Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Męšrablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Męšrablašiš

						070

Útgefandi:  Mæðrastyrksnefndin.

I.  árg.

Siglufirði, á Mæðradaginn  23.  maí 1937

]. tbl.

A V A R P.

Lesari góður!  Hér er nijtt blað að hefja göngu sina,  og  við,

sem að því stöndam, uiljum með nokkrum orðum gera grein fyrir

starfsemi þess.  MÆÐRABLAÐIÐ á að uera,  eins og  nafn þess

bendir til. aðallega helgað málefnum  mœðranna, og  biðjum  uið

alla ueiunnara siglfirzkra. mqeðra að veita  málefnum  þeirra  sitt

fyllsta lið.  MÆÐRABLAÐIÐ  mun  ekki  koma út oftar en einu

sinni á ári, á mœðradaginn, sem  er fjórði  sunnudagur í maí  ár

huert, og vonum við, að á móti  þvi  verði  tekið sem  blómi vor-

boðans.

Siglufirði, 20. mai 1937.

í Mœðradagsnefndinni:

Eirikssína Ásgrímssdóttir.   Sigríður Jónsdóttir.   Guðbjörg Eiriks-

dóttir.   Þorfinna  Dýrfjórð.   Hólmfríður Sigurgeirsdóttir.   Olöf

Kristinsdóttir.

Mæðradaéurinn.

Tilvera hins svonefnda Mæðradags

árótsína að rekja til mildra og göí-

ugra hugsana þeirra einstaklinga,

sem bezt skilja kjör og kyrlátt starf

þeirra kvenna sem heima sitja og

halda vörð um heimilisarininn.

Að mæðradagurinn er haldinn

hér á þeim tíma árs, þegar vorið

er á sinni siguileið, er að öllu

leyti vel til fundið, og í fullusam-

ræmi við hlutverk þeirra, sem eiga

að hlynna að viðkvæmum blóm-

um og vaxandi meiðum sem mynda

eiga þjóðfélagið í framtíðinni,

Að þessu sinni virðist mæðra-

dagurinn ekki ætla að heilsa okkur

með sól í fangi og blóm við barm,

en mæður, sem nokkro reynzlu

eiga að baki, láta slikt ekki raska

ró sinni, þær hafa svo oft fundið

næða um sig svalan blæ frá mis-

jöfnum kjörum og margvíslegum

vonbrigðum. Alltof margar þeirra

hafa líka séð fegurstu blómin sín

blikna við eina frostnapra vornótt.

Mæðradagurinn á erindi til allra

mæðra, á hvaða aldurs- og þroska-

stígi  sem  þ'ær  kunna  að  vera.

Hinar öldruðu mæður, sem heim-

iliskyrrðin hjálpar til að vera of

geymnar á daprar minningar, finna

svo oft viðkvæma strengi hljóma

í sál sinni. Til þeirra kemur mæðra-

dagurinn með þann samúðaryl, sem

eldra fólkið fær aldrei í of ríkum

rnæli. Hinum yngri mæðruin heils-

ar þessi dagur sem gamall kunn-

ingi, sem endurskin hinna frjálsu,

áhyggjulausu æskudaga, sem þær

hafa kvatt og ef til vill sakna að

einhverju leyti, því að mörg ung

móðir heyrir útþrána kalla, þótt

rödd hennar sé fjarlægari en fyr,

og sér blasa við sér óleyst við-

fangsefni, sem kærustu æskuhug-

sjónir hennar voru tengdar við.

Hugljúf skylda kallar, en hugur-

inn reikar svo víða. Annars er

tæplega hægt að segja, að sú

hugsjón, sem Mæðradagurinn er

runninn upp af, sé enn orðinn að

virkileika, hún verður það ekki

fyr en hver móðir er losuð við

allar heimilisáhyggjur þennan dag,

og getur notið frelsi og gleði.

Það hvílir á herðum hinnar

ungu, uppvaxandi kynslóðar, að

bera þessa hugsjón fram til sigurs,

Þið ungu meyjar og sveinar!

Munið Mæðradaginn, munið það

ætið, að móðír ykkar er alla daga

að fórna andlegum og líkamlegum

kröftum sínum ykkur til heilla og

blessunar, en Mæðradagurinn er

einmitt sérstakt tækifæri fyrir ykk-

ur til að veita móður ykkar gleði

og hvíld.

Enginn veit hvenær lífið skiftir

um leiksvið — móðir ykkar er

horfin, og þá hljóma í huga ykkar

orðin: »Aldrei framar«.

Veitið móður ykkar samúð og

gleði meðan tími er til.       „.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4