Vísir - 17.09.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1914, Blaðsíða 1
VÍSIR Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuróCau ArsFj.kr.lJ5. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/2 doll. Fimtud. 17. sept. 1914. Háfló'S árd. lcl. 3,28; síSd. kl. 3,46, A f m æ 1 i á m o r g u n: Laufey Vilhjálmsdóttir frú. SigríSur Hjaltadóttir húsfrú. GuSmundur SigurSsson klæSskeri. Samúel Jónsson trjesmiSur. G-amla Bíó. MAXIM-STÚLKAN (Damen fra Natcafféen). Sprenghlægilegur gam- anleikur i 3 þáttum, Sýiid í síðasta sinn i kvöld. Komið þvi í kvöld, þjer sem enn eigið eftir að sjá þessa ágœtu mynd, Skritstolfl íimskipaiei. Islands í Landsbankanum m\. — Opin kl. 5—7. talsími 409. — P. Brynjólfsson, Konungl. hirðljósmyndari. Talsími 76. Myndastofa opin kl. 9—6 (sunnudaga 11—3/4) ■ Stærst og margreynd hin besta á landinu. — Litur myndanna eft- ir ósk. IKlfí fl IfSI. SÍMI 349. Hartvig- Nielsen. ) msar enskar tegundir, þar á meðal Latakia og G-lasg’ow Mixture nýkomiö í ÉMu l P. Leiií og selst — þrátt fyrir stríöiö — með sama verði og áður. London 15. sept. kl. 7,45 e. h. Frá Gent er símað: Áreiðanleg fregn frá Bryssel segir að setulið Þjóðverja hafi enn verið aukið þar og sje nú 6000 manns að tölu. Vjela- byssur hafa verið settar aftur á aðalgöturnar. Sagt er að óeining sje á milli þýsku hersveitanna frá Prússlandi og Bayern. f Bryssel voru 30 manns drepnir í götuuppþoti. Frá Berlín kemur sú opinbera fregn, að þýska beitiskipinu Hela hafi verið sökt af bretskum köfunarbáti. í London er opinberlega tilkynt, að Þjóðverjar haldi enn fastri stöðu fyrir norðan Aisne-ána, en barist sje áfram með allri herlínunni. Her þýska krónprinsins hefur verið hrakinn enn lengra aftur. Sprenging- Skúla fég-eta. Viðtal við skipstjórann, Kristján Kristjánsson. Hann skýrir svo frá: Klukkan 10 um kvöldið 27. ág. vorum við staddir 25 mílur í aust- ur frá bænum North-Shields, sem cr hjá New Castle. Sjór var sljett- ur og veður gott, en myrkur var á. Jeg var háttaður og sofnaður. Alt í einu hrekk jeg upp við það, að jeg heyri hark mikið og brak. Jeg kallaði samstundis til stýrimanns- ins og spurði hann, hvort hann hefði siglt á skip. „Nei, það var sprenging," svaraði hann. Spreng- ingin sögðu þeir sem vakandi voru að hafi verið undir kinnung slcips- ins bakborðamegin. Við sprenging- una hófst skipið upp að framan, deif sjer svo snögglega í, fyltist að framan og stöðvaðist algerlega, en áður hafði það verið með fullum hraða. Undir eins og jeg vissi hvað skeð var, hljóp jeg upp á þilfar og skipaði að setja skipsbátinn út. Við hugðum allir að skipið mundi sökkva samstundis og ugðum okk- ur ekki lífs, en allir voru óskelfdir og rólegir. Jeg hafði verið við því búinn að losa þyrfti skipsbát- inn og hafði búið svo um, að ekki þurfti annað en kippa í kaðaltaug til að losa hann. Við vorum því ekki svipstund að koma bátnum á flot, og aö því loknu baö jeg menn að fara fram i lúkar, þar sem jeg sá, að skipið mundi ekki sökkva strax, til að vitja þeirra 6 manna, sem áttu að sofa þar, ef vera kynni, að einhverjir þeirra væru lífs. Menn voru fúsir til þess þótt slíkt væri hættuför hin mesta, þar sem skipið gat sokkið þá og þegar. Fram í lúkarnum voru öll ljós sloknuð, við urðum því að láta okkur nægja með eldspýtur og tuskur, sem við dýfðum i oliu. I.úkarinn var næstum þvi fullur af vatni og flaut ofan á þvi spit- ur og annað rusl, sem tæst hafði sundur við sprenginguna. Ekki höfðurn við litast lengi um, áður en við sáum mannshöfuð upp úr vatninu innan um spítnaruslið. Við drógum mann þennan upp og kendu þar Bjarna Brandsson. Skamt þaðan heyrðum við þungan andardrátt og stunur; þar flaut annar maður uppi og var það Ein- ar Eiríksson. Báðir voru mennirn- ir meðvitundarlausir. Annar þeirra hafði mist meðvitundina samstund- is, en liinn ekki fyr en straumur- inn sogaði hann niður eftir það að hann hafði kastast upp að loft- inu í lúkarnum eftir að sprenging- in varð. Það varð mönnum þess- um til lífs, að þegar sprengingin varð, sogaðist, eins og áður er get- iö‘ trjábútar og spítur upp með sjónum og hjeldu þær þeirn uppi, þegar straumurinn fjell út aftur. F.kki sáum við neitt eftir af hin- um fjelögum okkar. Við flýttum okkur nú sem mest vð máttum að koma fjelögum olckar ofan i bátinn og rjerum síðan frá skipinu, sem marraði enn í lcafi. Ljós sáum við víða í kringum okkur, við leituð- um til þess, sem næst var, og hitt- urn fyrir okkur enska síldarveiða- duggu eftir hálftíma. Skipið tók vel móti olclcur, en það var illa statt engu að síður. Það hafði ver- ið að draga inn síldarnet, en sjeö að sprengivjel var í netinu, þeir gáfu það samstundis út aftur, en elclci höfðu þeir gefið netið lengi út, áður en vjelin sprakk af nún- ingnum viö netþinulinn. Þeir vissu VISIR kemur út kl. 7’/2 árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árdýtil 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri : GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul kl.2-3siðd. Nýja Bió TIL MÁLAMYNDA. Bráð-skemtilegur, falleg- ur og ágætur sjónleikur um málamynda-hjónaband, sem betur fer en á horfist. Aðalhlutverkin leika: ANTH. . SALOMONSON. EBBA THOMSEN. GUNNAR HELSENGREN. CLARA WIETH. Allir hljóta að hafa gam- an af þessum ágæta leik. Sj óvátryg-ging* fyrir stridshættn hjá H. TH. A. THOMSEN. ilSUl SUOMUHDSSOHM I^ækjargötu 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. Einhverskoflflr alvinnn við verslun óskar reglusamur pilt- ur frá 1. okt. n. k. Lágt kaup. — Tilboð merkt „Atvinna“ sendist ritstj. Vísis fyrir 25. þ. m. Skrifstofa Umsjónarmanns áfengisknup*, Grundarstíg 7, opin kl. 3—5. Sími 287. ekki, hvað þeir áttu til brags að taka, ilt að tapa netunum, sem voru 3—4000 króna virði, en hitt þó enn verra að eiga á hættu að springa í loft upp. Þegar við kom- um, hjuggu þeir strax á netin og hjeldu til North-Shields. Á leið- inni hittum við herskip, sem spurði okkur spjörunum úr um slysið. Ekki fengum við að fara í land i Englandi, fyr en danski ræðis- maðurinn Zöllner hafði komið út á skipið. Jeg sendi eftir honum og kom hann okkur fyrir á sjómanna- l'.æli og vorum við þar í hálfan mánuð í dágóðu yfirlæti, uns viö tókum okkur far með Jóni for- seta til Fróns aftur. Kristján skipstjóri hefur lofað að gefa ritstjóra Vísis enn ítarlegri skýrslu um slysið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.