Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóškjör

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóškjör

						

É>

ÞJOÐKJOR

BLAÐ STUÐNINGSMANNA GUNNARS THORODDSENS

1. tölublað. — Þriðjudagur 14. maí 1963.
i

I

!

I

I

Avarp til kjósenda


Um leið og íslenzka lýðveldið var sett á

fót 1944, var embætti forseta Islands stofn-

að. Embættinu var ætlað að vera staðfest-

ing þess og kynning, að Island væri frjálst

og fullvalda ríki, engum háð nema því

fólki, sem byggir þetta land. Forsetastarfij

á að vera einingartákn þjóðarinnar, örva

til samheldni, bera klæði á vopn og veita

festu og forystu á örlagastundum.

Forsetinn er fulltrúi þjóðarinnar út á við

og kemur fram fyrir hennar hönd, þegar

á þarf að halda. Forseti staðfestir lög frá

Alþingi, undirritar samninga við önnur ríki

og skipar í ýmis opinber störf. Að jafnaði

er hér um formlegt vald að ræða, sem í

reynd er í höndum ríkisstjórna. En for-

setanum er falið raunverulegt vald, varð-

andi myndun ríkisstjórna og staðfestingu

á lögum. Ef ekki er fyrir hendi meirihluti

alþingismanna, er stendur að stjórn, er for-

seta sá vandi á höndum að sjá landinu

fyrir ríkisstjórn; reynir þá mjög á hæfni

hans og óhlutdrægni, því að oft er það

vandasamt verk að leysa stjómarkreppur.

Og ef forseti synjar lögum staðfestingar,

skal leggja þau lög undir þjóðaratkvæði.

A þeim tæpa  aldarfjórðungi, sem lið-

inn er síðan íslenzka lýðveldið var endur-

reist, hefur ísland átt tvo forseta, Svein

Björnsson í nær átta ár og Ásgeir Ásgeirs-

son í sextán. Þau margvíslegu viðfangsefni

og vandamál, sem hér hefur verið lýst, hafa

hinir farsælu forsetar leyst af hendi með

ágætum, sem alþjóð viðurkennir og virðir.

Því valda persónulegir hæfileikar og mann-

kostir, þekking þeirra á stjórnlögum og

stjórnháttum, og víðtækur kunnugleiki á

margháttuðum sviðum mannfélagsins, sem

þeir höfðu öðlazt í umsvifamiklum þjóð-

málastörfum fyrir land sitt, innan lands og

utan, áður en þeir tóku við starfi forseta.

Og vegna þess, hversu vel forsetunum hef-

ur farið úr hendi að leysa vandamálin, hef-

ur almenningur ekki orðið eins var við

þann þátt, sem þeir hafa átt í lausn þeirra.

Þegar þjóðin á að velja þriðja forseta

Islands, er nauðsynlegt, að sérhver kjós-

andi geri sér glögga grein fyrir eðli em-

bættisins. Síðan er það hans að dæma,

hvor frambjóðenda sé betur til þess fallinn,

að gegna þessu þýðingaimikla starfi. Þeir,

sem nokkuð íhuga málið, verða ekki í vafa

um, að þeir eiga að velja Gunnar Thor-

oddsen. Þá yrði réttur maður á réttum

stað.               Stuðningsmenn.

GUNNAR THORODDSEN

1

\1


Skrifstofur stuðningsmanna GUNNARS THORODDSENS

REYKJAVÍK:

Aðalskrifstofa:

Pósthússtræti 13

Sími: 84500

Utankjörstaðaskrifstofa:

Aðalstræti 7, 2. hæð

(gengið inn að austanverðu)

Símar: 84532, 84533 og 84535

AKUREYRl:

Strandgata 5

Símar: 21810 og 21811

VESTMANNAEYJAR:

Um miðjan mánuðinn verður opnuð

skrifstofa í húsi DRÍFANDA

við Bárugötu. Sími:  1080.

ÁRÍÐ ANDI !

Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens eru hvattir til bess að

láta UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFUNA VITA UM kjósendur,

sem verða fjarri heimilum sínum á kjördegi, bæði innanlands

og utan. Símar skrifstofunnar eru 84532, 84533 og 84535.

Fjölda meðmælenda haldið inn-

an ramma stjórnarskrárinnar

Fjölmargir hafa snúiS sér til

skrifstofu stuðningsmanna Gunn-

ars Thoroddsens og spurzt fyrir

um, hvernig á því standi, að ekki

sé auglýst, hvar meðmælendalist-

ar vegna forsetaframboðs hans

liggi frammi, svo að mönnum sé

gefinn kostur á að rita nafn sitt

þar.

Því er til að svara, að skýrt er

fram tekið 1 stjórnarskránni og

lögum um framboð og kjör for-

seta íslands, að forsetaefni skuli

hafa meðmæli minnst 1500 kosn-

LANDSBOKASAFN

281092

ÍSLANDS

ingabærra manna, en mest 3000,

og tiltekur forsætisráðherra há-

marks- og lágmarkstölu meðmæl-

enda forsetaefnis úr landsfjórð-

ungi hverjum í réttu hlutfalli við

kjósendatölu þar. Tölurnar eru

nú sem hér segir: Sunnlendinga-

fjórðungur 1040—2085, Vestfirð-

ingafjórðungur 130—265, Norð-

lendingafjórðungur     230—455,

Austfirðingafjórðungur  100—195.

Stuöningsmenn  Gunnars  Thor-

oddsens tóku þegar í upphafi þá

sjálfsögðu  stefnu,  að  halda  sig

innan ramma laganna, enda voru

þessi ákvæði sett i stjórnarskrá

lýðveldisins til að sporna við því,

að unnt væri að binda menn fyr-

irfram með undirskriftum, þótt á

hinn bóginn sé eðlilegt, að for-

setaefni hafi hóflegan fjölda með-

mælenda að baki. Er frekari með-

mælendasöfnun „óleyfilegur kosn-

ingaáróður og kosningaspjöll" og

refsivert athæfi lögum sam-

kvæmt.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4