Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SĶB-blašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SĶB-blašiš

						SIB
1. TBL. JAN. 1996 1. ARG.
MALGAGN BANKASTARFSMANNA
Vesturbæjarútibú Búnaðarbankans, þarsem ránið varframið.
Fyrsta vopnaða bankaránið:
Þau horfðu inn
í byssuhlaupið
Kaflaskil hafa orðið í íslenskri
afbrotasögu og einnig banka-
sögu. Fyrsta vopnaða banka-
ránið hefur verið framið.
Starfsmönnum Vesturbæjar-
útibús Búnaðarbanka íslands
var 18. desember ógnað með
byssu og hnífum, þegar þrír
grímuklæddir glæpamenn
ruddust þar inn og rændu
útibúið.
Við hjá SÍB höfum getað státað okkur
af því í hópi norrænna félaga okkar
að hér hafi aldrei verið framið vopnað
bankarán. Annars staðar á Norðurlöndum
eru slfk rán daglegt brauð. Til dæmis voru
469 bankarán framin í hinum löndunum
fjórum árið 1992 og 344 árið 1993. Nú
erum við illu heilli komin í þennan hóp.
Lífsreynsla félaga okkar á Vestur-
götunni var bæði erfið og sár. Við hin
getum ýmislegt af henni lært. Á blaðsíðu
þrjú birtum við viðtal við Jóhönnu
Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra í Vestur-
bæjarútibúi Búnaðarbankans, þar sem hún
miðlar okkur af lífsreynslu sinni og félaga
sinna hinn örlagaríka dag í desember.
Opið á Þorláksmessu:
Bankarnir brutu
kjarasamninga
Bankar og sparisjóðir
ákváðu einhliða að hafa
nokkra afgreiðslustaði sína
opna á nýliðinni Þorláks-
messu. Með þessu brutu
þeir ákvæði kjarasamninga
SÍB og bankanna.
Þegar ljóst varð hinn 22. desember
að bankar og sparisjóðir ætluðu sér
að opna afgreiðslustaði að kvöldi Þor-
láksmessu, kom stjórn SIB saman til
fundar. Á fundinum var ákveðið að
senda eftirfarandi bréf til þeirra stofn-
ana sem hlut áttu að máli:
„Stjórn SIB mótmælir því harðlega
að bankar og sparisjóðir skuli einhliða
ákveða að hafa nokkra afgreiðslustaði
sína opna á Þorláksmessu, laugardag-
inn 23.12. 1995.
Stjórnendur banka og sparisjóða
ákváðu sameiginlega þessa opnun og
sendu frá sér fréttatilkynningu þar um,
án samkomulags við stjórn og samn-
inganefnd SÍB. Þannig brutu þeir
ákvæði greinar 12.1.1. í kjarasamningi
bankamanna, þar sem segir að leitað
skuli samkomulags við stéttarfélagið
vegna breytinga á opnunartíma.
Stjórn SÍB ítrekar að bankar og
sparisjóðir leituðu ekki til stéttarfélags
bankamanna í tengslum við þessa
opnun. Starfsmenn eru alls ekki skyld-
ugir til að koma til vinnu laugardaginn
23.12. 1995.
Það er sameiginlegt hagsmunamál
banka, sparisjóða og allra starfsmanna
þeirra að afgreiðslutími fari ekki úr
böndum. Við bendum á það ófremdar-
ástand sem ríkir hjá verslunarmönnum
og formaður VR hefur lfkt við þræla-
búðir. Það er því alls óviðunandi að
bankar og sparisjóðir skuli hlaupa til
og opna á Þorláksmessu vegna óska
Kaupmannasamtakanna, sem sök eiga
á því ófremdarástandi sem ríkir hjá
verslunarmönnum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12