Vísir - 22.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 22.08.1914, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSI R Stœrsta bíað á íslenska tungu. Árgangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/, dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr.1,75, mán.kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- straeti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson weniulega til viðtals kl. 5—7. Vörupöntunin. Enn nema pantanir manna til hins fyrirhugafta farms af hveiti, haframjöli og maismjöli beint frá Ameríku, ekki fullum 200 tonna, — eöa minna en x/i# þess er þyrfti að vera til þess að fá allra lægsta verð. — Þó hefur aðsóknin þessa dagana verið talsvert almenn og áköf, bæði innanbæjar og utan; en pantanirnar litlar og aðeins til bráðabirgða, vegna ónógra pen- inga til svo mikilla fyrirfram-borg- ana nú í svipinn. Það er því sýnilegt, að þessi góðkaupafarmur getur ekki náðst, nema með þeirri aðstoð lands- stjórnarinnar, að hún leggiút borgunina fyrir f a r m i n n í b i 1 i (f gulli auð- vitað), gegn því, að pant- endur borgi hann út með lögeyri Iandsins, b æ ð i n ú f y r- irfram og síðar við mót- t ö k u. Með tilliti til ákvarðana þingsins, raun líka mega treysta því að stjórnin geri þetta fúslega, með því þá líka, að hjer verður efalaust um þau kaup að ræða sem vel borga sig fyrir oss, þótt svo ólíklega færi, að þær vörur kynnu að fást annarstaðar að, á voru vanalega innkaupsverði, innan eins eða fárra mánaða, sem þó er afar ólíklegt nú. — Auk þess mundi þessi framboðni farmur (þó 2000 tonn væri) í viðbót við þann farm er stjórnin hefur ákveðið að sækja til Ameríku, — þó það alt yröu tómar korn- og mjölvörur, — ekki verða nema 4—5 mánaða forði fyrir landið, miðað við það er verslunarskýrslurnar sýna að flutt hafi verið inn af þeim vörum 1912, Það viröist því mega ganga að því sem vísu, að stjórnin hjálpi hjer til svo sem þörf krefur, — enda hefur ráðherrann tjáð sig hlyntan því, að þessi farmur næð- ist líka. — Býstjeg því við að taka viö pöntunum frábökurum, kaupmönn- um og pöntunar- eða kaupfjelögum fram í næstu viku fyrir það f y r s t a; og álít að menn eigi því að senda mjer pantanir sínar áfram alveg óhíkað, svo sem líkleg þörf þeirra krefur til næstu 4—6 mán- aðanna í það minsta, þótt þeir geti ekki borgað verð þess er þeir panta nema að nokkru leyti fyrirfram. Strax og hægt er að síma, hve mikið pantað verður af hverri teg- und, þá kemur svarið með síma um verðið hjer á höfn; og fyr en það verð er samþykt af þeim er panta, er enginn skuldbundinn. Fari svo sem vonandi er, að þessir tveir farmar verði fengnir YASABIBLIAN er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reyklavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Öskað er eftir farmi til flutning’s með El, ,Dwina’ er væntanlega verður í HafnaríirÖi seint í þessum mánuði. Skipið fer til Bretlands, en fengist að líkindum til Miðjarðarhafsins ef um farm þangað væri að ræða. Nánari upplýsingar gefur G. Gíslason & Hay. STIMPILPÍJÐAR með ýmsum litum og stimpilblek fæst enn á afgreiðslu Vísis. — Fæst ekkl frá útlöndum meðan stríðið stendur yfir. Komið í tfma sem þurfið á þessu að halda. OSTAMIR þessir ágætu — og fyrst og fremst og sjerstaklega mysnostnrinn góði — fást með sama sanngjarna lágaverðinu og fyrir stríðið hjá JÖII ÁMASYH Vesturgötu 39. t Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður, Hótel ísland. Annari hæð. Herbergi JVs 26. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Talsími 250 Jón Kristjánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10—12. Prentsmiðja D. Östlunds. frá Ameríku beina leið, þá mundi hagkvæmast, að skipið sem stjórn- in sendir hjeðan, t a k i e i n- göngu aðrar natiðsynja- v ö r u r, en þær sem bjóðast í þessum farmi sem jeg er við rið- inn til þess að geta fullnægt bráð- ustu þörfum allra landsmanna í sem flestu af því allra nauðsyn- legasta. Eftir að hægt verður að síma eftir þessum mjölvörufarmi, þá ætti að mega vonast eftir honum á höfn hjer innan setn næst 3 vikna. Rvík, 20. ágúst 1914. Stefán B. Jónsson. Klukkan. (Smásaga.) Það sem frú Holm þótti vænst um af öllum sínum eigum var lítil Svissara-klukka, sem var þannig löguð að gaukur sem vaggaði fram höfðinu og galaði, gaf til kynna tímatalið. Manninum hennar fanst þetta vera mesti gallagripur, að fá þetta í heimanmund, og hann sagði að það hjeldi fyrir sjer vöku, En frúin hafði átt þessa klukku frá því að hún var unglingsstúlka og þaö sem hafði svo mikið viðhafnargildi vildi hún alls ekki skilja við sig. Það varð þá úr að klukkan var lát- in hanga á veggnum í búnings- herbergínu, húsbóndanum til mik- illar skapraunar. En það var einn góðan veðurdag — eða rjettara sagt nótt — að álit hans á klukk- unni breyttist. Hann kom nokkuð seint heim um kveldið og klukkan var orðin ------já, — hún var orðin svo margt að hann vildi helst gleyma því —, þegar hann loksins kom inn í búningsherbergið. Úr her- berginu við hliðina heyrði hr. Holm rödd konu sinnar, sem var hálf- sofandi. — Hvað er klukkan, Ei- ríkur? — — Hjer um bil tólf — sagði Eiríkur og laug nú til. — — Hún er miklu mei.a — full- yrti frúin. — Hvernig geturðu sagt það — svaraöi Eiríkur, síljúgandi. Þá — byrjaöi gaukurinn aö gala: 1 — 2 — já — Eiríkur vissi að þeg- ar hann hefði galað 3 þá mundi hann ekki gala meira, Og hann hafði sagt að klukkan væri tólf. Hvað átti nú til bragðs að taka? Hann fann hárin rísa á höfðinu á sjer af hræðslu. En þá datt honum alt í einu ráð í hug: Þegar gaukurinn hafði galað 3 — þá tók Eiríkur við og galaði þang- að til komið var 12. Ef þaö hefði verið bjart og frúin hefði sjeð inn í búningsherbergiö hefði hún hlot- ið að undrast það að gaukur- inn vaggaði ekki fram þegar hann galaði, og það hvað maðurinn hennar hafði alt í einu fengið víð- an munn. Upp frá þessu elskaði Eiríkur Holm gauks-klukkuna, konu sinni til mikillar ánægju. Ekkert er einsk- is nýtt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.