakkar til að sjá næstu vitleysu í
„danska Mogga". pegar til Isafjarðar
kom, var ekki álitið ráðlegt að eg fyri í
land, því þeir höfðu haft á orði, að
skjóta mig ef eg færi að hreyfa þar
áhugamálum mínum eða ef eg hefði mig
nokkuð í frammi með það að láta breyta
þjóðfélagsskipulaginu — líka er sagt að
þeir þar á Isafirði séu búnir að koma
sér upp óflugri ríkislögreglu og höfðu
þeir fengið fyrirmyndina úr dagblaðinu
„Vísir". Hefir það blað sérfróðan mann
í lögregluvísindum, sem heitir Örn ein-
eygði, ef mig minnir rétt, og eru þá öll
dagblöðin búin að tryggja sér sérfróða
menn sitt á hverju sviði. Moggi hefir
sérfræðing í áveituvísindum og Alþýðu-
blaðið hefir sérfræðing í Reykjanesvís-
indum, Guðm. R. úr Grindavíkinni, og
finst mér, gömlum manninum, mikið
um alla þessa mentun og framfarir á
þessu sviði.
Ekki get eg annað en látið þess getið
í þessu sambandi, að talsvert finst mér
daufara að ferðast meðfram ströndum
landsins nú en fyrir 15—25 árum, hvað
sem því veldur, t. d. vantar alveg þetta
„næturlíf í lestinni" og ýmislegt fleira,
og var ekki frítt við að mér leiddist
með köflum, þegar hlé varð hjá mér á
ræðuhöldum; raulaði eg þá fyrir
munni mér ýms kvæði eftir þjóðskáldin
okkar Kjartan brunavörð og Kjarval
málara. J>egar við sigldum meðfram
Hornströndum þá sannfærðist eg um
það hve af armikið af málmum, sérstak-
lega gulli, hlyti að vera þar í fjöllun-
um, og geta allir sem lesa hin merku
vísindarit Björns Kristjánssonar um
málmrannsóknir sannfærst um þetta
atriði sjálfir og er leitt til þess að vita,
að hafa fleygt peningum í Vatnsmýr-
ina hér og í Miðdal, í staðinn fyrir það
að byrja hiklaust á Hornströndum eins
og rétt hefði verið. Margt fólk var með
Goðafossi þesa ferð, bæði fólk sem var
að fara í síldarvinnu og sumarfrí og svo
nokkuð margt kvenfólk sem var að fara
Oddur Sigurgeirsson
fæddur í Pálshúsum í Reykjavík 1874
á 1000 ára afmæli íslandsbygðar.
á ljósmæðranámsskeið, sem átti að hald-
ast í þetta sinn einhversstaðar á Norð-
urlandi.
Á Akureyri.
Á Akureyri er fallegra en í Mosfells-
sveitinni og er þá mikið sagt. Ýmislegt
er þar góðra manna og gerðu þeir tvent
í senn, að kaupa rit mín og hlusta á
áhugamál mín.
Yngispiltur er þar einn, sem heitir
Kjartan Ó. Sæmundsson. Keypti hann
rit mín og lagði mér liðsstyrk og kæmi
mér ekki á óvart, þó hann ætti eftir að
halda uppi heiðri ættmenna sinna, Jóns
Arasonar, sbr. Laxness. Á Akureyri er
maður sem heitir Jón Stefánsson. Hef-
ir hann á hendi áfengissölu fyrir ríkið.
Hótaði hann mér burtrekstri úr bænum
og reyndi á ýmsan hátt að draga úr
áhrifum mínum nyrðra; hefir hann að
líkindum haldið að eg mundi draga úr
vínverslun hans og er það ekki ólíklegt
að svo hefði orðið, því eg er æstur bind-
indismaður eins og margir gamlir
drykkjumenn verða á efri árum sínum.
Á ýmsan hátt hjálpaði mér einnig
þór. Á. Björnsson, heiðursmaður og
sjónglöggur.
Fremur fanst mér að bæjarmál Ak-
ureyrar vera í niðurníðslu. Carolina
Rest er að sökkva í hrossaskít og raf-
veitan að fara í hundana. Kartöflurnar
eru seinþroska og kvenfólkið fær 70—
80 aura fyrir að salta og kverka tunn-
una. Götum bæjarins er illa viðhaldið
en tóbak og brennivín fæst víða. Sigga
í Pólnum tók mér illa og er því kent um
að hún hafi kvekst á íslenskum karl-
mönnum í fyrra þegar Guðm. sprútt-
salahræða tók hana glímutökum. Aftur
á móti hve hún vera ástúðlegri í um-
gengni við útlendinga og hefði hún lík-
lega getað komið viti fyrir fransarana
sem eg varð að berja niður hérna um
árið. Lægra kaup fanst mér að burgeis-
ar borguðu þar en bolcevikar, og lætur
það að hkindum. Ekki vildi þorsteinn
M. Jónsson kaupa blöð mín, en þó selur
hann sjálfur dýru verði eldhúströppu-
rómana og annað rusl. Ekki voru
sveitajaxlarnir, sem eg fann á Akur-
eyri hýrir í horn að taka. Fóru þeir
heim með 25 aurana í vasanum óeydda
og geta þeir brúkað þá til einhvers ann-
ars, því ekki keyptu þeir rit mín fyrir
þá. Sjómennirnir á Akureyri eru eins
og víðast hvar annarstaðar á landinu,
sómi þjóðarinnar. Keyptu þeir blað mitt
og greiddu fyrir mér og áhugamálum
mínum á ýmsan hátt. Eg fann Jón
bæjarstjóra að máli og urðu þeir sam-
fundir ekki gleðiefni fyrir mig, heíði
líklega farið betur á því að eg hefði
fundið bróður Jóns, sem rær einn á bát
á Austf jörðum og Jón vill ekki bekenna
sem bróður sinn, við hefðum skilið hvor
annan og haft sameiginleg áhugamál.
Á Akureyri kom eg um borð í bát frá
Húsavík; voru þar keypt rit mín og
þessutan f ékk eg þar alúðlegar móttök-
ur. —
Félagslíf á Akureyri er dauft og
þyrfti að setjast þar að félagslyndur
maður, t. d. eins og eg eða Einar Niel-
sen miðill.
Sigluí'jörður.
Ef tir hæf ilega dvöl á Akureyri hélt eg
nú til Siglufjarðar og hafði eg hugsað
mér að dvelja þar tímakorn, en margt
fer öðruvísi en ætlað er, fyrst var nú-
það, að eg iékk þar hvergi húsaskjól og
ekki heldur matarbita, og sér þess enn
greinilega merki á mér, því þegar eg
lagði upp í þessa ferð, var eg í meðai
embættismannaholdum, en er nú ekki
feitari en óðalsbóndi af Kjalarnesinu,
og hvað sem má að öðru leyti telja Sigl-
firðingum til gildis á öðrum sviðum, þá
verða þessar viðtökur þeirra við mig
seintekinn sómi fyrir þá. Blað er gefið
þar út, sem heitir „Glettingur"; ómerki-
legt blað í alla staði, og gerði það lúa-
lega árás á mig og ritstjóri þess, Sop-
hus Árnason, rægði mig og æsti menn
á móti mér. Vík eg að honum og fram-
ferði hans annarstaðar í þessu blaði.
Reyndar veit eg það vel, að Sophus þarf
ekki að reyna það að lenda í ritdeilum
við mig, til þess vantar hann vit og
ýms önnur skilyrði, og býst eg við að
hann hætti áreitni sinni við mig, en ef
svo fer ekki, að hann hætti narti sínu
þá hefi eg hugsað mér að skora hann
á hólm að fornum sið og má hann
sjálfur velja vopnin.
Ingólfur nokkur, sem vinnur hjá
Helga Hafliðasyni á Siglufirði tók eitt
blað af mér, reif það og henti því svo í
mig, hafði í frammi við mig ljót orð og
heitingar, eg reiddi á móti annan hnef-
ann og ygldi mig lítilsháttar. petta
hafði þau áhrif að maðurinn tapaði sér,
glúpnaði, og hefði dottið niður, hefði
hann ekki notið aðstoðar annara. Ekki
hefi eg frétt, að maður þessi ætti neina
veilu að sækja í ætt sína, sem hægt væri
að kenna um þessu hugleysi mannsins.
Á Siglufirði lenti eg í hálfgerðum slag
við Pál nokkurn Guðmundsson, sem sagt
er að versli með áfengi, og mér virtist
vera undir áhrifum þess, urðu þar fljót
umskifti, því eg lagði manninn í götuna
en þá komu tveir burgeisar honum til
hjálpar, ætluðu þeir sér að halda mér
og varna mér frekari aðgerða; eg sleit
mig fljótt lausan af þeim og fór mína
leið, hefur mér nú í seinni tíð skilist það
að þó að menn séu sterkir eins og eg er,
þá eru aðrar og heppilegri leiðir til að
koma áhugamálum sínum í framkvæmd
en þær að nota kraftana til þess, og nú
síðan eg fór að leggja fyrir mig rit-
störf, þá sé eg og finn hvað mér verður
meira ágengt með skrifum mínum en
kjaftshöggunum áður. Reyndar hefðu
nú Siglfirðingar þurft á hnútasvipu
minni að halda í orðsins rétta skilningi
og getur skeð að eg taki ekki á þeim
með silkivetlingum næst þegar eg heim-
sæki þá, svo eftiminnilegar eru mér
næturnar, sem eg varð að hýrast í beiti-
skúrum þeirra og svo hugfast er mér
enn og verður fyrst um sinn bardaga-
aðferð þeirra gagnvart mér. Eg óska
einskis frekar en að eg gæti talað eins
skýrt og aðrir menn, bölvað eins skýrt
og Siglfirðingar bölva — þó eg mundi
þá bölva öðru en þeir, en þessa málhelti
mína nota hinir svonefndu mentamenn
þeirra til þess að draga dár að mér á
prenti. Hér í Rvík kemur varla fyrir að
götudrengir telji sér sæmilegt að hæð-
ast að þessum veikleika mínum. Eski-
móar grænienskir hafa fengið danska
kynblöndun og gefist vel. Siglfirðingar
hafa fengið útlenda kynblöndun og gef-
ist illa. Eg skrifa ekki meira um Siglu-
fjörð; eg dvaldi þar í 14 daga; mér var
tekið þar illa og mér leið illa meðan eg
dvaldi þar. Hugbreytingar eiga sér stað
eins hjá fjölda fólks og einstaklingum.
Mitt mesta ánægjuefni væri það, ef
Siglfirðingar yrðu fyrir hugbreytingu
alment og hölluðust þar með að áhuga-
málum mínum.
Einhversstaðar á þessum höfnum á
Norðurlandi fann eg Jón S. Bergmann
hringhenduskáld og var hann ekki neitt
drukkinn fremur en vant er.
Eg tók mér far með „íslandinu" að
norðan hingað suður og mátti það heita
tíðindalaust að mestu. Reyndar sýndi
þjónninn mér ókurteisi en eg er svo
vanur að kveða niður danskan hroka að
mér varð létt verk að knésetja pilt
þenna. Líka komst eg á Akureyri í
kynni við annan mann, sem er á vegum
þess Sameinaða, mig minnir að hann
héti Gísli Magnússon. Eg kom og bað
um farseðil eins og aðrir. Gísli þessi
neitaði mér um hann, reiddi að mér
hnefann og vísaði mér á burt. Enginn
má skilja þessi tvö dæmi mín um þessa
tvo menn sem eru á vegum Sameinaða-
félagsins, á þann veg, að það sé þar
með sagt, að það sé sameinuð ókurteisi
og ruddaskapur hjá öllum starfsmönn-
um þess félags, hvar sem er á landinu,
síður en svo, það er ekki mín reynsla.
Að endingu verð eg að víkja að ýmsu
hér í bænum. Síðan eg kom heim, hafa
þeir tímar verið að ýmislegt hefir bor-
ið við frásagnarvert, og þar sem alt er
lesið sem eg skrifa, jafnvel með annari
eins áfergju og Redd-Hannesarríma og
kvæðabókin hans Kristmanns, þá leyfi
eg mér að fara nokkrum orðum um það.
Byrja eg þá á bókmentunum. I dagblað-
inu Vísir hafa birst mjög djúpvitrir rit-
dómar eftir Smára eins og vant er, enn-
fremur mjög skynsamlega skrifuð
grein eftir P. P., þar sem hann krefst
þess að tekið sé upp gamla lagið og
lömbin séu rekin með hundum til Reyk-
javíkur í dauðann, en ekki flutt á bílum.
Kaffibrensla Reykjavíkur gaf út um
daginn fjölskrúðugt rit á hreinni ís-
lensku, og nú lítur helst út fyrir að Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið fari að ríf-
ast út af því, hvort alþýðan smiti bur-
geisana af syfilis eða burgeisarnir al-
þýðuna. þyrfti að skipa í þetta nefnd,
sem starfaði t. d. í 3 ár og legði svo
álit sitt f ram á búnaðarþinginu 1927 eða
1928. Hér hafa verið á ferð síðan eg
kom heim, margir menn úr Ameríska
sjóhernum, ekki skal eg leggja þeim
neitt til lasts, því þeir eru sjómenn eins
og eg, en það get eg sagt, að ekki hefðu
félagar   mínir,  íslensku  sjómennirnir,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4