Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ingólfur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ingólfur

						a

>-jb

1. árg. - Reykjavík, 17. júní 1965 - 1. tbl.

Ákvörðun um takmörkun Keflavíkur-

sjónvarpsins verður að laka nú þegar

Ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að setja á stofn íslenzkt sjónvarp

á næsta óri. Hins vegar hefur hún enn enga ókvörðun tekið um það.

hvort hinu ameríska herstöðvarsjónvarpi á Keflavíkurflugvelli verði

eftir sem áður leyft að halda uppi sjónvarpi, er nói til meirihluta ís-

lenzkra heimila, með sama hætti og nú hefur viðgengizt um fjögurra

óra skeið, síðan leyft var að stækka sjónvarpsstöðina í Keflavík 1961.

Einstakir íslenzkir ráðamenn

virðast þó nú hafa gert sér ljóst,

að nauðsynlegt verði að takmarka

Keflavíkursjónvarpið við herstöð-

ina, þegar íslenzkt sjónvarp verð-

ur sett á stofn, og þá sennilega

með því að koma upp á flugvell-

inum svonefndu lokuðu sjónvarpi,

sem tíðkast m. a. víða í erlend-

um háskólahverfum. Þannig hefur

Benedikt Gröndal alþingismaður

og formaður íítvarpsráðs, sem á

sínum tíma varði stækkunarleyfi

Keflavíkursjónvarpsins, lýst yfir

því í blaði sínu, Alþýðublaðinu,

að núverandi ástand í sjónvarps-

málum sé „andstyggileg sjálf-

helda" og rekstur amerískrar

sjónvarpsstöðvar við hlið vænt-

anlegs íslenzks sjónvarps „gangi

ekki til frambúðar". Og á fundi með

sextíumenningunum taldi menuta-

málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla-

son, að endurskoða þyrfti leyfi

Keflavíkursjónvarpsins til óhindr-

aðs sjónvarpsrekstrar, er íslenzkt

sjónvarp yrði stofnað. Taldi ráð-

herrann, að sjá ætti til, hvort ís-

lenzkt sjónvarp stæðist samkeppn-

ina við hið ameríska, og taka til

athugunar að takmarka leyfi

Keflavíkursjónvarpsins, ef í ljós

kæmi, að eftir sem áður yfirgnæfði

84% hafa ekki

sjónvarp

Mikið hefur verið af því

látið, hversu fjölmennur sá

hópur sé, sem hafi sjónvarp,

og hefur verið gizkað á, að

sjónvarpseigendur séu nú um

6000 og notendur um 30000.

Af þessu hefur verið dregin

sú ályktun, að áhangendur

hins erlenda sjónvarps séu svo

margir, að gegn vilja þeirra sé

ekkert hægt að gera. Að vísu

verður ekkert um það fullyrt,

að þeir, sem sjónvarp hafi, séu

skilyrðislaust fylgjandi rekstri

hins erlenda sjónvarps á fs-

landi. En hvernig svo sem því

kann að vera farið, er þó á-

stæða til að minna á, að um

160 000 manns, eða um 84%

þjóðarinnar, hafa ekki afnot

sjónvarps.

hið ameríska sjónvarp íslenzkt

sjónvarp á íslenzkum heimilum.

Aðspurður Iýsti ráðherrann því að

lokum sem persónulegri skoðun

sinni, að nauðsynlegt yrði að tak-

marka Keflavíkursjónvarpið við

herstöðina eftir stofnun íslenzks

sjónvarps. Hins vegar tók ráðherr-

ann það skýrt fram, að þetta væri

aðeins persónuleg skoðun sín, en

ekki yfirlýsing fyrir hönd ríkis-

stjórnarinnar.

Þannig Hggur þá Ijóst fyrir, að

allt er enn í óvissu um það, hverja

ákvörðun ríkisstjórnin muni taka

í þcssu máli. Víst er það, að stjórn-

in hefur með hinni hrapallegu

stefnu sinni í sjónvarpsmálinu til

þessa skapað vandamál, sem hug-

lithini stjórnmálaforingjum mun

þykja erfitt að leysa. Blaðið Tng-

ólfur og aðstandendur þess telja,

að bæði sé unnt og nauðsynlegt

að taka nú þcgar þá ákvörðun

að talcmarka Keflavíkwsjónvarp-

ið við herstöðina eina, jafnskjótt

sem íslenzkt sjnnvarp verður sett

á stofn. Rök blaðsins fyrir þess-

ari skoðun eru eftirfarandi:

1)  Af þjóðernis- og menningarleg-

um ástæðum er með öllu óvið-

unandi, að rekið verði hér á

landi herstöðvarsjónvarp 7%

—14 klukkustundir daglega við

hlið vanmáttugs íslenzks sjón-

varps 2 klukkustundir á dag.

Kapphlaup við hið erlenda

sjónvarp um lengd dagskrár er

hins vegar fyrirsjáanlega bæði

háskalegt og vonlaust, svo sem

sjá má af því, að jafnvel tutt-

ugu sinnum fjölmennari þjóð

eins og Norðmenn treystir sér

ekki til að halda uppi lengri

dagskrá en 2—3 stundir á dag.

2)   Af þjóðhagslegum ástæðum er

fjarstætt að ætla sér að reka

íslenzkt sjónvarp við hlið hins

ameríska, sem hvílir á allt öðr-

um fjárhagslegum grundvelli,

nýtur ókeypis efnis frá ríkustu

þjóð heims. Þetta hefur Bene-

dikt Gröndal, formaður út-

varpsráðs, þegar gert sér lióst,

er hann lýsti því í Alþýðu-

blaðinu, hvað gerðist, ef West-

inghouse-fyrirtækið kæmist að

þvi, að sjónvarpsefnið, sem það

lætur hernum í té án endur-

Frá Þingvöllum

gjalds og auglýsinga, væri í

rauninni að langmestum hluta

notað af íslenkum heimilum,

þar sem væri „töluverður

markaður fyrir Westinghouse-

vörur"! Einnig mætti spyrja,

hvernig íslenzka sjónvarpið,

sem ætlað er að að afla 4Vo

milljónar króna tekna af aug-

lýsingum á ári, ætlar sér að

fá þær auglýsingar, ef Kefla-

víkursjónvarpið á að sjá mönn-

um fyrir skemmtiefni, á með-

an hið íslenzka sendir út aug-

lýsingar sínar.

Þessar röksemdir telur blaðið

Ingólfur, að ríkisstjórn Islands

verði að gera sér ljósar nú þegar

og taka síðan ákvörðun um tak-

mörkun Keflavíkursjónvarpsins.

Blaðið telur það óverjandi gagn-

vart öllum aðiljum, að dregið

verði að taka þá ákvÖrðun, bæði

gagnvart þjóðinni í heild, sem á

heimtingu á því að vita, hvað rík-

isstjórnin hyggst fyrir í þessu mik-

ilvæga menningarmáli, gagnvart

þeim mönnum, sem ríkisstiórnin

heimtar toll af, er þeim eru seld

siónvarpstæki til þess að njóta

allt að 14 klukkustunda amerískr-

ar sjónvarpsdagskrár á dag, og

gagnvart hinu bandaríska herliði,

sem sjálfsagt er að skýra nú þeg-

ar opinberlega frá því, sem for-

maður útvarpsráðs telur „ekki

ganga til frambúðar".

Menntamálaráðherra svarar

fyrirspurnum um sjónvarp

Eins og skýrt var frá í tveimur

Reykjavíkurdagblaðanna (Morg-

unblaðinu og Þjóðviljanum) á sín-

um tíma, efndu nokkrir úr hópi

sextíumenninganna til fundar í

Tjarnarbúð 17. maí sl. þar sem

menntamálaráðherra, - Gylfi Þ.

Gíslason, svaraði spurningum um

sjónvarpsmálið. Höfðu honum

samkvæmt eigin beiðni verið send-

ar spurningarnar fyrir fundinn, og

spunnust um þær umræður, sem

stóðu í rúma fjóra tíma.

LAJlSSDCiiASAPN

259709,

fSLAHDS

Ráðherra kvaðst telja núverandi

ástand í sjónvarpsmálum óviðun-

andi fyrir sjálfstæða menningar-

þjóð, en eins og nú væri komið

yrði ekki ráðin bót á því fyrr en

komið væri á önnur vegamót.

Þegar íslenzkt sjónvarp hefði tek-

ið til starfa, taldi hann rétt að

taka leyfisveitinguna til varnar-

liðsins til endurskoðunar, og kvað

liann það vera sína persónulegu

skoðun, að þá ætti að takmarka

Frh. á 2. síðu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8