Prentarinn - 01.01.1981, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1981, Blaðsíða 1
Teikningunni hér að ofan, sem er eftir Meistara Jóhannes S. Kjarval er fyrst og fremst ætlað að gleðja augu lesenda Prentarans, en við viljum jafnframt með myndinni vekja athygli félagsmanna á því að blaðið vill gjarna birta myndir eftir félagsmenn. Þeir sem áhuga kunna að hafa eru beðnir að snúa sér til skrifstofu félagsins. nrentarinn m MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA 1.-1.’81 Nýr Prentari — nýtt blað í allri umræðu um stofnun Fé- lags bókagerðarmanna var ævinlega gert ráö fyrir því að við sameiningu félaganna 3ja gæfust stórauknir möguleikar á því að auka útgáfustarfsemina. Það er óhagganleg stað- reynd að aukið upplýsinga- streymi til félagsmanna er for- senda þess að virkni aukist í félaginu og að félaginu takist að verða öflugt í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Það er nú einlægur ásetn- ingur okkar sem störfum í stjórn FBM að auka þetta upp- lýsingastreymi til félagsmanna og skal það m. a. gert með því að auka útgáfu „Prentarans, málgagns FBM". Eins og félagsmenn GSF og HÍP rekur minni til var komin all- góð regla á útgáfu svokallaðra „Félagsbréfa". Það er mat okkar að félags- bréfin hafi gefist vel og að þau hafi þjónað vel tilgangi sínum. Engu síður er nú ákveðið að hætta útgáfu þeirra en þess í stað er ákveðið að gera tilraun til þess að gefa Prentarann út mánaðarlega og að hann taki þannig yfir útgáfu félagsbréf- anna og flytji félagsmönnum ferskar fréttir af gangi mála. Til þess að Prentarinn megi þjóna tilgangi sínum er nauðsynlegt að félagsmenn skrifi í hann og komi á framfæri þeim hugmyndum og spurn- ingum sem eru að brjótast með þeim. Ekki er nauósynlegt að menn skrifi langar greinar til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og í mörgum tilvik- um eru mál þannig vaxin að nægja ætti að hafa samband við skrifstofuna og hún mundi síðan koma því áleiðis í blaðið, við viljum hvetja alla félags- menn til að taka þátt í upp- byggingu blaðsins og gera það að lifandi umræðuvettvangi. Eitt af því sem reynt verður að leggja ríka áherslu á í blað- inu auk hinna félagslegu þátta eru tæknimálefni. Það verður reynt að birta greinar í hverju blaði um nýjungar í tækninni jafpframt sem leitast verður við að fjalla um þær félagslegu af- leiðingar sem oft og iðulega eru samfara tækninýjungum. —mes.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.