Síldin - 06.03.1939, Page 1

Síldin - 06.03.1939, Page 1
1. tölublað Útgefandi: LANDSSAMBAND SÍLDVERKUNARMANNA I. árgangur Siglufirði, mánudaginr. 6. marz 1939 TIL LESENDANNA. Útgefandi þessa hýja blaðs, sem nú hefur göngu sína, er Lands- samband síldverkunarmanna. Þaö er stofnaö í júlímánuöi 1937, upp úr síldverkunarnámskeiði Síldar- útvegsnefndar, af 60 síldverkunar- mönnum viösvegar að af landinu. Upphafsmaöur aö stofnun þess var Magnús Vagnsson, og má hiklaust fullyrða, að án atbeina hans hefði stofnun sambandsins dregist um ófyrirsjáanlega þ-amtíö. Samkvœmt 2. gr. sambandslag- anna, er tllgangur sambandsins einkum þessi: 1. Að efla félagsskap og fram- farir í síldverkun á íslandi. 2. Aö auka þekkingu manna á síldverkun. 3. Að styðja að aukinni vöru- vöndun útfluttrar sildar frá ís- landi, með því m. a. að gefa félagsmönnum kost á að fylgj- ast með öllum nýjungam á sviði sildverkunar yfirleitt. Eins og sést á aídri L. S. á það ekki langa starfssögu að baki. Samt verður þvi ekki neitað, að sambandið liefir þegar unnið mjög þarft verk og merkilegt. Má því til sönnunar geta þess, að fyrir for- göngu L. S. gaf Síldarútvegsnefnd sumarið 1937 út tvo athyglisverða bœklinga: »Starfsskrá fyrlr um- sjónarmenn við sildverkun« og »Helztu atriði um vinnubrögð kvenna við síldarverkun*, og hafa þessir pésar báðir vafalaust orðið til mikils gagns. S.l. vor undirbjó sambandið í samráði við Sildarút- vegsnefnd, námskeið i síldverkun, og að því loknu próf í nefndri iðn- grein. Er rétt aö geta þess, að frá upphafi hefir verið allnáin sam- vinna milli sambandsins og nefnd- arinnar og gagnkvœmur skilningur ríkt um þýðingu fræðslustarfs á sviði sildverkunarinnar. Þótt afskifti L. S. af þeim mál- um, sem nú hafa verið nefnd, séu engan veginn þýðingarlítil fyrir síldverkun landsmanna, hygg eg þó, að hin óbeinu áhrif með stofn- uri) sambandsins, verði á sínum tíma ekki talin minna virði. Gegn- um tilveru sína hefir það opnað augu meölima sinna og annara fyrir skaðsemi þess andvara- og aðgerðarleysis, er lengstaf hefir ríkt um vinnubrögð í saltsildar- framleiðslu þjóðarinnar. L. S. liefir bent á, hvað það er, sem þarf að gera til þess að auka hróður ís- lenzkrar sildar á erlendum mark- aði, og eg hefi trú á því, að sam- bandinu auðnist að verða áhrifa- ríkt á þessu sviði, ekki síst vegna þess, að það gerir fyrst og fremst kröfur til sinna eigin meðlima og œtlast til þess, að þeir gangi á undan. Þar sem félagar L. S. eru bú- sett:r víðsvegar um landiö, hafa vandkvœðin á lifrœnu sambandi milli þeirra og sameiginlegum áhrif- um út á við, verið tilfinnanleg. Þetta er meðlimunum lika Ijóst. Á aðalfundi sambandsins i fyrrasum- ar, var samþykkt að fela stjórninni að athuga um möguleika fyrir út- gáfu einhverskonar málgagns. Ár- angurinn af þeirri athugun er þetta blað: »SÍLD1N«. Síldveiðar islendinga hafa með hverju árinu orðið œ þýðingarmeiri fyrir þjóðina, m. a. vegna veiði- brests á öðrum fisktegundum og stórkostlegs markaðsbrests fyrir þœr. Afkoma þjóöaiinnar hefir því ekki að litlu leyti verið komin und- ir sildarversluninni, en gengi henn- ar ekki eingöngu háð veiðimagn- inu, heldur og sildarmeðferðinni, verkuninni. Kröfurnar um gœði saltsíldarinnar fara stöðugt vax- andi, og þœr þjóðir, sem við eigum um i samkeppni við, leggja sig fram til þess að fullnœgja þörfum kaupendanna. Af þessu má vera Ijóst, hvilikur voði það vœri okkur íslendingum, ef tómlœti og hirðu- leysi rikti um þessi mál í okkar landi. Til skamms tíma var ástœða til að óttast, en nú fer hollustu- samleg vakningaralda um hugi fólks og þeir verða œ fleiri, sem skilja hina brýnu nauðsyn og vilja leggja nokkuð á sig, til þess að verða að liði. I anda slíkra manna og kvenna, vill »SÍLDIN« viiina, hvort sem »sporðblök« hennar verða mörg eða fá. Ritstjórinn, Síldarmatsstjóri: Hvað hefi áunnist? Enda þótt ofsnemmt sé að ætlast til að hægt sé að gefa tæmandi yfirlit um síldverkun og síldarmat síðustu vertíðar, þykir mér rétt við þetta góða tækifæri að gefa félögum L. S. nokkurt yfirlit, þótt ekki sé nema á við og dreif, og þá aðal- lega um matjessíld. Ekki held eg það ofmælt, að nokkur hrollur hafi verið í mönn- um áður en vertíð byrjaði. Mun hið fyrirhugaða »stórm£eli«, síldar- mati), hafa átt sinn þátt í honum. Þegar svo söltun byrjaði, og síldin reyndist að vera fádæma rýr yfir- leitt, og hver einasti farmur mikið blandaður, mátti segja að hrollur- inn breyttist í glímuskjálfta, og var það vel farið. Er skemmst af að segja, að ekki hefði eg trúað þvi að óreyndu, að takast mætti, með úrkasti, að gera vöruna jafn góða og raun varð á, enda engin dæmi til þess, að jafnmiklu hafi verið kastað frá áður af óhæfri síld. Dæmi voru til þess, að úrkastið næði 50 prc., 7» — Va var ekki fátítt. Árangurinn af þessu úrkasti s.l. sumar varð sá, að eg held það nærri lagi, að útflutta varan í ár hafi um gæði yfirleitt jafnastávið meðalár undanfarið. Síldverkunarmenn munu hafa sínar skoðanir á, hvað helst hafi valdið þessum, eftir atvikum, ágæta árangri. Eg bendi þvi aðeins á nokkur aðalatriði, sem eg tel mestu varða. I. Það er nú að verða almennt viðurkennt, að gæði og vöndun vörunnar, umfram það sem aðrir geta látið í té, sé aðalvopnið i striðinu við keppinautana. Þettaer svo almennt viðurkennt, að jafnvel þeir, sem mest rækt hefir verið lögð við að villa sýn í þessu máli, sjómennirnir, virðast nú skilja þetta manna best. Það varsemsé þeirra síld (og útgerðarmanna) sem var kastað frá í sumar. Undanfarið eru ekki fá dæmi um það, að lítið úr- kast eins og 2—3 prc. hafa leitttil fullkominna friðslita milli sjómanna og saltenda. í sumar þoldu þeir betur tíu sinnum meira úrkast. Ef eg þekki piltana rétt, þá mun þetta ekki stafa af neinni uppgjöf, held- ur hafa þeir skilið, að þetta er eina leiðin til að tryggja atvinnuna framvegis.* II. Aukin þekking þeirra, sem mestu ráða um verkun síldarinnar, ásamt vaxandi leikni og skilningi kvenfólksins i því, að þekkja síld frá síld, á alltaf rnestan þátt í öll- um góðum áröngrum á síldarplani. Aukin þekking almennings í þess- um efnum, er að langmestu leyti að þakka félögum L. S., eftirlitsmönn- unum og verkstjórunum. III. Síðast en ekki síst, hin nýju síldarmatslög, sem gjörðu ráð fyrir gæðaflokkun, og sú ákvörðun Sildarútvegsnefndar, að greiða mis- munandi verð fyrir flokkana. Áður hafði saltendum verið greitt jafnmikið fyrir alla þá matjessíld, sem hægt var að selja til útlanda, * Eg vil skjóta hér inn i þeirri sjáifsögðu áskorun til allra síldverkunarmanna, að gera sitt til að bœta svo aðstöðu á söltunarstöðvunum, við hirðingu úr- kastsins, að sem minnst erfiði verði við að koma því í fullt verð.

x

Síldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Síldin
https://timarit.is/publication/774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.