Vísir - 19.09.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 19.09.1914, Blaðsíða 3
VISIR í dag verður selt tölu- vert afnærfatnaði með 10—20 prc. afslætti á Vestnr- götu 50. Enn fremur stumpasirs og fataefni. Sunnudagsmorgun fer bifreiS til j Þingvalla og kemur um kvöldiö. Far geta 2—3 fengiö. Gefi sig fram á Vísis-skrifstofu í dag fyr- ir kl. 6. þessu landi á þessum fundi. Vísaö til fasteignanefndar, er leggi til- lögur sínar fyrir næsta fund. 9. Borgarstjóri skýröi frá, aö Jón Þorkelsson hafi tilkynt sjer, aö hann hafi meötekiö brjef til bæjarstjórnarinnar, til geymslu á Landskjalasafniö, meö 3 innsigl- um merktum Ólafur Sveinsson, Ó. G. og Sig. Halldórsson. Brjefiö opnist 2. júli 1961. 10. Brunabótaviröingar: Hús Laugaveg 28 lcr. 9,679; Spítalastig 3 kr. 6,255; Gróðrarstöðvarhús kr. 14,091. ÍÞRÓTTAFJELAG REYKJAVÍKUR byrjar leikfimisæfingar sinar 5. næsta mánaöar. Fjelagið auglýsir á öörum stað hjer i blaðinu aö það geti veitt nokkrum mönnum viðtöku. Ætti það tækifæri ekki að veröa ónot- aö, því aö sökum rúmleysis verð- ur aö takmarka mjög fjelagafjöld- ann. Iþróttafjelagiö er uppgangsfje- lag. Frá 1907 hefur því vaxiö fiskur um hrygg meö ári hverju. Er það fátítt með fjelög hjer, aö þau lifi svo lengi meö fullu starfs- þoli. Islenski flysjungshátturinn hefur ekki enn komiö því á knje, eins og mörgum fjelögum hjer i bænum, sem nú eru ekki annað en nafnið. I vetur sem leið voru 70 starfandi meölimir fjelagsins í tveim deildum, fyrir utan eina •deild, sem aö eins var skipuö pilt- um úr Verslunarskóla Islands. Fjelagiö hefur ágætis leikfimis- kennara þar sem Björn Jakobsson 'Cr, og besta leikfimishúsið, sem völ ■er á hjer i bænum, leikfimishús Mentaskólans, sem hefur þaö fram yfir önnur leikfimishús hjer, aö þar geta íþróttamennirnir fengið sjer heitt bað og kalt eftir æf- ingar. Er það skaði, aö íþróttafjelagiö skuli ekki geta haft nema 2 deildir þar sem hjer í bænum er fjöldi ungra manna, sem iöka vilja leik- fimi, en geta ekki fengiö inngöngu í fjelagið sökum húsnæöisskorts. Leikfimishús Menntaskólans þyrfti nauösynlega að stækka, því aö i þvi er ekki hægt að æfa 30 menn í einu svo vel fari. Fyrsta skilyrði fyrir framtíð í- þrótta hjer í bænum er aö bygt verði viðunanlegt leikfimishús að stærö og útbúnaði. Hjer með eru allir gasnotendur, sem ætla að skifta um bústað, vinsamlega beðnir að tilkynna það til Gasstöðvarinnar viku fyrir flutningsdag, svo hægt sje að skrifa upp þá rjettu gaseyðslu á flutningsdegi. Þeir gasnotendur, sem vanrækja að tilkynna burt- flutning sinn, verða að borga alt það gas, sem eytt er eftir mæli þeirra frá flutningsdegi til þess er Gasstöðin lætur lesa á mælirinn næst eftir mánaðamótin, þótt aðrir bafi notað gasið þann tíma. 18. sept 1914. Crasstöd XLeykjavíkur. r byrjar fimleikaæfingar sínar 5. okt. n. k. — Enn þá er hægt að veita nokkrum mönnum viðtöku. — Þeir, sem gerast vilja f jelagar, gefi sig fram við ritara fjelagsins, hr. klæðskera Bjarna Bjarnason, Laugavegi 5, eða einhvern annan úr stjórn fjelagsins fyrir 25. þessa mánaðar. Stjórnin. ÞINGLÝSINGAR 17. þ. m. Slyrjalrlrep 09 lllá Vísi hafa borist ógryríni öíl af nýjustu enskum blöðum, flestöll eiga þau sammerkt i því, að þau flytja svæsnustu óhróöurs- og skammagreinar um óvini sína og reifaralegar lýsingar á sigrum bandamannanna. Þetta er sýnilega skrifað i þeim tilgangi að æsa ])jóöirnar sem ákafast gegn óvin- um sínum til þess að fá þá til aö ganga viljuga til vígvallarins, enda þurfa Englendingar sjerstaklega' á þessu að halda, þar sem þeir þurfa nú á sem flestum sjálfboöa- liðum að halda. Vísir hefur sett sjer tvær megin- reglur í frásögnum sínum frá styrjöld þessari; í fyrsta lagi að vera algerlega hlutlaus og i ööru lagi að vera sem áreiöanlegastur í frásögnum; þess vegna er blaðið sem varkárast í aö birta þær frjett- ir, sem lýst hefur veriö. Eftirleiöis ætlar blaðið aö flytja greinar úr tveim áreiöanlegum blöðum frá hvorri þjóð fyrir sig, „Times“ og „Iiamburger Fremdenblatt'; þá hafa menn að visu hlutdræg blöð, en eins áreiðanleg og föng eru á. Og til þess aö menn sjái fregnir hlutlausra þjóöa, hefur blaðið fengiö norsk og hollensk blöð, en vissa er fyrir því, að Norðmenn og Hollendingar eru hlutlausir. Raddir hafa heyrst um það, aö Vísir ætti að birta æsinga-, lygaJ og reifaragreinar úr erlendum sorpblöðum, en þó slíkt kunni að hitta eyru einstöku manna, þá vill Vísir ekki gera það sakir þeirr- ar meginreglu, sem áöur er minst. Ennfremur telur Vísir það ekki heppilegt, aö fylla blaöið með óá- reiðanlegum ófriöarfrjettum, en láta öll innlend mál sitja á hakan- um. Iltan af landi. Austan úr Rangárvallasýslu. (Símfr.) Góður þurkur og ágætt veður hefur verið hjer síðustu viku. Stórum hefur raknað úr þeim slæmu horfum, sem hjer voru meö heyskap. Besta útlit er fyrir að menn nái inn öllum heyjum, sem úti voru, enda eru sumir þegar búnir að ná öllu heyi sínu inn og farnir að slá á ný. Seyðisfirði í gær. (Símfr.) S t e r 1 i n g kom hingað í morg- un beint frá Höfn hlaðinn vörum til Suðurlandsins. Fór hjeöan um hádegi um Norðfjörö til Reykja- víkur. Voru farþegar nálega 200, mest kaupafólk og námsmenn. — Sira Þ o r s t e i n n H a 11 d ó r s- s o n frá Mjóafirði andaðist i nótt í sjúkrahúsinu hjer. A u s t r i. 50—60 konur hjeldu fund í K. F. U. M. til að ræða um brauð- hækkunina. Þær gerðu þá fundar- ályktun að biðja stjórnina aö sker- ast í þaö að bakararnir lækkuðu verð á brauðum. Haraldur Níelsson próf. messar á morgun kl. 12 í Fríkirkjunni. Katólski presturinn Servaes hef- hefur lofaö Vísi hollenskum blöð- um. 1. Davið Östlund selur 9. þ. m. Sveini Oddssyni og Jóni Sig- mundssyni prentsmiöju sína með áhöldum fyrir 4500 kr. 2. Kristján Möller selur 9. þ. Runólfi Stefánssyni 555^2 ferál. lóö við Klapparstig fyrir 400 kr. Eftir Guv Boothby. Frh. Aö lokinni máltíð fórum við út á hlað og höföum stólana meö okk- ur. Rökkriö seig á, og við sátum og horfðum á eldflugurnar þjóta eins og neista yfir flötina út úr skóginum 0g inn í hann. Þaö var eftirminnilegt kvöld. Hátt uppi blikuðu stjörnur hitabeltis-himins- ins í allri sinni dýrð. Umhverfis var myrkviöurinn dulrænn og ó- kannaður. Ljettur kliður af lækj- arnið heyrðist skamt frá. En við og viö heyrðust út úr myrkviðn- um djúptónar einhverra skógar- dýra, eöa einmanalega ýlfrið í ugl- unni og öðrum náttfuglum. Síöan voru bál mikil kveikt að boði Alie hjer og hvar í kring um- hverfis aösetur okkar og juku þau margfalt fremur en minkuðu un- aðarblæinn á sviöinu í kring. Viö heyröum förunauta okkar tala í hálfum hljóðum aö húsabaki, — að eins ávæning af oröum þeirra og til hestanna heyrðum við endur og sinrium. „En hvaö þetta er alt yndis- legt!“ sagði Alie og horfði upp 3. Þorsteinn Gunnarsson selur 7. október 1912 Þórunni Jónsdótt- ur húseig'hina nr. 40 B viö Njáls- götu fyrir 4000 kr. 4. Þorlákur Oddsson selur 27. júní þ. á. Þ. P. Þorsteinsdóttur hálfa húseignina nr. 4 B viö Skóla- vöröustíg fyrir 3300 kr. til tindrandi stjarnanna. Svo sagöi hún eins og við sjálfa sig: „Mik- ið fádæmi liði okkur betur, ef við gætum bara altaf átt viö slikan frið að búa!“ „ITaldið þjer það?“ svaraði jeg. „Haldið þjer ekki að það sje ein- mitt þessi eiröarlausi órói, og iðu- kast og veðrabrigði veraldarinnar, svo að jeg ekki nefni baráttuna fyrir tilverunni, sem gerir oss lífið ljúft að lifa þessu lífi?“ „Æ, þjer talið um yðar eigin veröld, — y ð a r heim!“ sagði hún döpur í bragði. „Hafið þjer hugsað um, hvernig minn lieimur er? Fullur af sífeldum samsærum, endalausri, látlausri baráttu með óttann vofandi yfir mjer að jeg verði gripin. — Já, dr. Norman- ville! Þjer þekkið ekki, við hvilík æfikjör jeg á að búa!“ „Því haldið þjer þá áfram að búa við þau? Ef jeg að eins mætti —“ Jeg stilti mig alt í einu. — Eitt augnablik — og áhættuorðin hefðu verið flogin af vörum mjer. En að sjá hana svona og segja henni ekki ást rnína, •—- það var mjer alt að því ofraun. Jeg hjelt mjer samt i skefjum og át ofan í mig alt, sem jeg ætlaði að segja. Hún var þögnuð og horfði langt út í myrk- viðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.