Vísir - 20.08.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 20.08.1914, Blaðsíða 1
[ Fimtud. 20. ág. 1914. Háflóð kl. 4,35árd og kl.4,53‘ síðd. A f m æ 1 i: María Ólafsdóttir, frú. Á MORGUN: A f m æ 1 i. Gyðríður þorvaldsdóttir, frú. Guðm. Eiríkss., umboðssali. þorl. Jónsson, alþm. VEDRÁTTA í DAG. loftvog X! in < >o cd i- JC T3 n > bfi Tu 3 >Q <V > Vm.e. 765,3 9,1 SA i Alsk. R.vík 765,9 9,6 0 Alsk. ísaf. 765,6 9,7 0 Alsk. Akure. 765,3 9,7 0 Skýjað Gr.st. 730,0 9,6 0 Skýjað Seyðisf. 766,2 8,1 0 þoka þórsh. 766,6 9,1 0 Móða N—norð- eða norðan,A—aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—Iogn,l—andvári,2—kui, 3— gola, 4—kaidi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 — stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Reykjavíkur 8(ð ; . BIOGRAPH LÐ\Q THEATER. umiaBa Sími 475. Alt kyrt í Hilleröd (Hvernig útlitíð er í Hilleröd, þegar kyrt er). System Ferstens prófessors. Frakkneskur sjónleikur í 2 þáttum. Ástfangni prófessorinn. Amerískur gamanleikur. Tll til súlunga og selfanga fer e|s I n g ó 1 f u r (Flóabáturinn) kl. 12 í kveld og kemur aftur hingað annað kvöld. þeir sem óska að vera með eru velkomnir, konur sem karl- ar. Káupið farmiða á afgreiðslu Ingólfs fyrir kl 9 í kvöld. Mikil og óvenjuleg skemtun, tugirþús- unda af ýmiskonar fugli. Menn fara upp og ofan 300 feta hátt bjarg. Mikil veiðivon! Leyfð landganga á Reykjanesi ef tækifæri býðst, til að sjá vit- ann, hverina o.fl. Matur fæst keyptur um borð ef vill. Slmfrjettir. Kaupmannahöfn í gær. (Fasti frjettaritari Vísis.) Lið Frakka við landamærin er 1 m fjón og 2 hundruð þúsund, en lið Þjóðverja 1 miljón og 5 hundruð þúsund. Englendingar komnir með lið yfir til Frakklands. Stjórn Belga hefur flutt sig til Antwerpen frá Brussei. ____________ Serbar hafa unnið sigur við Sabac. Sabac (Schabatz) er bær á landamærum Serbíu og Austurríkis við ána Sava nokkru vestar en Belgrad. London í morgun. (Central News). Aköf orusta hófst í gær við Tirlemont og breidd- ist hún brátt út yfir alla herlínu Belga. Tirlemont (á þýsku Tienen) er bær í Belgiska fylkinu Brabant. íbúar um 18 þús. Opinberlega er tilkynt að Frakkar hafi tekið Saalburg. __________ Engu af virkjunum við Luttích hafa Þjóðverjar enn getað náð. Saalburg er þorp við ána Saale í furstadæminu Reuss. Kvenhjól óskast í skiftum fyrir gott karl- mannshjól. Uppl. þingholtsstr. 1. Akureyri í gær. Kolaskip og saltskip sem hing- að hafa komið frá Englandi og Noregi hafa ekki oröið vör við nein herskip á Ieiðinni. Nægar mat- arbirgðir hjer og Ingólfur vænt- anlegur með vörur á hverri stundu. Sífelt góðviðri ög hitar yfir 20 gr. á hverjum degi. Siglufirði í gær. Kolaskíp hafa Norðmenn feng- ið hingað. Kom það sjer vel fyrir þá því að það lá við að þeiryrðu að hætta veiðum. Líkkistur og líkklæði. 9 Eyvindur Arnason iÍFRÁÖTLÖNDOM^Í Á flugvjel yfir Englandshaf. Hjer fer á eftir skýrsla um flug Tryggva Grans frá Englandi til Klepps í Noregi, er sagt var frá í Vísi á sunnudaginn, Gran flaug frá Aberdeenshire f Skotlahdi til Klepps við Stavangur 27 A. V. Tuiinius J Miðstr. 6. Tals. 254. 1 Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. | Skrifstofutími til þess 20. ág.: I að eins 10-11 f. h. r Kvenfjelag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík fer skemtiför inn í Viðey á sunnudaginn kemur. Kvenfjelags konur sem vilja taka þátt í förinni gefi sig fram við frú Solveigu Eymundssen fyrir föstu- dagskvöld. Hún gefur nánari upplýsingar um förina. í Noregi. Hann var 4 stundir og 10 mínútur landa á milli. Vega- lengdin frá Crudenflóa til Klepps er 320 enskar mílur, svo að hann hef- ur flogið fullar 76 mílur á klukku- stund til jafnaðar. Hann Ienti minna en hálfri tnílu frá þeim stað, er hann hann hafði í öndverðu gert ráð fyrir. Petta er lengsta flug úr landsýn. í september mánuði f. á. flaug hinn frægi flugmaður Frakka, M. Garras að vísu 500 mílur yfir Miðjarðar- hafið, og var 7s/t stundar á leið- inni, en á þeirri teið flaug hann yfir Sardinia, sem er 170 mílur á lengd. Talið er að flug þetta muni flýta fyrir því, að flogið verði yfir Atlants- hafið, en sá sem fyrstur veröur til þess fær 180 þús. kr. verðlaun hjá Daily Mail í London. Gran, sem er undirforingi í hern- um, hafði í vasa sínum brjef til Maud drottningar ásamt einu eintaki af Daily Mail, sem út kom þá um morguninn, og er fyrsta dagblað sem sent er í loftinu frá Skotlandi til Noregs. Hann var að öllu búinn sem best tíðkast um flugmenn. Kaffi haffti hann í flösku og brennivín í ann- ari, er hann saug um togleðurslöngu. Kex hafði hann í vösum sínum og myndavjel, en áttavita á brjósti. Norski fáninn blakti á vængjum flug- vjelar hans. Flugvjelin er Bleriots hraðfari með 80 hesta Gnome afl- vjel. Vjelin var útbúin með þrem- ur belgjum, sem átti að geta hald- ið henni uppi ef hún fjelli í sjóinn. Gran er 26 ára að aldri. Ham getur haldið sjer uppi á sundi í eina klukkustund þó í öllum fötum sje. Hann er mesti skíðamaðurog hefur tekið þátt í alþjóða knattsparki. Hann leikur »goef« og »tennis« er reiðmaður og vjelhjóla og kann að stjórna bifreið. Hann hefur verið í norska hern- um og er þar nú undirforingi. í Frakklandi hefur hann tekið þátt í steypiflugi, en hefur eigi fengið fullkomna æfingu í því enn. Hann var meðal bestu skíðamanna í suðurför Scotts og það var hann sem fyrstur manna leit inn í tjald það, sem Scott lá dauður í og fje- lagar hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.