Vísir - 23.09.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1914, Blaðsíða 2
VISIR Knútur Berlín hamast gegn síðasta alþingi. í danska blaðinu Köbenhavn er nýlega birt grein sú, er hér fer á effir. Aldrei þreytist þessi danski mnlimunarpostuli á því, að spilla samkomulagi milli landanna. En sem betur fer vinnur hann orðið fyrir gíg. Danir flestir eru hættir að taka mark á ritum hans og ís- tendingar læra eða að minnsta kosti «itu að læra af ritsmíðum hans. T. d. gætum við lært af grein þess- ari að róa að því öllum árum, að gera oss ekki of klafabundna Dön- um fjárhagslega. Greinin heitir: Alþingi mótmælir. Það verður maður að viðurkenna um hina þrætugjörnu landa(!) á sögueynni, að þeir eru altaf sjálf- um sér Iíkir, jafnvel þó heimurinn kringum þá standi í Jjósum ófrið- arloga. Á írlandi, sem enn þá þráir sjálfstjórn þá, er íslaud hefir fengið fyrir löngu, hafa heimastjórnarmenn og Úlsterflokkurinn hætt öllum þrætum um stjórnarlögin, og allar nýlendur Englauds, er sjálfstjórn hafa, keppast um að sýna löghlýðni sína gegn ríkinu og senda því fé og hermenn til hjálpar. En Al- þingi hélt sífelt áfram baráttu sinni ■— alt til síðasta fundar, er það hélt — fyrir því að afnema danska flaggið og afnema sameiginlegt rík- isráð ríkisins. Að vísu heppnaðist meiri hluta Alþingis að verða ásátt um að taka við íslandsflaggi því, er kon- ungur hafði lofað,. þó að það fys'. um sirtn ætti að eins að vera sigl- ingafáni innan Iandhelgi íslands, og það kom sér einnig samam um aö leyfa konungi að kjósa um tvö flögg. En Alþingi gleymdi auðvitað ekki sð sviita þá Dani, er enn voru auðtrúa, síðustu tálvonum þeirra í flaggmáiinu. Það tók nefnilega skýrt fram, að að eins yrði tekið við hinu nýja flaggi sem afborgun, og að það væri algildur siglingafáni, líka utan landhelginnar, sem altir íslendingar vildu. í álitsskjali því er flaggnefnd Alþingis lét frá sér fara og prentað er í »ísafold« 12. ág., er þannig skýrt tekið til orða: «Ailir nefndarmenn, að undanteknum Skúla Thoroddsen og Bjarna Jónssyni, voru sammála um að færa sér í nyt konungsúrskurðinn frá 22. nóv.1913, með því að á því yrði nokkuð áunn• ið, en engu tapað, og tneð því að re'ttur þjóðarinnar til fullgilds ís- lensks siglingafána skerðist að engu við það«. Ef svo skyldi nú fara að konung- ur eftir þessa rökfærslu, skyldi stað- festa hið nýja flagg og staðfesta hina samþyktu breytingu í skrá- setningarlögum skipa, en með því verður hinn nýi fáni að verslunar- fána fyrir öll íslensk skip innan landhelgi Islands, þá er þar með gefin trygging fyrir fullgildu íslensku verslunarflaggi, litlu fyr eða litlu síðar. Því að ef hægt er að veiía íslenskt verslunarflagg innan land- helgi, sern íslenskt sérmál án sam- þykkis ríkisþingisins, þá er líka hægt að rýmka gildi flaggs þessa út fyrir landhelgina, því að þau ríkisióg, sem nú eru í gildi um verslunar- fánann gilda eins innan landhelgi sem utan. Til allrar hamingju er þó tæpast hugsanlegt, að nokkur dönk stjórn nú á dögum mundi ráða til þess að leggja danska flagg- ið niður á öllu ísiandi og á öllum íslenskum skipum. Danskur, frjáls- Iyndur þjóðþingismaður hefir ný- lega í »Politiken« sagt þau fróandi orð, að menn þeir, er nú stjórna Danmörku, hafi í mö'gu orðið að breyta fyrri skoðunum sínum. Von- andi á það líka við í þessu tilfelli. Og vissulega mundi enginn dansk- ur maður lasta þá fyrir það. í stjórnarskrármálinu kom þing- ið aftur á móti með hrein og bein rnótmæli á móti skilningi konungs á ríkisráðsákvæðinu. Eins og menn munu muna, hafði konungur lýst því yfir, að hann mundi ekki stað- festa stjórnarskrároreytinguna, ef ákvæðið um sameiginlegt ríkisráð væri numið burt, nema með því skilyrði, að því um leið yrði lýst yfir í konunglegum úrskurði, að íslensk lög skyldu, sem fyr, vera lögð fyrir konung í ríkisráðinu, og að þessum konungsúrskurði gceti ekki orðið breytt nema með lögum, er samþykt vœru bœði af Ríkisþing- inu og Alþingi. Eins og af þessu sést, hafði konungur með þessu viljað sýna, svo greinilega sem hægt var, að sameiginlegt ríkisráð væri sanieiginlegt mál, sem ekki gæti orðið útkljáð með sérstökum íslensk- um lögum. Nú þorði Alþingi að vísu ekki þegar til kom að banna nýja ráð- herranum beinlínis að skrifa undir úrskurð þann, er konungur krafð- ist, því að þá voru menn vissir um, að staðfestingunni yrði neitað. En til þess ef til vill að fá stað- festingu og þá jafnframt að tryggja sér fullan rétt úl þess á eftir að heimta breytingu á henni með sér- stökum íslenskum lögum, sem auð- vitað færu í þá átt, að afnema sam- eiginlegt ríkisráð, samþykti Alþingi sérstaklega svonefndan »fyrirvara«. Þessi fyrirvari hljóðar þannig: »Jaframt því að Alþingi samþykkir frumvarp til laga um breyting á stjórnarskrá íslands — — —, á- Iyktar það að lýsa yfir því, að ef hægt er að skoða það, sem skeði á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913, sbr. konungl. opið bréf sama dag, þann- ig að það að leggja fram sérmál íslands í hinu danska ríkisráði, sé það sama sem að leggja þau undir danskt lögggjafarvald og vald danskrar stjórnar, þá getur Alþingi ekki viðurkent að þessi úrskurður bindi ísland á neinn hátt, af því hann er á móti vilja þingsins 1913 og árið þar á undan. Ennfremur ályktar Alþingi að lýsa því yfir, að það er á þeirri skoðun, að kon- ungsúrskurður sá, er vænta má sam- kvæmt áðurnefndu opnu bréfi, verði að skoðast sem sérhver annar ís- lenskur konungsúrskurðnr, þannig að konungur hlýtur að eins að geta brey/t honum upp á ábyrgð íslenska ráðherrans, og án nokkurra afskifta dansks löggjafarvalds eða stjórn- frá þeirri reglu, að kaupa nauðsynjavörur þar sem þær eru ódýrastar, að gæðum jöfnum, en það er í versl. „ V O N “, Laugaveg 55. T. d.: Kaffi óbrent — brent Sykur höggvinn Strausykur Haframjöl, ágætt Hrísgrjón Bankabyggsmjöl, heimamalað Kartöflur Hænsnabygg Rúgmjöl, pr. 100 kgr. 29,oo pr. V2 kgr. (1 pd.) 84 aura. - — — — 110 — 30 — 29 — 19 — 19 — 17 — 7 — 11 — Byrgðir af allskonar kryddvörum og lauk, hvergi ódýrara. Steinolíukaup verða best í „VON“ Rúðugler, kítti og málaravörur ódýrastar í ,W Kartöflur pundið 8 aura og velyerkaður trosflskur verzl. Ásbyrgi Hverfisgötu 71. SÝEOMIÐ er á meðal annars: Kartöflur, Laukur, Kaffi, Sykur, Kakao, Rúgmjöl, Hveiti 3 teg., Kartöflumjöl, Baunir, Sagó, Sves kj u r, Kryddvörur, Maccaronie, Ostar, Leverpostej, ýmsar niðursöðuvörur, Margarine, o. fl. Yersl.B H. Bjarnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.