Vitinn - 25.08.1939, Blaðsíða 1

Vitinn - 25.08.1939, Blaðsíða 1
I. ÁRG. VESTMANNAEYJUM 25. ágúst 1939. 1. TBL. Framtíðar samgöngutæki. Skeyti, gripið úr lausu lofti: „Pétur sunclkappi syndir frá Eyjum til meginlandsins næst- næstu þjó&hátíð. Tekur vænt- anlega farþega“. Ef nokkuð er að marka þessa frétt (sem útvarpið myndi sennilega kalla „1/2-opinbera"), er hér um merkilega samgöngu- bót fyrir okkar einangraða byggðarlag að ræða. Að vísu má búast við, að flug- ferðir verði þá orðið nokkuð reglulegar milli lands og Eyja, en sjálfsagt mun hitt verða ör- uggara. Reyndar hafa sumar aðrar áætlanir Péturs slegið út bæði „Súðina“ og „Selfoss“ — eins og t. d. þegar hann ætlaði að sækja lundann í Bjarnarey hérna um árið, en eigi að síður ættu menn að gefa gaum að þessari áætlunarferð, því að oft eru skipin yfirfull og erfitt að fá pláss, einmitt um þjóðhátíð- ina. Þetta ætti heldur ekki að taka business frá Flugfélaginu, því búast má við, að það hafi líka nóg að starfa, þegar þar að kemur. — * — Bara að ég væri svo ríkur, að ég gæti keypt mér bíl. — Guð almáttugur! Hvað ætl- ar þú að gera með bíl? — Hver hefir sagt, að ég ætli að kaupa bíl? FORSPJALL Með þessu blaði hefur „Vit- inn“ göngu sína. Það er ætlun- in, að hann verði fyrst og fremst skemmtirit, sem komi reglulega út, annanhvern föstudag. Hér hafa mörg gamanblöð verið gefin út, misjöfn að gæð- um og innihaldi, en öll hafa þau átt vinsældum að fagna á þeirra stuttu ævi. Það er eindreginn ásetning- ur ,,Vitans“ að reyna að lifa vel og lengi — en tíminn sker úr, hvemig til tekst. Aðallega mun „Vitinn“ flytja skemmtiefni og skopmyndir, og gera góðlátlegt gaman að ýmsu því, er honum þykir gefa tilefni til slíks. Vill hann reyna að forða mönnum frá óvitaskap öllum eða fávita, án þess þó að spila sig sem nokkurn ofvita. Þætti honum gaman að geta orðið nokkurs konar oddviti meðal blaða hér, eins og Ástþór er í bæjarstjórn- inni. „Vitinn“ mun þó ekki ein- göngu verða gamanblað, heldur mun hann líka flytja fræðandi efni, einkum um Eyjarnar. T. d. mun hann hafa fastan Eyjadálk, þar sem birtast munu ýmsir fróðleiksmolar úr sögu Eyj- anna. Óskum vér svo eftir langri og farsælli samvinnu við Eyja- skeggja. V irðingarfyllst, tJtg.

x

Vitinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vitinn
https://timarit.is/publication/777

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.