Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Forsetaval

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Forsetaval

						FORSETAVAL
BIAD AUSTFIRZKRA STUDHIHGSMANHA DR. KRISTJÁNS EIDJÁRNS
í. tölublað. — Fimmfoidagur 20. júin' 1968.
LÚÐVlK INGVAKSSON,  lögfræðingur:
Er œskilegt að forsetinn
sé stjórnmálamaður?
I áróðri við forsetakosningar,
sem nú fara í hönd, hefur verið
lögð á það megináherzla af fylg-
ismönnum annars foi'setaefnisins,
að „reyndir stjórnmálamenn" séu
öðrum hæfari til að gegna emb-
ætti forseta. Harðast hafa kveðið
að þessu sumir þeir, sem við síð-
ustu forsetakosningar studdu
virðulegan embættismann, sem
aldrei hafði s'nnt stjórnmálum,
gegn tveimur reyndum stjórn-
málamönnum. Mætti það vekja
grun um, að trúin á þessa kenni-
setningu væri ekki gömul.
Ef við værum ekki stödd í
m;ðri kosningabaráttu, myndum
við flest játa, a. m. k. í hugskoti
okkar, að æskilegast væri að for-
seti íslenzka lýðveldisins nyti ó-
skipts trausts og virðingar allra
landsmanna. Þess má að jafnaði
ekki vænta ef í forsetaembætti
velst harðsnúinn forustumaður
stjórnmálaflokks, sem lengi hef-
ur haft úrslitaáhrif í stjórn lands-
ins. Pólitískt siðferði íslenzkra
stjórnmálamanna er reikandi. Hér
á landi líðst ráðherrum pólitísk
hlutdrægni og misbeiting valda-
aðstöðu í þágu flokks, flokks-
manna og jafnvel fjölskyldu, sem
í nágrannalöndum okkar mundi
binda endi á stjórnmálaferil
manns í slíkri stöðu. Hvaða ís-
lenzkur ráðherra liggur ekki und-
ir ásökunum um misbeitingu á
valdi sínu í þágu flokksmanna
sinna? Og hvaða stjórnmálamað-
ur íslenzkur hefur ekki stuðlað að
s'íkri misbeitingu eða varið hana?
Þeir finnast áreiðanlega ekki
margir. Mig grunar að þeir séu
ekki floiri en fundust réttlátir,
þegar þær vansælu borgir Sódóma
og Gómorra voru undir smásjá
almættisins.
Við hljótum að játa, að forseti
íslenzka lýðveldisins verði að
vera yfir slíkt siðferði hafinn, ef
hann á að njóta trausts og virð-
ingar allrar þjóðarinnar.
Uppistaðan í áróðrinum um að
forseta eigi að velja úr hópi
stjórnmálamanna er sú fullyrð-
ing, að stjórnmálamenn á for-
setastóli séu öðrum mönnum lík-
legri til að leysa stjórnarkreppur
með lýðræðislegum hætti. Þessi
villukenning er furðulega barna-
leg. Þó að stjórnmálamaður, sem
situr í forsetaembætti sé allur af
vilja gerður, þá afklæðist hann
ekki samúð sinni til einnar stjórn-
málastefnu, flokks eða forustu-
manna né heldur andúð á öðrum.
Og hann öðlast ekki traust fyrri
andstæðinga sinna við það eitt að
taka forsetakápuna á herðar sér.
Við stjórnmálamann á forseta-
stóli  hlýtur  alltaf  að  loða  tor-
tryggni um, að gerðir hans mark-
ist af fornri samúð og andúð.
íslenzk stjórnmál eru ekki það
völundarhús, að ekki fái ratað
um þau aðrir en stjórnmálamenn.
Okkur, sem utan við þau stönd-
um, finnst að minnsta kosti oft,
að stjórnmáiamennirnir séu siegn-
ir þeirri blindu, að þeir rati ekki
um sitt eigið hús.
Reyns'an sýnir ekki heldur, að
stjórnmálamenn séu gleggri
mannþekkjarar e.n aðrir, þvert á
móti. Hörðustu fylgismenn og
nánustu vinir pólitískra forustu-
manna eru að jafnaði hvorki vitr-
ir né góðgjarnir.
Forseti, sem ekki á stjórnmála-
feril að baki en hefur í opinberu
starfi og  umgengni  við  fólk  úr
öllum stéttum, öðlazt margvíslega
reynslu af mannlegum viðbrögð-
um og viðhorfum, er ekki verr
fallinn til að dæma rétt um hæfni
stjórnmálamanna við lausn á
stjórnarkreppum en sá, sem áður
hefur barizt með eða móti sömu
mönnum. Hann getur litið á menn
og málefni án litaðra gleraugna
samúðar og andúðar. Og honum
mætir ekki sú tortryggni, sem í
hugskoti stjórnmálamannsins loð-
ir v'ð pó'.itískan andstæðing á
forsetastóli.
Hinn óháði forseti, sem nýtur
trausts og virðingar manna úr
öllum stjórnmálaflokkum verður
líklegastur til að leysa stjórnar-
kreppur eftir Jýðræðislegum leið-
um.
SÉRA  SVERRIR  HARALDSSON, Borgaríirði:
Þaö eru engin flokkssvik
MWMMMV^^VWVVWVWWV^WWVWMV^VVVVV^V^MVW^MM^A^VVMAMAWWWMMMMMAM
t
útgefendum
Blað það, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er gefið út
af kjördæmisnefnd stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns í
Austiu-landskjördæmi. Ekki er fyrirhugað, að út komi nemá
þetta eina tölublað, en með því vilja útgefendur gefa nokkr-
um Austfirðingum kost á að segja hug sinn um forsetakosn-
ingarnar og þá frambjóðendur, sem valið verður um eftir tíu
daga. Aðeins fáir komast að í litlu blaði sem þessu, en að baki
þeim standa þúsundir austfirzkra kjósenda, sem leggja munu
atkvæði sín á metaskálarnar þann 30. júní næstkomandi.
I  kjördæmisnefnd
(íuðlaugur Jónsson.
Sigurður Rlöiulal.
Sigurður Ó. Pálssou.
Vilbjáhnur  Sígurbjörnsson.
inrLnnjl nnn.r irLnnrLn.ru iPifi_n_nrn irin.in.ri*ijinrrrn*rnrn*""A*"""-"*"***************"**'
Forsetakosningar á íslandi eru
og eiga að vera algerlega ópóli-
tískar. Þess vegna á hver kjós-
andi að vera óháður sjónarmiði
flokks síns og honum á að vera
frjálst að kjósa eftir persónulegri
sannfæringu, án þess að vera
hræddur við að styggja einhverja
pólitiska húsbændur. Talsvert
mun þó hafa borið á því í her-
búðum Sjálfstæðismanna, að það
yrðu talin einskonar flokkssvik
að kjósa dr. Kristján Eldjárn til
forseta en ekki dr. Gunnar
Thoroddsen.
Að mínum dómi er þetta hin
herfilegasta blekking. Sá Sjálf-
stæðismaður, sem kýs Kristján
Eldjárn í væntanlegum forseta-
kosningum, er alveg jafn góður
flokksmaðúr eftir sem áður og
leyfi ég mér í því sambandi að
skírskota til athugasemdar Péturs
Benediktssonar í Morgunblaðinu
þann 7. maí sl.
Ég dreg það ekki í efa, að
báðir frambjóðendurnir til for-
setakjörs séu mjög vel hæfir til
að gegn því tignarembætti. En
hinsvegar tel ég það mikil með-
mæli með dr. Kristjáni Eldjárn,
að hann skuli aldrei hafa haft
opinber afskipti af stjórnmálum.
Forsetinn á að vera einskonar
sameiningartákn     þjóðarinnar.
Hann þarf að njóta fylgis og
virðingar allrar þjóðarinnar, sem
sameinast um hann, heil og óskipt.
Slíkt held ég. að næðíst aldrei, ef
í forsetastól sett'st maður, sem
lengi hefði barizt í fremstu víg-
línu einhvers sérstaks stjórnmála-
flokks. Slíkur maður hlyti alltaf
að eiga fjölmennan hóp andstæð-
inga.
ÖU kynni mín af dr. Kristjáni
E'.djárn, frá því að hann kenndi
mér í Menntaskólanum á Akur-
eyri og fram á þennan dag, eru
þannig, að ég hika ekki við^að
kjósa hann til forseta, fullviss
þess, að hann muni skipa þann
sess með sóma. Hann er maður
skörulegur og stjórnsamur, fjöl-
hæfur gáfumaður og fjölmennt-
aður. Hið ábyrgðarmikla og fjöl-
þætta starf sem þjóminjavörður
hefur hann rækt með slíkum
ágætum, að betur verður víst ekki
á kosið.
Með Kristjáni Eldjárn mundi
setjast í forsetastól virðulegur
þjóðhöfðingi, reglusamur og ein-
arður embættismaður og drengur
góður.
FORSETAVAL
Ritnefnd:
Guðlaugur Jónsson,
Sigurður Blöndal,
Sigurður Ó. Pálsson  (.áb.)
Vilhjálmur Sigurbjörnsson.
NESPRENT
WVVVVNA*«V>AA<WVMnAWrflA<UVVVV AA WWVW
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4