Forsetakjör - 28.05.1952, Blaðsíða 1

Forsetakjör - 28.05.1952, Blaðsíða 1
Q Q wmm Blað stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar REYKJAVIK, ZB. MAI 1952 - 1. TBL. For§etaefni þf óðarinitai* Muytí! ÞAÐ VAR EKKI langt liðið frá stofnun hins íslenzka lýð- veldis, þegar menn fóru að ræða um það sín á milli, hver líkleg- astur væri sem eftirmaður hins ástsæla forseta hr. Sveins Björnssonar, þegar að því kæmi, að velja þyrfti þjóðhöfðingja í hans stað. Þeir sem nokkuð hafa leitast við að kynna sér hug al- mennings í því máli, hafa hlotið að finna það fljótt, að hugir manna staðnæmdust yfirleitt við Ásgeir Ásgeirsson, þegar það bar á góma, og flestir töldu trúlegast og eðlilegast að hann yrði næsti forseti íslands. Þetta þjóðarálit varð æ greini legra eftir því sem árin liðu, og á s.l. vetri, þegar svo var komið að forsetakosningar fóru í hönd, heyrðist varla á þær minnst svo að ekki væri talið sjálfsagt að Ásgeir Ásgeirsson yrði í kjöri, og kom þá þegar í ljós, að fjöldi fólks úr öllum stjórnmálaflokkum hafði á- kveðið að styðja hann, ef hann gæfi kost á sér til framboðs. Þessi skoðun var ekki ein- ungis almenn hér heima á fslandi, heldur kom hún einnig fram í ýmsum blöð- um á Norðurlöndum, sem töldu Ásgeir Ásgeirsson lang líklegasta forsetaefni íslendinga, sakir margþættr- ar starfsreynslu, óvenjulegra mannkosta og glæsi mennsku. Má m. a. rekja þetta álit ís- lenzku þjóðarinnar og hinna er- lendu blaðamanna alla leið til ársins 1930, þegar hann var for- seti Alþingis, á þúsund ára há- tíð þess, og leysti það vanda- sama starf af hendi með þeim virðuleik og glæsibrag, sem varð íslenzku þjóðinni til mik- illa sæmdar, enda hefur hann æ síðan verið einn af hennar mest metnu sonum. í embætti forsætisráðherra, sem hann tók við nokkru síðar, sýndi hann enn, hve vel hann er til virðingarstarfa fallinn, og sem sendimaður þjóðar sinnar á erlendum vettvangi hefur hann alls staðar vakið athygli fyrir háttvísi og heillandi fram- komu. Það sem einkennt hefur stjórnmálaferil Ásgeirs Ásgeirs- sonar meir en flestra annarra manna er prúðmennska, dreng- skapur og víðsýni. Hann hefur aldrei ausið illyrðum yfir and- stæðinga sína, þótt þeir hafi oft illa og ómaklega á hann deilt; og hann hefur aldrei látið binda sig svo sterkum flokksfjötrum, að hann biði tjón á dómgreind sinni og samvizku. Orsakir þess að hann yfirgaf Framsóknar- flokkinn á sínum tíma skulu ekki ræddar hér, en hitt er víst, að hann þótti þá, að dómi margra manna, vaxa af þeim viðskiptum. Og það sýnir bezt rökfræðilegt umkomuleysi þeirra manna, sem nú hafa val- sAiaeir tiffeír ið sér það vonda hlutskipti, að sporna gegn vilja þjóðarinnar um kjör hans, að þeir hafa val- ið sér víðsýni hans og frjáls- lyndi að vopni gegn honum, um leið og þeir eru, réttilega, að segja þjóðinni að það séu helztu Prófkosiungarnar sýna, hvert stefnír ENGINN FRAMBJÓÐ- ANDI hefur notið eins almcnns stuðnings og Ás- geir Ásgeirsson til forseta- kjörs. — Meðmælendur lians eru úr öllum stjórn- málaflokkum, úr öllum kauþ stöðum, kauptúnum og sveit- um landsins — og af öllum stéttum. Meðan örfáir harðvítugir flokksforingjar hamast blöðum sínum og þjóta fram og aftur um landið til þess að reyna eftir á að handjárna flokksmen sína til fylgis við ákvörðun, sem þeir tóku upp á sitt cindæmi, hefur fólkið á vinnustöðum leikið sér að því að kanna lið sitt. Á um 20 vinnustöðum í Reykjavík hafa farið fram prófkosning- ar og úrslit þeirra sýna, að Ásgeir Ásgeirsson hefur mjög mikinn meirihluta yfir háða hina frambjóðendurna. Á þessum stöðum hefur það komið berlega í ljós, að fólk skiptist ekki á frambjóð- endurna eftir flokkum held- ur aðeins eftir afstöðu sinni til frambjóðendanna sjálfra. Ennfremur hefur fólk tek- ið upp nýjan „selskabsleik“. f boðum hafa menn haft próf kosningar. Iðnaðarmaður nokkur átti þrítugsafmæli fyrir nokkrum dögum. Ilann gerði það að gami sínu að fá alla þá, sem heimsóttu hann til þess að greiða atkvæði í forsetakosningunum og voru atkvæði talin seint um kvöldið. Úrslitin urðu þessi: Ásgeir Ásgeirsson 33 atkv., Bjarni Jónsson 3, Gísli Sveinsson 4. Sú skemmtilega saga geng ur í Reykjavík, að prófkosn- ing liafi farið fram í rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins og prentsmiðju þess. Úrslitin urðu þau, að Ásgeir Ásgeirsson hlaut flest atkvæði. í kaupstað úti á landi reynir kunnur kosnigasmali að hafa áhrif á sjómenn með framboði Hermanns og Ól- afs. „Þeir hlæja bara að mér“, sagði smalinn við kunningja sinn og strauk svitann af enni sér. 'icjeiriion kostirnir, sem þjóðhöfðinginn þurfi að hafa. Ef til vill er það bezta sönnun- in fyrir hæfni Ásgeirs Ásgeirs- sonar sem þjóðhöfðingja, mann kostum hans og vinsældum, að flokkar þeir, sem hann hefur verið í framboði fyrir í kjör- dæmi sínu og þingmaður í tæp 30 ár, hafa aldrei átt þar nægi- legt atkvæðamagn til þess að koma að manni á flokksatkvæð- um einum. Fólkið hefur kosið manninn sjálfan og treyst hon- um betur en frambjóðendum síns eigin flokks til þess að fara með umboð sitt á löggjafar- .samkomu þjóðarinnar. Fáir þingmenn munu fyr eða síðar hafa notið jafn óskiptrar hylli bæði andstæðinga og stuðnings manna eins og hann, enda hlýt- ur hver maður, sem kynnist honum persónulega, að virða hann og treysta honum og finna í fari hans þá eiginleika, sem eru aðalsmerki sannra dreng- skapai’manna. Ásgeir Ásgeirsson er ekki í hópi þeirra stjórnmálamana, sem vilja hafa storma og styr um nafn sitt. Hann hefur unn- Frh. á bls. 2, 1. d. KOSNINGASKRIFSTOFA stuðningsmanna Ásgeirs Ás- geirssonar í Reykjavík er í Austurstræti 17. Símar skrif- stofunnar eru 3246 og 7320. — Hún er opin alla daga kl. 10—12 og 13—22. — Kjörskrá liggur frammi og þar eru allar upp- lýsingar viðvíkjandi kosning- unum veittar. ♦ KJÓSENDUR eiga að velja á milli framboðs örfárra stjórn- málaforingja í Reykjavík, sem eftir á reyna að binda trygg- ustu fylgismenn sína, — og frjáls framboðs þjóðarinnar sjálfrar, manna úr öllum flokk- um og utan allra flokka. ♦ F YRIRFR AMKO SNIN G AR byrja um næstu helgi. Allir, sem dvelja frá heimili sínu á kjördegi verða að kjósa þá þeg- ar, eða áður en þeir fara að heiman. — Kjósendur utan Reykjavíkur, sem staddir eru hér, eru beðnir að kjósa sem fyrst svo að hægt sé að senda atkvæði þeirra til kjörstaðar þeirra. Fólk, sem veit um menn sem dvelja burtu, er beðið að gera kosningaskrifstofunni að- vart. ÍSLENDINGAR, sem dvelja erlendis geta kosið hjá sendi- ráðum íslands. Fólk, sem veit um íslendinga erlendis, sem ekki verða komnir heim á kjör- degi, er beðið að skrifa þeim og hvetja þá til þess að kjósa eða að láta kosningaskrifstof- una vita. ♦ STUÐNINGSMENN Ásgeirs Ásgeirssonar utan Reykjavíkur eru beðnir að senda aðalskrif- stofunni allar upplýsingar, sem þeir telja að að gagni mættu koma. ♦ ÁSGEIR ÁSGEIRSSON hef- ur aldrci tapað kosningu, og þó hafa hvorki Framsókn né Al- þýðuflokkurinn nokkru sinni átt flokkslegan meirihluta í kjördæmi hans. — Persónulegt viðmót og góðar gáfur hafa tryggt honum fylgi fólksins. ♦ KÆRUFRESTUR er útrunn- inn 7. júní. Þeir, sem eiga að vera á kjörskrá, en eru þar ekki verða að hafa kært yfir því fyrir þann tíma. Komið á kosn- ingaskrifstofuna. LANDSBÓKASAFN oYI ! 87024 l'SLANUS

x

Forsetakjör

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.