Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

29. jśnķ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
29. jśnķ

						7. - n&°
29. JÚNÍ
ÚTGEFENDUR:
STUDNINGS-
MENN
PÉTURSJ.
THORSTEINS-
SONAR
1. tölublaö              ísafjöröur 14. júní 1980   Prentstofan Isrún hf.
Ritstjóri: Kjartan Sigurjónsson — Ritnefnd: Guömundur Þóröarson, Einar Árnason, Kristjón Sævar Pálsson
1. árgangur
Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráðherra:
Heilir hildar til
Þegar leíð að stofnun lýð-
veldlsins, var það í fyrstu áform
Alþingls, að forsetinn yrði
þingkjörinn. Ef svo hefði orðið,
mundi kjör forsetans mjög hafa
orðið háð flokkavaldinu í land-
inu. Ef til vill háð hrossakaup-
um þeirra í milli.
Hannlbal í ræðustól
á fundinum á fsafirði
Það var því merkur atburður
í LÝÐFRELSISÁTT, er Alþingi
breytti um stefnu, varð við
þjóðar vilja og ákvað, að þjóö-
höfðingi lýðveldisins skyldi
valinn af þjóðinni sjálfri í bein-
um kosningum.
Þetta er dýrmætur réttur ís-
lenskra þegna. En þessum rétti
fylgir ÞUNG ÁBYRGÐ. Verður
ekki annað sagt, en að hingað
til hafi íslenskum kjósendum
farið forsetavalið vel úr hendi
og viturlega. Er þess að vænta,
að svo fari enn sem fyrr.
Með vissum hætti má segja,
að nú standi kjósandinn
frammi fyrir vandasamara vali
en áður, þar sem um fleiri
frambjóðendur er að ræða, en
áður hefur verið. En í raun er
vandi kjósandans einn og hinn
sami: Sá að finna hœfasla
manninn úr hópi frambjóð-
enda og greiða honum at-
kvæði sitt.
Spurningarnar, sem á
minn huga leita nú fyrir
forsetakjör, eru einkum
þessar:
Hver frambjóðenda er
líklegastur til að duga þegar
gefur á bátinn, hver þeirra
er líklegastur til að verða
landi og þjóð til sóma á
örlagastundum, hver þeirra
er best búinn hagnýtum
gáfum, menntun, lífsreyríslu
og persónustyrkleika, hver lík-
legastur til að geta orðið
lifakkeri þjóðarinnar og
sameiningartákn, þegar á
forsetann reynir og í harð-
bakkann slær?
Raunar má e.t.v. sameina
allar spurningar kjósandans
í þessari einu: Hver er hæf-
astur? Svarið á hver og einn
ábyrgur kjósandi að veita
eftir bestu samvisku, án
nokkurs tillits til annara
skoðana, eða áróðursflaums-
ins kring um hann.
Framangreindum spurn-
ingum, og þó mörgum fleiri,
hef ég velt fyrir mér af kost-
gæfni, og þarf ég ekki að
fara dult með það, að svar
mitt við þeim öllum er
þetta:
PéturJ. Thorsteinsson sendi-
herra er hœfastur allra þeirra,
sem i' forsetaframboði eru að
þessu sinni.
í framhaldi af því, sem ég
nú hef sagt, vil ég taka
fram, að ég er hjartanlega
sammála þeim persónulegu
ummælum Halldórs Lax-
ness, um Pétur J. Thor-
steinsson, er hann birti ný-
lega, og voru efnislega á
þessa leið:
„Pétur J. Thorsteinsson
er maður, sem ævinlega hef-
ur unnið fullan vinnudag og
oft meira.
Hann er hógvær og of
mikill höfðingi í eðli sínu til
að berast á.
Hann er á aungvum vett-
vangi líklegur til að láta sig
út í ónýtt gambur, hvort
heldur embætti hans verða
hærri eða lægri.
Virðulegri mann en Pétur
J. Thorsteinsson fáum við
ekki að Bessastöðum.
Þá er það til kosta, að
fyndni á Pétur til, sem hittir
í mark.
Og ekki þarf að óttast, að
honum vefjist tunga um
tönn í ávarpi við menn, sem
mæla á fjarskyldum tung-
um.
Þessi maður, Pétur J.
Thorsteinsson, er ekki að-
eins kempa að vallarsýn og
mikill yfirlitum, heldur kom
hann á unga aldri og ein-
lægt síðan fram af fullkom-
inni hæversku og látleysi.
Hann hefir ávallt verið
sannvirðulegur fulltrúi smáþjóð-
ar, sem á stórt mál að verja i
heiminum."
Þetta er merkur vitnis-
burður merks manna, sem
þekkt hefur og fylgst með
stórmerku ævistarfi Péturs
J. Thorsteinssonar allt frá
unglingsárum hans. — Efn-
islega vil ég gera þau öll að
mínum.
Og að lokum: Kosninga-
hríð er hafin og síst til setu
boðið. Er nú sá kostur
vænstur fyrir þá, sem eru
sama sinnis og ég, að setjast
undir árar og hefja lífróður
af fullri snerpu með lend-
ingu í Bessastaðavör fyrir
augum þann 29. júní.
Heilir hildar til. — Heilir
hildi frá.
Einar B. Ingvarsson:
Einn
hefur þá
þekkingu
og
reynslu
sem nauðsynleg er
Það eru liðin tólf ár síðan
við kusum forseta, og nú
stöndum við frammi fyrir
þeim vanda að velja milli
fjögurra  einstaklinga,  sem
Frá Vestfjarða-
fundum Péturs
Um siðustu helgi héldu stuðn-
ingsmenn Péturs J. Thorsteinsson-
ar fjóra fundi á Vestfjörðum.
Á Patreksfirði var fundur á
laugardag. Fundarstjóri varólafur
Guðbjartsson.
Á sunnudag voru svo fundir í
Bolungarvík, á Isafirði og í Súða-
vík. Þeim fundum stjórnaði
Hannibal Valdimarsson. Fundirn-
ir voru fjölsóttir og vel heppnaðir.
Pétur J. Thorsteinsson flutti ræðu
um forsetaembættið og hin fjöl-
breytilegu störf, sem þar þarf að
inna af höndum og frú Oddný
flutti ávarp. Þá tóku og nokkrir
heimamanna til máls. Á Isa-
fjarðarfundinum voru kaffiveit-
ingar og létt tónlist.
Kosningaskrifstofa er að Upp-
sölum, opin kl. 13:00 til 19:00
Pétur J. Thorsteinsson og Oddný kona hans
' -5 h £ £ sflfrir'Ulan heimavist Menntaskólans á fsafirði
* 14 a u a
bjóða sig fram til þessa
virðulega embættis. Til þess
að geta valjð hljótum við að
hugleiða hvaða kostum for-
setinn þurfi að vera búinn,
og hvaða frambjóðandi sé
Iíklegastur til að uppfylla
þau skilyrði er við setjum.
Forsetinn er kjörinn sam-
kvæmt „Stjórnarskrá lýð-
veldisins íslands" frá árinu
1944, og er starf forsetans
skilgreint í stjórnarskránni.
Þeir sem best til þekkja telja
ýmsa vankanta á henni, sem
nauðsynlegt sé að lagfæra,
enda hefur nefnd setið að
störfum í áratugi til að
vinna þetta verk, en skoðan-
ir virðast skiptar og ekki
bólar á tillögum til breyt-
ingar. I dag standa málin
þannig að forsetinn sem á
að vera þjóðkjörinn, getur
náð kosningu með aðeins
20-25% kjörfylgi.
Margir virðast telja að
hlutverk forsetans sé fyrst og
fremst gestamóttaka, og að
koma fram fyrir hönd þjóð-
arinnar á erlendum vett-
vangi. Þetta er ein af skyld-
um forsetans, og skiptir
vissulega máli að öll hans
framkoma sé virðuleg en án
alls tildurs. En önnur hlut-
verk eru honum ætluð, og
getur það skipt sköpum fyrir
þjóðina hvernig til tekst á
þeim vettvangi.
í 15. gr. stjórnarskráar-
innar segir: „Forsetinn skip-
ar ráðherra og veitir þeim
lausn. Hann ákveður tölu
þeirra og skiptir störfum
með þeim." Að sjálfsögðu
hefur forseti samráð við
stjórnmálamenn í þessum
efnum, en valdið er hans.
Það er mín skoðun að ekki
hafi ætíð vel til tekist um
meðferð þessa valds.
Þá er vert að veita því
athygli, að forsetinn getur
neitað að staðfesta lög, sem
samþykkt hafa verið á Al-
þingi. Þau fá engu að síður
Framhald á bls. 2
JSl.) *
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
2-3
2-3
Blašsķša 4
Blašsķša 4