Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 1
 1167 • V í S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 6C au Ársfj.kr.t,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2 V2 doll. V í S I R kemur út kl. 8'/2 árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri : GunnarSigurðsson(fráSela- íæk). Til viðt venjul. kl.2-3síðd. þriðjud 22. sept. 1914. Háflóö árd. 6,44; síöd. kl. 7,5. A f m æ 1 i í dag: Quöjón Jónsson, skósmiður. P. Brynjólfsson, konunglegur hirðljósmyndari. Talsími 76. Myndasiofa opin kl. 9—6 (sunnudaga 11—3V2)- Stærsl og margreynd hin besta á landinu. — Litur myndanna eftir ósk. B IO-EAPÍl ER BEST. SÍMI 349. gfartvig giclsen. Sjóvátrygging fyrir stríðshættu hjá H. TH. A. THOMSEN. Bakararnir og brauðin. Alstaðar þar sem 2 eða fleiri menn eru saman komnir hér í bæn- um er talað um bakarana og brauðin. Megn óánægja er alstaðar meðal almennings út af því, hve síðari verðhækkun bakaranna er mikil og svo ramt kveður að þessu að hús- mæður hafa gert nokkur almenn samtök um að versla ekki við bak- ara, en baka heima þessí stað. Hér skal ekkert út í þá sálma farið hvort bakarar hafa hafi nægilega ástæðu til að hækka brauðin, Vísir hefir ekki rannsakað það mál, enda er það mál þannig varið að illmögu- legt er að rannsaka það til hlítar, t. d. hve mikið mjöl hver bakari hefir átt fyrirliggjandi þegar ófrið- urinn hófst. Það má vel vera að hækkun bakara sé með öllu eðlileg og réttmæt, en það verður að gera við því sem er, menn trúa ekki al- ment vörnum bakaranna og eitthvað verður því úr að ráða. Það væri vitanlega hið versta rothögg á bak- arastéttina ef samtökin gegn þeim yrðu almenn. Nú virðast horfurnar með versl- un og samgöngur vera að batna. Útflutningsbann frá Englandi er nú þegar leyst. Alt útlit er því fyrir að vörur lækki bráðlega aftur í verði. Sjá nú bakararnir sér ekki fært að sýna þá lipurð, að lækka veröið I J&öl\)ttX\\X\ 1 Sjónleikur eftir frú Agnete Blom. í aðalhlutverkinu eftirlætisgoð fólksins frú Edith Psilander og hr. Einar Zangenberg. Myndin tekin í mikilli náttúrufegurð og með af- ar skrautlegum útbúnaði. Hér með tilkynnist, að konan mín, elskuleg, Sig- urbjörg Guðnadóttir, verður jarðsett frá Fríkirkjunni fimtudaginn 24. þ. m. og hefst athöfnin með hús- kveðju á heimili okkar, Aðalstræti 18 kl. 2 e. h. Reykjavík 21. september 1914. Jóh. Jóhannesson. Simskeyti London 20. sept., kl. 7.3J e. h. Opinber fregn frá Bordeaux segir: Eftir að vinstri herlínuarmur vor hafðl komist í hann krapp- ann tókum vér fjölda af föngum sem heyrðu til varð- liðinu og 12. og 15. hersveit Þjóðverja. Þrátt fyrir ákafleg áhlaup hefir Þjóðverjum ekki tekist að vinna neitt á. í miðjunni hefir oss miðað áfram í vesturhlfð- um Argonnehálsanna. Yfir höfuð er afstaðan oss hagstæð. Frá Pétursborg er símað: Rússar hafa tekið virkin við Siniava og Sambor, aftursveitum Austur- rlkismanna hefir verið tvfstrað og þær reknar aftur yfír ána San. Bordeaux official on our left after fairly serious affair we have cap- tured numerous prisoners belonging to guards and tvelfth and fifteenth german army corps germans notwithstanding their violent attacks have been unable to gain ground stop in centre we liave advanced on western reverse of argonnes stop general situation remains favourable petrograd russians have captured fortifications at siniava and sambor austrian rear- guard has been routed and driven back beyond river san. Central News. Argonne-hálsar eru skógi vaxnar hæöir á austanveröu Frakklandi fyrir vestan ána Meuse (Maas). Siniava (Sieniawa) er þorp í Galicíu við ána San að austan, spöl- korn fyrir norðan Jaroslaw. Sambor er bær í Galicfu fyrir suðvestan Lemberg ofarlega við ána Dnjestr (íbúar 17,000). San er á í Galicíu sem rennur í gegn um bæina Przemysl og Jaroslaw og rennur í Weichsel á landamærum Galicíu og Póllands. GÆPA Snildar sjónleikur í 4 þáttum eftir góðskáidið Sven Lange. Aðalhlutverkið Ieikur hiu heims- fræga leikkona, Betty Nan- sen, sem aldrei áður hefir sést hér í lifandi myndum. Leikurinn stendur yfir U/2 klukkustund. eitthvað, að minsta kosti á meðan ekki er vissa fyrir því að vöruverö verði jafnhátt áfram? Þá mundi öll óánægja hverfa og borgarar þessa bæjar, sérstaklega fátæklingarnir kunna þeim þakkir fyrir, því brauð- hækkunin kemur harðast niður á þeim þar sem þeir brúka hlulfalls- lega meira af brauðutn en efnamenn. Þetta ætti líka að vekja enn meiri hvöt hjá bökurunum til að lækka, ef þeir sæu sér það mögulegt. BÆJARFRJETTIR Halastjarnan sem nienn hafa verið að athuga fyrirfarandi kvöld, fyrir neðan og aftan Karlsvagninn, er fundin í fyrra og heitir »1913 F.« Hefur hún síðan verið að nálgast sólina og er nú orðin sýnileg með berurn augum fyrir nokkru. »Njöröur« fór á stað í fyrra- dag til Englands, er þaðj þriðja för hans síðan stríðið byrjaði. Nú er hann eina íslenska skipið, sem held- ur uppi ferðum við önnur lönd. »Eggert Ólafsson« og »íslending- urinn« — eign sama félags —eru hættir veiðum nú um tírna. Gamla Bíó sýnir nú mjög fagran sorgarleik með fínasta útbúnaði, er heitir »Bölvunin«. Myndin er með- aj annars tekin við hinar merki- legu rústir af Koldinghus. Nýja Bíó sýnir mynd sem nefn- ist »Brostin gæfa«. Þar leikur hin fræga leikkona frú Betty Nansen, sem svo margir hafa hlakkað til að sjá á kvikmynd. »Flóra« fór frá Bergen í gær- morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.