Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frišlżst land

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frišlżst land

						FRIÐLÝST
LAND
Utgefandi:
Friðiýst land  — samtök rithöfunda oe menntamanna.
Ritstjórn:
Bjarni Benediktsson, Einar Bragi (áb.), Ragnar Arnalds
Afgreiðsla blaðsins er í Bókaskemmunni,
Traðarkotssundí 3, (milli Laugavegs og Hverfisgötu,
gegnt Þjóðleikhúsinu).
Prentsmiðia Þjóðviljans.
NOVEIYIBER 1958  -  1. TBL.    -  1. ARG.
Við myndun núverandi ríkis-
stjórnar undirrituðu fulltrúar
stjórnarflokkanna     málefna-
samning, þar sem því var heitið,
að varnarsamningurinn við
Bandaríkin yrði tekinn til end-
urskoðunar með það fyrir aug-
um, að herinn hyrfi af landi
brott. Nokkrum mánuðum síðar
ákvað ríkisstjórnin að fresta
öllum aðgerðum um óákveðinn
tíma. Síðan eru liðin tvö ár, og
ekkert frekar hefur heyrzt frá
ríkisstjórn íslands um þetta
mál. En f resturinn stendur ekki
að eilífu. Uppsagnarákvæði her-
verndarsamningsins er 18 mán-
uðir, og sumarið 1960 verða
kosningar  á íslandi.  Ef ríkis-
Mánuður til stefnu
stjórn íslands aðhefst ekkert í
þessum mánuði eða byrjun hins
næsta, nefnist aðgerðaleysið
ekki frestun heldur svik. Eng-
um getum verður að því leitt,
hvort Alþýðuflokkurinn, Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið ætla sér að svíkja í
þessu máli, en það er skylda
landsmanna við heiður sinn og
manndóm að sýna þeim herrum,
sem kjörnir hafa verið til for-
ystu, að svik verða ekki þoluð.
Um tíma var hljóðara um her-
málið en oft áður. En nú hefur
þögnin verið rofin. Hvaðanæva
berst krafan um brottför hers-
ins, og í kjölfar landshelgismáls-
ins hefur hermálið komizt á
dagskrá. Bandaríski varnarher-
inn lýsir sig hlutlausan, þegar
stórveldi beitir okkur ofbeldi í
íslenzkri lögsögu, bandalags-
þjóðir okkar snúast nær allar
gegn okkur, þegar um lífshags-
muni þjóðarinnar er að tefla, og
brezkt herskip siglir óáreitt upp
undir landsteina við Keflavík-
urflugvöll eins og til að sýna
íslendingum  varnargildi  her-
íslendingum
sigra í land
Tveir mánuðir eru liðnir síð-
an íslendingar færðu út fisk-
veiðilögsögu sína í tólf mílur.
Allan þann tíma hafa brezkir
togarar stundað herverndaðan
veiðiþjófnað innan hinnar nýju
landhelgislínu. íslendingum hef-
ur ekki tekizt að friða grunn-
mið sín fyrir ágangi erlendra
togara; og við getum á hverri
stundu búizt við því, að varð-
skip okkar verði sigld niður —
með afleiðingum, sem þarflaust
er að lýsa. í dag er ekki sjáan-
legt, að nein breyting sé fyrir-
huguð á þessu ástandi. Þó eig-
um við íslendingar í fórum okk-
ar vopn, sem við erum skyldir
að beita vegna manndóms okkar
ojí' sæmdar — vopn sem auk
þess eru líkleg til að binda endi
á þjófnað Breta á íslandsmið-
um. Hver eru þau?
Þá fyrst getum við
vænzt réttlætis
Við gerum þrennt í senn. í
fyrsta lagi köllum við sendi-
herra okkar í Bretlandi heim
og bjóðum herra Gilkristi ó-
keypis far til Lundúna í sama
mund. Það er mótmælaaðgerð
sem mörg ríki hafa beitt af
minna tilefni, en sýndi Bretum
eigi að síður hve alvara okkar
í baráttunni er skýlaus. í öðru
lagi segjum við upp „varnar-
samningnum" við A-bandalag-
ið, í þeim yfirlýsta tilgangi að
bandaríska hernámsliðið hverfi
héðan brott; og við hefjum í
er innan handar að
h e I g i s d e i I u n n i
þriðja lagi opinberan undirbún-
ing að úrsögn okkar úr A-banda-
laginu. Friðlýst land leggur á-
herzlu á skyldu okkar til að
beita þessum aðgerðum —
skylduna við íslenzkan heiður
og íslenzkan dug. En Friðlýst
land leggur einnig áherzlu á
það, að þessar aðgerðir eru lík-
legar til að færa okkur sigur í
baráttunni. Við vitum upp á hár
hvernig þær yrðu túlkaðar í
Lundúnum og Washington: ís-
lendingar væru að fleygja sér
í fangið á Rússum og heims-
kommúnismanum, „frjálsum
þjóðum" væri að fækka um
eina! Brezka íhaldsstjórnin
vaknaði upp við vondan draum,
og það yrði lagt að henni að
taka upp siðaðri hætti í við-
skiptum við íslendinga - ekki til
að sýna okkur réttlæti, heldur
til að bjarga því sem bjargað
yrði á íslandi. Bæði Bretar og
aðrir „bandamenn" íslendinga
láta sér í léttú, rúmi liggja
hvernig komið er fram við þá,
meðan þeir gæta þess sjálfir að
skríða í duftinu; við getum þá
fyrst vænzt siðaðra viðskipta,
þegar við þorum að berjast eins
og menn.
Þá hlakkar aftur í þeim
Það eru þessar aðgerðir af
hálfu íslendinga, sem brezk
blöð óttuðust mest um það bil
sem landhelgin var færð út.
Sum þeirra hvöttu til varkárni
og sögðu semsvo: það er hættu-
legt fyrir vestræna samvinnu
og A-bandalagið að Bretar fari
með her gegn íslendingum; þeir
eru vísir að segja sig úr lögum
stöðvanna. En þótt landhelgis-
málið og hermálið hafi tvinn-
azt þannig saman á síðustu mán-
uðum, þá má aldrei gleyma því,
að önnur og veigameiri rök
herða framar öðru á kröfunni
um brottför hersins. Siðferðileg
rök og efnahagsleg rök — þjóð-
arheiður og þjóðarstolt og þó
fyrst og fremst lífsvilji og sjálfs-
bjargarviðleitni. Einungis smá-
vægilegt atvik þarf til að hleypa
kjarnorkustríði af stað, og strax
á fyrstu klukkutímum þess
stríðs verða herstöðvarnar á ís-
landi sprengdar í loft upp.
Friðlýst land telur það skyldu
sína að minna á, að hvernig sem
landhelgisdeilan fer, má aldrei
hvika frá kröfunni um brottför
hersins.
Núverandi valdhöfum mun
ekki líðast að leika hetjur í
landhelgismálinu, en gerast
svikarar í herstöðvamálinu.
Þjóðin veit, hverju þeir hafa
Framhald á 4. síðu.  heitið.
Hvað ætlasf Sósíalisfaflokkurinn fyrir!
t
AUt frá því bandaríska
hernum var hleypt hér á
land vorið 1951, að undan-
gengnu stjórnarskrárbroti,
hefur það verið höfuðmál
Sósíalistaflokksins að berj-
ast gegn hersetunni, sýna
mönnum fram á fánýti henn-
ar í friði og háska hennar í
stríði, leiða mönnum fyrir
sjónir þá röskun á efnahags-
kerfi þjóðarinnar sem hún
ýlli, þá andlegu og efnalegu
spillingu sem hún hefði í för
með sér. Barátta flokksins
gegn hersetunni hafði á sér
mjög einlægnislegt yfir-
bragð, og hún laðaði að
flokknum margt fólk sem
annars átti skemmri leið í
aðra flokka.
Sumarið 1956 gekk Sósíal-
istaflokkurinn til stjórnar-
samvinnu við tvo aðra
flokka, sem höfðu heitið því
í kosningunum að víkjahern-
um úr landi eftir þær. Síðan
er liðið talsvert á þriðja ár
— og enn er beðið eftir efnd-
unum. í málgagni Sósíalista-
flokksins, Þjóðviljanum, er
öðru hverju verið að impra á
brottför hersins, og blaðið
birtir ályktanir almennings
um þetta efni með sýnilegri
velþóknun. En flokkurinn
sjálfur heldur að sér hönd-
um og hefst ekki að.
Ýmsir voru að ímynda sér
að      Sósíalistaflokkurinn
mundi taka hernámsmálun-
um ærlegt tak þegar í upp-
hafi núverandi þings. En sú
hef ur heldur ekki orðið raun-
in á. Það er engu líkara en
hersetan sé orðin bannheil-
agt hugtak hjá stjórnmála-
flokkunum á íslandi, Sósíal-
istaflokknum sem öðrum.
Friðlýst land ber engan sér-
stakan hlýhug til ýmsra
þeirra verka, sem ríkisstjórn-
in hefur unnið nú um skeið
og Sósíalistaflokkurinn hefur
átt hlut að. En það hef ði ein-
hverntíma þótt fyrirsögn, að
hann mundi einnig láta bar-
áttuna gegn hernáminu niður
falla.
Herinn situr, Sósíalista-
flokkurinn þegir. Hvað ætl-
ast Sósíalistaflokkurinn fyr-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4