Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżr Stormur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżr Stormur

						Föstudagur 24. september 1965
i. árgangur
Reykjavík
1. tölublað
Tollsvikurum hegnt
N REFSIVONDUR
—  Skattsvikarar náðaðir
Tvennskonar réttarfar, annað fyrir ríka og volduga - hitt fyr-
irfátæka og lítilsmegandi Tollsvik - smygl ¦ og skattsvik eru
samskonar afbrot.
Hin stórfelldu smyglmál hafa að vonum vakið mikla athygli manna. Hæst ber eðlilega
í þeim efnum smyglið í Langjökli. Blöðin hafa hvorki sparað rúm sitt né prentsvertu
í þessu tilefni. Myndir hafa verið birtar af toll- og lögreglumönnum, svo og víðs vegar
úr smyglskipinu. Atorkusamur ransóknardó mari lætur einnig við og við birta myndir af
sér og gefur skýrslur um gang mála til blaðanna. Nú síðast hefur sjálfur yfirsaka-
dómari Reykjavíkurborgar tekið málið í sína r eigin hendur. Meginhluti skipshafnarinnar
hefur í all-langan tíma verið hnepptur í gæz luvarðhald, og húsleit hefur jafnvel farið
fram á heimilum þeirra. Talið er, að Áfengi sverzlun ríkisins hafi áskotnazt um 4000
flöskur af góðvíni vegna þessara atburða. Hagfræðilega hefur verið reiknað út, að sam-
tals muni smygivarningurinn nema um 1.2 milljónum króna, og hafi ætlun hinna seku
einmitt verið sú að hafa þessa fjárhæð af ríkissjóði með tolllagabroti og síðan ólög.
legri áfengissölu.
í þessu blaði verður þeirri háttsemi ekki mælt bót, þegar farmenn á tiltölulega stóru
flutningaskipi sameinast í því afbroti að gera skip sitt að smyglskútu og hika ekki í þvi
sambandi við að fremja skemmdir á skipinu og m.a. rjúfa einangrun lestanna, sem ætl-
að er það hlutverk að verja viðkvæman varn-ing fyrir skemmdum.
Hins vegar er það í rauninni broslegt að hugsa til alls þessa bægslagangs út af
einni milljón króna smyglvarnings, þegar lögbrot á ekki óskyldu sviði blasa við ríkis-
valdinu á næsta leiti, en hér er átt við SKATTSVIKIN. Á þessum vettvangi er ekki
um að ræða lögbrot upp á eina milljón, heldur hundruð milljóna króna. Varðandi þetta
misferli gagnvart ríkissjóði eru ekki birtar heilsíðu fyrirsagnir í dagblöðunum, þau
eru ekki Ijósmynduð í bak og fyrir, þar eru ekki rannsóknardómarar í starfi í fullum
skrúða. og út af slíku misferli sitja ekki tugir manna í gæzluvarðhaldi, og vegna þeirra
eru ekki framkvæmdar húsleitir í stórum stíl.
Hér sannast átakanlega orð Bibliunnar, að menn sjá flísina í auga bróður síns, en þeir
sjá ekki bjálkann í sínu eigin.
Vegið að tekjustofnum hins
opinbera.
Nútímaþjóðfélag heldur
uppi margvíslegri þjónustu til
hags þegnum sínum. Kröfurn-
ar á hendur þjóðfélaginu um
aukin þægindi og aukna sam-
hjálp fara vaxandi með ári
hverju, ef svo mætti segja.
Ríkisvaldið og sveitarfélögin
reyna af fremsta megni að
verða við kröfum þessum. Til
þess þarf eðlilega f jármagn og
aftur fjármagn. Þessa fjár er
aflað aðallega með beinum
sköttum og tollum, eða svo-
nefndum óbeinum sköttum.
Þegnunum ber þannig að
greiða hluta af tekjum sínum
í hina sameiginlegu sjóði, rík
Framh. á bls. 2
Þessir  mejJi)  œa sobir aa  heim  verSur ratsaSL
baesir nuou aru líka sfikir en verSur ekki refsað
Upphafsorð
Þegar nýtt blað hefur göngu sína, ber nauðsyn, að
það geri með nokkrum orðum grein fyrir sjálfu sér.
Að blaði þessu standa nokkrir menn hér í borginni,
sem telja nauðsyn á veglegu vikublaði, sem ekki er háð
neinum stjórnmálaflokki. Blaðið á að vera vettvangur
fyrir hlutlausa gagnrýni o$ sjónarmið hins óháða borg-
ara.
Enda þótt hinn óbreytti borgari styðji á kjördegi ákveð-
inn stjórnmálaflokk með atkvæði sínu, er hann óánægð
ur með það einræði eða al/æði örfárra manna, sem nú
tíðkast í íslenzku stjórnmálaflokkunum. Það er aug-
ljóst, að dagblöðin, málgögn stjórnmálaflokkanna, eru
lokuð þeim mönnum, sem leyfa sér að hafa aðra skoðun
á viðfangsefnum líðandi stundar en sjálf flokksforust
an, enda þótt flokksbundinn kjósandi eigi i hlut. NÝR
STORMUR býður öllum slíkum mönnum rúm fyrir
heilbrigðar skoðanir sínar, enda séu þær settar fram í
rökstuddum og heiðarlegum málflutningi. þar sem
málefni eru látin ráða niðurstöðu, en forðast er per-
sónulegt skítkast og áreitri.
Erlendis eru þess konar bleð algeng, víða algengust.
Þótt þau í meginefnum styðji ákveðna stjórnmála-
stefnu, er stuðningur þeirra við viðkomandi flokk oft
óviss, og þau áskilja sér, hvenær sem er, að hafa uppi
sérhverja þá gagnrýni á flokksforustuna, sem henta
þykir. Þessi blöð eru gefin út sem þjónusta við fólkið.
Þau eiga líf sitt undir því, að þessa hlutverks sé gætt.
Þau hafa við ekkert að styðjast nema lesendur sína og
kaupendur.
Þetta blað mun taka sér slík blöð til fyrirmyndar.
Það mun á skýran og skorinortan hátt taka afstöðu til
vandamála líðandi stundar. Það mun flytja almennar
fréttir, einnig af þeim vettvangi, sem dagblöðin geta
ekki flutt vegna tengsla sinna við stjórnmálaflokkana.
f fréttaflutningi verður sérstök áherzla lögð á áreiðan
leik í öllum efnum. Það mun forðast æsifregnir, en
hins vegar ekki hika við að draga fram i dagsljósið
ýmis konar misferli, einkum ef hinn óbreytti borgari
hefur verið hlunnfarinn af því opinbera eða samborg-
urum sínum.
Blaðið vill því skora á menn að senda því greinar
og ábendingar um hvers konar málefni, sem leitt geta
til glöggvunar um hinn mikla myrkvið, sem íslenzk
þjóðmálastarfsemi virðist komin í. Blaðið mun að sjálf-
sögðu ekki birta nafnlausar greinar, enda samrýmist
það ekki þeirri grundvallarstefnu þess að hafa jafnan
það er sannara reynist.
Blaðið mun leggja áherzlu á vandaðan frágang og
fjölþætt efni. Það mun flytja margs konar fróðleik
ungum og öldnum til gagns og s'kemtunar. Ekki mun
blaðið flytja framhaldssögur. Hins vegar verða birt
Framhald á Ms. z.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12