Vísir - 29.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1914, Blaðsíða 2
V I S I R VSSI R Starsía biað á islenska tungu. Árgangurinn (400—5C0 blöð) kostar erlenöis kr. 9.00 eða 21/, dollars, innan- lands l.r.7 00. Ársfj.kr.1,75, mán kr. 0,60. Skrifsfofa og afgreiðslustofa í Austur- stræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritetjdri Einar Gunnarssan vemule£ra ti! viötals kl. 5—7. GrEELA- BAM&ÓMA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. ^ÖS\<\tt, Eftir Frederick Z, Roocker. ----- Frh. Aö niorgni hins tíunda rlags er haldin hátíðleg messa Heilögum anda sem er sjerstaklega ákallaður til heilla hinni mikilvægu kosningu sem fram á að fara. Síðari hluta dagsins safnast allir kardínálarnir sem náð hafa til Rómaborgar, upp í Vatíkanið og kasta hlutkesti um herbergin er þeir eiga að hafa og búa um sig þar. Þá er farið til Sextínsku kapellunnar og er þar lýst tilefni samkomunnar og lög og reglur Konklavsins lesnar upp fyrir þeim og skýrðar út í æsar. Að því búnu vinna kardínáJarnir trún- aðareiða sína og fara svo til her- bergja sinna og taka á móti heim- sóknum starfsmanna samkundunnar og þeirra utanaðkomandi manna sem rjett hafa til að heilsa upp á þá áður en lokað er dyrunuin. Á ákveðinni stund ersíðan hringt bjöllu fyrir utan dyr hvers kardínála til þess að gefa heimsækjendunum til kynna að heimsóknartíminn sje far- inn að styttast. Sama hringing er síðan endurtekin eftir hálftíma og í þriðja sinn eftir sama tíma og þá um leið sagt að nú verði allir óvið- komandi samkundunni að fara út. Þvínæst kemur kardínálaráðsmaður- inn og með honum þeir þrír er mynda stjórnarnefnd þá sem áður er nefnd og kanna öll húsakynni og þar á meðal öll herbergi kardí- nálanna til þess að fullvissa sig um að þar sjeu engir aðrir en.kardínál- arnir og að því búnu loka þeir Konklavinu. Næsta morgun kl. 8 gengur siðameistarinn um Konklavið og kallar alla á fund í Sixtínsku kap- ellunni. Þar koma þeir allir saman og les kardínálaráðsmaðurinn messu og veitir öllum kardínálunum heilagt sakramenli. — Að þessu búnu fara þeir til herbergja sinna og neyta morgunverðar og snúa síðan aftur til Sixtínsku kapellunnar til fyrstu atkvæðagreiðslu. — Uppi við a)t- arið er stóll sem ætlaður er þeim sem kann að verða kosinn páfi. — Á borði cinu stendur kassi með trjekúlum f og er á hverja þeirra ritað nafn eins kardínála. Þessum kúlum er blandað saman við byrj- un hverrar kosningar og dregur kardínálaráðsmaðurinn þrjáraf þeim út til þess aö ákveða hverjir skuli telja atkvæðin fyrir þessa atkvæða- Landakofsskölinn byrjar 1. september kl 10 f. h Saltkjöt fæst t J. P, T. Brydesverslun. Fiskifars er daglega til í CY^m\S\\mn\ V Kæfa frá er allrar kæfu best. STIMPi LPtJÐAR með ýmsum litum og stimpilblek fæst enn á afgreiðslu Vísis. — Fæst ekki frá útlöndum meðan stríðið stendur yfir. Komið f tfma sem þurfið á þessu að halda. Til leigu I Sauðagerði 1. okt. n. k. stór og góð 5 herbergja íbúð auk eldhúss og nægrar geymslu, og á lofti 3ja herbergja íbúð auk eldhúss og geymslu. Nánari upplýsingar gefur Consull Kr. Ó. þorgrímsson. Jón Kristjánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10—12. ^w$wtal\w\v\t\t\ er kominn heim úr ferðalagi sínu, NÝJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 4D. — ' Flestalt (utast cg inst) til kvenfatn. aðar og barna og margt fleira. QÓDARVÓRUR. ÓDYRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa byrjar 1. sept. greiðslu. Ef nú liggja einhverjir kardínálar lasnir inni í herbergjum sínum er á sama hátt dregið um þrjá aðra sem eiga að sækja at- kvæði þeirra sem þannig eru fjar- staddir. Auðvitað er þetta aðeins gert við þá sem eru sjúkir innan Konklavsins, en ekki við þá sem hafa orðið að vera heima vegna veikinda því að ekki má taka við neinu atkvæði sem gefið er utan Konklavsins. Fyrir utan þau borð sem hver kardínáli hefur hjá sjer á sínu hásæti eru sex borð á miðju gólfi kapellunnar handa þeim sem kynnu að koma eftir að Konkla- við er byrjað eða þá handa þeim kardínála sem ekki þæltist tryggur gegn því að nábúi hans kynni að sjá hvernig hann greiddi atkvæöi. Stór kaleikur stendur á altarinu og eru atkvæðin látin í hann. Þegar allir kardínálarnir eru komn- ir inn í kapelluna fá engir aðrir að vera þar lengur og dyrunum er lokað og læst. Þá er sungið »Veni Creator«, lesin bæn ti! Heilags anda og atkvæðagreiðslan byrjar. Teljar- arnir taka sjer stöðu við altarið og búa nú kardínálarnir út atkvæði sín hver við sitt borð. Hefur hver þeirra aflanga pappírsræmu og skrifar hann efst á hana nafn sjálfs sín til þess að sanna atkvæði sitt ef þess skyldi viðþurfa. Brýtur liann síðan upp á miðann svo að nafnið er hul- ið og setur þar á innsigli sem þó er óþekkjanlegt að sje hans eigið. Þá ritar hann nafn þess er hann vill kjósa, brýtur blaöið aftur sam- an, innsiglar það og skrifar utan á það einhver einkunnarorð. Þegar atkvæðin eru pannig tilbúin byrjar greiðslan og gengur ráðsmaðurinn fyrstur og síðan kardínálarnir eftir aldri. Fer hver úr sæti sínu og held- ur út atkvæöismiðanum fyrir allra sjónum, gengur upp að altarinu og sver í heyranda bljóði að hann greiði atkvæði af frjálsum vilja og laus við öll framandi áhrif og kjósi þann sem hann fyrir guði og sam- viskunni álíti hæfastan til að stjórna kirkjunni, Leggur hann því næst atkvæði sitt í kaleikinn og fer aft- ur í sæti sitt. Ef einhverjir kar- dinálar eru veikir þá fara hinir þrír þar til kjörnu tií þeirra með kassa sem þeir greiða í atkvæði sín er þeir hafa svarið sama eið. Eru síð- an þessi atkvæði Iátin saman við atkvæðin í kaleiknum. Nú eru öll atkvæðin talin til þess að sjá hvort stendnr heima talan á þeim. Því næst er brotið ytra innsiglið á þeim og lesið hátt nafnið ásamt ein- kunnarorðinu, skrásett og þrætt upp á þráð. Nái einhver meira en tveim þriðju atkvæða er hann valinn páfi. Standi það nákvæmlega á tveim þriðju er hitt innsiglið brotið og gætt að hvort hann hefur kosið sig sjálfan og sje svo, er kosningin ógild. Hafi hann ekki kosið sig sjálfan er kosningin gild. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.