Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 1

Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 1
Skáiapóslurinn Útgefandi: 2. sveit 3. Væringjadeild Apríl 1938 Oleyst verkefni Seinasta ár hefir verið mikið og’ gott starfsár fyrir skátana. Skátum hefir fjölgað um 50%, svo að nú teljast virkir skátar hér á landi liðlega 1000. Fjölgun þessi er svo ör, að nú mun ís- land vera eitt af þeim löndum í heim- inum, þar sem skátar eru einna fjöl- mennastir, miðað við fólksfjölda lands- ins. Starf skátanna á árinu hefir ver- ið meir en áður, eins og bezt sést á því, að á árinu voru tekin 795 próf á móti 471 prófi árið áður. Til þess að starfið aukist nú enn meira, þarf B.I.S. að beita sér fyrir ýmsum verkefnum, sem óleyst eru, og munu tvímælalaust verða til þess að efla starfið mjög. Það er engum efa bundið, að það mál, sem fyrst þarf að leysast er húsnæðismál Reykjavíkur- skátanna, þeir eru fjölmennastir, og þar verður aukningin mest á komandi árum. Félögin í Reykjavík, að meðtöld- um kvenskátunum og stjórn B.Í.S., munu nú greiða árlega um 3000 krón- ur í húsaleigu. Því geta menn séð, að nú verður að hefjast handa um að byggja eða kaupa hús, þar sem öll skátastarfsemin í höfuðstaðnum gæti haft bækistöðvar sínar. Auk æfinga- herbergja yrðu að vera í húsinu salir til sveitafunda, stór salur til gönguæf- inga, lestrarsalur, skrifstofur félag- anna og B.I.S. o. fl. Sölubúð fyrir skátabúninga og úti- leguútbúnað er nauðsynlegt fyrir skátana, að sé í þeirra eigin höndum. I slíkri verzlun mætti og væri nauðsyn- legt að selja ýmislegt annað en það, sem beinlínis heyrir skátum til, svo sem almennan útilegu'útbúnað, íþrótta- tæki, skíðaútbúnað og annað slíkt. Er- lendis er það svo, að skátaverzlanirnar eru helzta tekjulind skátastarfsins, svo gæti og farið hér ef vel er á haldið. Foringjaskóla þarf B.I.S. að koma upp, þar sem starfrækt verða nám- skeið fyrir ylfingaforingja, skátafoi’- ingja og roverforingja. Til þess að koma slíkum skóla á fót álít ég heppi- legast að, hafa samvinnu við norska skáta, því aðstæður þeirra eru að mörgu leyti svipaðar og hér hjá okk- ur. Oð koma slíkum skóla í fast kerfi og góðan grundvöll, tekur mörg ár og mikla vinnu, en mjög gæti reynsla er- lendra skátabræðra létt það starf. Skóli þessi mundi geta samræmt alla skátakennsluna í landinu betur en að verið hefir. Erindreka, sem ferðast um landið og stendur fyrir námskeiðum í ýmis- konar skátakennslu er bráðnauðsyn- legt að B.I.S. fái sem allra fyrst. Starf þessa erindreka myndi auk þess verða að stofna ný félög á þeim stöðum, sem engin félög eru starfandi. I sambandi Skátavósturinn 1

x

Skátapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.