Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagrenning

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagrenning

						M0MM
1. árgangur
Reykjavík, 1. ágúst 1924
1. tölublað
„Varðar mest til allra orða
að tatdirstaðan sé réttlig fundin."
LlLJA.
Vér munum leiða hjá oss einstaka menn, með-
<an auðið verður, en geta þó þess, sem vel er gert,
svo og hins, ef menn verða frœgir að endemum.
En vér munum telja oss skylt að rœða málefni
öll me& rökum og telja oss ekkert óviðkomandi,
sem varðar þessa þjóð og œvikjör hennar. Þó
munum vér einkum láta oss umhugað um þaff, sem-
nú skal sagt verða:
I.   Sjálfstœði þjóðarinnar. Vér viljum varðveita
það sjálfstœði, sem fengið er útávið, og auka það
með viturlegri framkvœmd á sambandslögunum
¦og neyta þess með djörfung og stilling í viðskift-
um vorum við aðrar þjóðir. Vér viljtim efla fram-
kvœmdarvaldið í landinu sjálfu og styrkja þar með
¦eining ríkisins og auka sœmd þess og tiltrú utan
lands og innan, er þau dœmi hverfa úr sögunni,
•að hér verði eigi haldið uppi lands lögum og rétti.
Sjálfstœði ríkisins viljum vér styðja með hagsýni
og sparsemi í rekstri þjó&arbúsins, en einkum meff
því aff verja fé rikissjóðs vel.
II.   Atvinnuvegir. Vér viljum styðja sem bezt
atvinnuvegi þjóðarinnar og þá helzt með því að
víta það í blaði voru, ef stjórn og þing og bankar
iregðast vi& sjálfsögð fjárframlög eða greiða, sem
irýna nati&syn ber til, t. d. til þess, að hin dýru
¦áveitufyrirtœki verði að liði, eða fiskveiðar nýtist
til hlítar, til þess ennfremur að greiða fyrir verzl-
un landsmanna í öðrum löndum með þvt að hafa
sendimenn, þar sem þörf er á. Vér viljum og auka
innlendan smáiðnað, svo sem ullarvinnu, veiðar-
fœragerð o. fl. o. fl., með það fyrir augum, að
vér megim lifa sem mest við eigin efni og þurfim
þvi minna að kaupa frá öffrum þjóðum. Enda
viljum vér hvetja menn til þess sem mest i blaði
voru. Þá viljum vér og styðja að því, að aukinn
•verði innlendur skipastóll, svo aff vér sém oss þar
sjálfum nógir. Mun blað vort og hvetja landsmenn
til þess að láta vor eigin skip sitja fyrir flutn-
ingi þeirra. Höfum vér íslendingar aff sönnu dýra
reynslu þess, að satt er máltœki Fœreyinga, að
„bundinn er bátlaus maður", og œtti sú reynsla
¦að kenna oss það til fullnustu, að oss ber aff
.spyrja að stefnuhag en eigi stundar tjóni. — Þá
munum vér og leggja, mikla rækt við verzlunar-
málin. Teljum vér þar mestu varða, aff verzlun
sé frjáls og að samkeppni sé vörður þeirra, er
kaupa vörur sínar og selja kaupmönntim, hvort
sem þeir eru einhöfðaðir eða marghöfðaðir. Frá
þessu viljum vér eigi víkja, nema eðlilegri við-
oas 'tunifo tunB^iuvQv.igiao f.v qv^svj, ?s srunif'iqs
sem ófriði eða hringum. Vér viljum engan mun
gera þess, hvort verzlun er eign einstakra, manna
eða félaga, en teljum hins vegar óheppilegt, að~
misrétti eigi sér stað í töku opinberra gjalda, svo
a,ð sumar verzlanir verði verr viðkomnar sam-
keppni en affrar. Vér teljum höfuðatriði, hvort
verzlun er landsmönnum hagstœð eða ekki. Mund-
um vér kjósa, að eigi yrði svo framvegis sem oft
hingað til, að verzlunarvenjan sé sú .að kaupa
dý rt erlendis og selja dý rara, þegar heim
kemur,  hvaff sem  líður  viðskiftavinunum.
Rétt þykir að geta þess, úr því að svo tiðrœtt er
um samvinnufélögin, að vér erum þeim á engan
hátt andvígir, en teljum þó samtaka ábyrgff hœttu-
lega og skattfrélsi þeirra valda misrétti.
III.   Tunga, þjóðerni og einstaJclingsfrelsi. Vér
viljum snúast öndverðir gegn þeim, er raska vilja
tungu vorri og þjóðerni. Og þar sem vér vitum,
að einstaklingsfrelsið og sjálfstœ&i hvevs manns,
karls og konu, er höfuðeinkenni vort og á djúpar
rœtur í skapferði voru, þá viljum vér og varð-
veita. það, svá fremi, að eigi brjóti landslög né
rétt né alment velsœmi, né risi upp gegn ríkis-
valdinu. Viljum vér efla það með hollum og f'ógr-
um íþrótttvm og nœgri þekking til sjálfsbjargar
og þjóffhjálpar.
IV.    Veita viljum vér öllum landslýð þjó&lega
og hallkvæma menntun og styrkja svo vel há-
skóla vorn, að hann megi sem fyrst verða prýði
þjóðar vorrar og ávaxti einkum þá fjársjóðu, er
snillingar fyrri alda hafa eftirlátið oss í arf.
011 verða mál þessi rœdd t blaði voru og mun-
um vér halda svo fram stefnunni, sem nú var sagt,
og í samrœmi við hana í þeim málum, sem hér hafa
tigi nefnd verið, en kunna að verða rœdd hér.
Vér erum aUir ungir menn og væntum því, að
menn fagni blaði voru með þeim hœtti^ sem þeir
fagna nýjum degi.
Beykjavik,  17.  júlí 1924.
Útgefendurnir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8