Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Feršablaš Odds Sigurgeirssonar

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Feršablaš Odds Sigurgeirssonar

						LANÖów-.. • /*'"
,xí iu n,>:j
Odds
XJtsöluverð kr. 0,25.
rerdablað
Sigurgeirssonar,  sjöinann.s,  Spítalastíg 7.
Útsöluverð kr. 0,25.
Formáli.
þar sem eg fór þessa löngu ferð, þykir mér til-
hlýðilegt að almenningur fái að heyra eitthvað af
því, sem eg sá og heyrði á þessari leið. Menn eru alt-
af að skora á mig að skrifa meira og meira, og verð
eg því að gera almenningi ofurlitla úrlausn. Síðustu
misserin mun eg vera mest lesni rithöfundurinn
hér á landi, menn teyga í sig ritgerðir mínar, rétt
eins og þegar dauðþyrstur smali þambar í sig spen-
volga nýmjólk. J)etta er glöggur mælikvarði á það
hversu landsmenn eru nú orðnir þroskaðir.
Fyrst var það meining mín, að láta eitthvert
hinna Reykvísku blaða fá ritgerð þessa En á því
urðu nokkrir agnúar. „Herópið" og Lögbirtinga-
blaðið taka ekkert annað en trúmála-hugvekjur,
gjaldþrota-auglýsingar og reka og óskilafjár-regist-
ur. Guðmundur úr Grindavíkinni yfirfyllir Alþýðu-
blaðið og ekki vil eg láta sjá nafn mitt syndugs leik-
manns í Tímanum innanum þá guðsmennina séra(?)
Harald og séra Tryggva. Morgunblaðið lesa menn
ekki og síðan að Jón frá Húsavík varð meðeigandi
Vísis, þá hefi eg ekki og ætla mér ekki að guða á
þann skjá. Af þessu geta menn séð, að besta ráðið
verður að fara með handritið í „Acta" rétt eins og
séra Haraldur.
Höfundurinn.
Ferðasagan
austur að Garðsauka í júnítn.
1924.
Ferð þessa fór eg ýmist fótgangandi eða í bifreið.
Fyrst í stað gekk ferðin vel, en inn á móts við „Gas-
stöð" og inn fyrir „Vatnsþró" var vegurinn ófær að
kalla, og varð vagnstjórinn að víkja útaf veginum
til þess að komast áfram bæði þarna, fyrir ofan Ár-
túnsbrekkuna og neðst í „Kömbum". Alt göslaðist
þó áfram og ekki hvolfdi troginu. Nú skrönglaðist
bíllinn áfram hjá Árbæ og hjá Baldurshaga. þetta
var um miðjan dag, og harmonikan ekki tekin til
starfa. Við fórum fram hjá Geithálsi, þar var síma-
stöð fyrrum en hefir verið lögð niður til þæginda
í'yrir vegfarendur. Á Hólmi býr Eggert, hann vill
selja Gvendarbrunnavatn. I gamla daga bjó á Hólmi
Grímur, faðir Brynka sjómanns, sem margir kann-
ast við. Fyrir ofan Geitháls er brú yfir Hólmsá, er
hún úr timbri, og rær öll og skelfuri). þar skamt frá
til vinstri við veginn, eru leyfar af gömlu býli og
sem nú er í eyði, mig minnir að það hafi heitað Vil-
borgarkot. Ef þeir sem um vegin fara líta í kring
um sig þá geta þeir séð ýmislegt sem bæði er við-
kunnanlegt og fagurt, t. d. ár, vötn og grasi grónar
lautir, að ógleymdum Rauðhólunum, sem myndast
hafa af eldgosum, enda eru þar margir gýgir. —
x) Sjá Hnútasvipu mína bls. 26.
Hraunið þar fyrir sunnan er orðið gamalt, enda kom-
in þar töluverður gróður, m. a. birkirunnar og hrísl-
ur hér og þar. J>ar er góð beit fyrir fé og mjög
skemtilegt  að  ganga þar  „um  sumardag er sólin
skín", enda hafa nokkrir Reykvíkingar gert sér þar
sumarbústað til og frá. — þá eru það Lækjarbotn-
ar (eg nota það nafn þó Bjarni frá Vogi segi það
heita að Lögbergi). par býr Guðmundur Sigurðsson.
þar  fanst mér  eg  finna brennivínslykt, þegar eg
gekk heim að húsinu. Ekki seldi eg neina bók þar.
Húsin þar standa á hárri klöpp uppi í hraunkrika.
þegar  gamla  baðstofan  var  rifin,  þá voru húsin
flutt þangað, var það gert til þæginda fyrir ferða-
menn, því áður varð maður að ganga bratta brekku
að bænum,  en Lækjarbotnum  er þannig í  sveit
komið, að flestir sem um veginn fara, verða að koma
þar við og fá sér þar hressingu, því þar er hálfnuð
ieiðin  að  Kolviðarhóli. par eru rúmir 15 km. frá
Rvík og 15 km. frá Lækjarbotnum að Kolviðarhóli.
í suður frá Lækjarbotnum, ca. hálfrar stundar ferð,
hafa skátar úr Rvík gert sér skála mikinn, eru vegg-
ir af' torfi og grjóti, þiljað innan með timbri, en
þekjan er lögð tjörubornum pappa, þarna hafast
drengirnir við á sumrin, og þaðan fara þeir í fjall-
göngur um óra vegu, og ér það mjög holt bæði fyrir
önd og líkama. 1 suðvestur frá skála þessum er dá-
lítið dalverpi með lækjardrögum, þar eru augljós
merki mannabústaða,  bæði markar þar fyrir tún-
garði og svo sjást rústir eftir húsin. Ekki veit eg
hvað býli þetta hefir heitið, en sennilegt er að þetta
séu hinir upphaflegu Lækjarbotnar, því staðhættir
benda greinilega til þess, en hvað sem því líður, þá
hefir fólk hafst þarna við, og barist fyrir lífinu við
hina óblíðu náttúru. Hvenær bær þessi hefir lagst í
eyði get eg ekki sagt um, ef til vill hefir það verið
eftir Svartadauða eða Stórubólu. J>að getur vel ver-
ið að eg sé í frekara lagi „rómantiskur". Svo mikið
er víst,  að mér finst skaði að því að saga slíkra
staða skuli vera týnd, og sama er að segja um aðra
staði sem bygðir hafa verið í margar aldir. það væri
mjög gaman að athuga það í frístundum sínum hve-
nær þessi eða hinn bærinn bygðist fyrst. Hvenær
þessi eða hinn maðurinn bjó þar. Forfeður vorir
hafa  ekki  verið  hygnir hvað það snertir, eins og
leyndar í fleiru, en ekki dugar að sakast um orðinn
hlut, bara að nútíðar og framtíðarmenn taki þeim
liðnu fram. Klemens hefir „goldið Torfalögin", þar
sem hann hann hefir skrifað sögu Grundar í Eyja-
firði og Sögufélagið gaf út. Ekki skal fólk þó hugsa
að eg vilji láta prenta sögu hvers einstaks kots á
öllu Islandi, aðeins að sem fæstu sé fleygt í gleymsk-
unnar djúp. Eg er svo gerður að þegar eg kem í
þjóðmenjasafnið, þá finn eg stóran mun á því hvað
mér finst meira í þann hlut varið sem sú skýring
íylgir hver hafi átt og hve gamall sé, heldur en þann
sem ekkert annað hefir til að bera en að vera gamal'
hlutur. Fyrst eg á annað borð minnist á Forngripa-
safnið, þá get eg ekki látið hjá líða að láta það álit
mitt í ljósi að með tiltölulega litlum kosnaði mætti
efla það að mörgum góðum gripum. Eg man að mér
blöskraði  í  eitt skifti þegar eg kom að Gufunesi
(það  er gamall kirkju- og legstaður) að sjá eiun
legstein frá 17. eða 18. öld liggja í tröðunum í for
og bleytu. Hestar og menn tróðu á honum en vagn-
hjól sörguðu hann. Slík dæmi mætti finna fleiri.
Svo er heldur ekkert gert að því að róta í gömlum
haugum og rústum; til þess verks væri eg vel fall-
inn. því aldrei hefir heyrst að Oddur Sigurgeirsson
hinn sterki af Skaganum hafi orðið smeykur fyrir
sakir hjátrúar á drauga eður forynjur illar.
Nú yfirgefum við fortíðina og höldum okkur á
veginum. pegar Lækjarbotnum sleppir tekur við 25
km. langur vegur, allur í óbygðu landi. þessi vegur
á að heita varðaður. Margar af þeim eru fallnar
að meira eða minna leyti og númerin sem á þeim
voru öll horfin. Til vinstri við veginn, skamt fyrir of-
an Lækjarbotna, er steinn, á hann er höggið ártalið
1884. Skamt þar fyrir ofan eru vötn, þangað reka
Reykvíkingar stóð sitt; þar er sæluhús, sem bygt
er og haldið er við af landssjóði. það ættu allir veg- .
farendur að skoða. þar fyrir ofan er Sandskeiðið,
þar breytir vegurinn sér árlega. pað er tvö þúsund
metra langur kafli, þar þarf að vera upphækkaður
vegur vel varðaður, með mörgum vatnsræsum. —
Tekur nú við hraunfláki mikill, þvínæst hraun —
að  fara yfir.  pað er klukk*tíma ferð með hesta-
gangi; það er mjög misgamalt, þó mun mest af því
eftir ísöldina. pegar hrauninu sleppir verður fyrir
okkur bær einn, það er Kolviðarhóll. par drap Búi
hann Kolfinn og þá hans félaga. Eg skoðaði ræki-
lega klettinn sem Búi varðist hjá. pað hefir verið
aðdáanlega gott vígi fyxir einn mann. Nokkrir hafa
höggvið nafn sitt eða fangamark á klettinn. Á Kol-
viðarhóli var áður fyr aðeins sæluhús eins og í vötn-
unum, og þótti þá vera nokkuð mikill draugagang-
ur þar, en nú í tvo mannsaldra hefir fólk hafst þar
við til þess að taka á móti ferðlúnu fólki. Bóndinn á
„Hólnum" hefir ofurlítinn styrk frá landssjóði. Nú
býr þar Sigurður Daníelsson, bróðir Jóhanns V. á
Eyrarbakka, en að því getur Sigurður ekki gert, því
það er ekki honum að kenna, og Sigurður er alþekt-
ur sæmdarmaður, gestrisni hans er of kunn til þess
að eg þurfi þar um að skrifa. Sigurður hefir keypt
öll mín rit. Frá „Hólnum" beygir vegurinn í suður
íyrir Reykjafjöllin. Áður lá hann um Hellisskarð og
var  mjög  brattur.  Sunnan í  Reykjafjöllum  eru
Hveradalirnir,  þar væri skemtilegur staður fyrir
sumarbústað. Svo tekur Hellisheiði við. Skálafell er
til hægri en Hengillinn til vinstri handar, á báðum
þeim stöðum eru sjóðandi hverir og úr þeim rýkur
mikil gufa. Getið þið fundið út hvernig á því stend-
ur? Ef þurt er veður, þegar komið er austur á Hell-
isheiðarbrún,  er sjálfsagt að  stansa þar og virða
fyrir sér útsýnið sem er mikið og dýrðlegt, þaðan
sést mikið og margt, í fjarska sést Hekla, öræfa-
jökull og Vestmanneyjar; nær er Ingólfsfjall og
sveitirnar, Holt, Skeið, Flói og ölfus. — par sígur
Ölfusá til sjávar stilt og hægt. Reykirnir af hver-
unum hjá Reykjum og í Reykjakotsfjalli standa þar
beint í loft upp. Hjá Reykjakoti hafa nú í seinni tíð
verið að koma upp nýir hverir, alveg heima í túni,
og hefir fólkið  ekki  verið  óttalaust  um að einn
mundi koma í bæjarstæðinu. Á jólanóttina 1917 eða
18 sprakk einn út, mjög svo stór skamt frá bænum
í miðju túninu. ölfusið er grösug og fögur sveit.
Fallegast  þykir  mér  þó á fjallabæjunum Reykja-
koti,  Reykjum,  Reykjahjáleigu,  Gljúfri,  Hvammi,
Völlum og Krossi. Allar þessar fyrnefndu jarðir í
ölfusinu á Gísli Björnsson, að undanteknum hluta
úr Reykjakotinu,  sjálfur býr Gísli í Rvík og er
rukkari(!)  fyrir borgina, og finst mér að honum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2