Vísir - 21.10.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1914, Blaðsíða 2
V I S I R Dönsk blöð um Þorst. Erlingsson. Dönsk blö^ mintust mörg þorst. Erlingssonar strax eftir að fregnin um lát hans hafði verið símuð út. Fara þau mjög lofsamlegum orð- um um hann. „Extrabladet" segir meðal ann- ars : „Skáldskapur þorsteins var ekki alstaðar metinn svo sem vert var. T. d. var kvæðið „Örlög guð- anna jafnvel víða álitið guðlast. Var það hreinasta nautn að sökkva sér niður í mörg kvæði þorsteins. Formið er svo fullkomið og mál- ið syngur í meðferðinni hjá hon- um.“ í „Hovedstaden" skrifar Holger Wiehe og farast honum svo orð meðal annars: „f stjórnmálum var þorsteinn landvarnar- og skilnaðarmaður og sem skáld var hann oft mjög bitur í garð alls núverandi fyrirkomu- lags. í kvæðinu„Vestmenn“ lofar hann Ameríku í samanburði við Norðurálfuna með allt sitt aftur- haid. — í „örlög guðanna" og líka í „Vestmenn", sem Olav Hansen hefir þýtt í „Nyislandsk Lyrik“, ræðst hann með krafti á kristnina. Mikið af því, sem hann segir eru slitin orðatiltæki, en á hinn bóginn er það auðséð að hann er maður mjög „trúhrifinn" á sinn hátt og álítur að hann berjist fyrir sannleika og réttu máli. — En hann á líka fleiri strengi á hörpu sinni. Hann er hrifinn bæði af danskri og íslenskri náttúrufegurð og hefir mikla samkend með öllum þeim smælingjum í þjóðfélaginu og nátt- úrunni, sem við harðan kost eiga að búa. Hann hefir óvenjulegt vald á málinu og er svo rammíslensk- ur í orðatiltækjum að erfitt er að þýða verk hans svo að þau tapi sér ekki“. öhlers saumaveiar eru viðurkendar lang-bes(ar. Þær eru léttar hraðar, og nákvæmar. Fjöldi meðmæla er til sýnis. Allir geta fengið sér saumavél *með ágætum borgunarskilmáium. Saumið fatnað yðar sjálfar — og pantið Köhlers saumavél hjá Egill Jacohsen. & vmtuu Söstuda^ V m* M. \Ö t\. vetíut járnkútter Sutvoör ensku stjdrnarinnar, álíka upplýsandi eins og skeytin, sem hingað koma. Eftir þessu einu fer hann, og auð- vitað er þetta 39 síða bréf skrifað í þeim beina tilgangi að sannfæra íslendinga um hryðjuverk Þjóðverja. Svona er nú þessi sönnun, hún get- ur ekki verið ætluð neinum skyn- bœrum mönnum. Mér finst að íslensku blöðin ættu að vera sem óhlutdrægust, segja minna og fuliyrða minna um sekt eða sakleysi hverrar þjóðar um sig. Því það er ekki aö búast við að menn geti fengið að vita um hvað er satt og hvað er logið fyr en ef til viil iöngu eftir að stríðið er endað. En Morgunblaðið hefir þessa á- stríðu að fuilyrða um það, sem það ekkert veit um. Svo mikil er ástríð- an, að það segir alveg nýlega að Reims dómkirkju hafi Þjóðverjar eytt að mestu, eftir að Englending- ar sjálfir hafa fyrir löngu skýrt frá því að hún hafi lítið skemst. Landi. JUp^SttJxcÆlex&tt*. Gamankvæði þetta sendi góður styrktarmaður »Vísis« í fyrradag, og mun það vera eftir skagfirskan hag- yrðing. S...............er sjáleg borg, segja lýðir, fögur stræti og steinlögö torg staðinn prýðlr. Þar er bryggja, sem bilar ei, bygð úr grjónum. Liggja skrautbúin fiskifley fram á sjónum. Þúsund áhöld til útgerðar, öli í standi, eiga sjómenn og una þar, — ekki’ í landi. En við jarðyrkju aðrir fást, er það gaman, jafnvel arfi þar aldrei brást árum saman. Morgunblaðið. jevAuv og ^mtste^ atvrvaB tv\f\evjrandv Morgunblaðið skýrir frá þvf að von sé á einkabréfi frá Berrie stór- kaupmanni í Leith til vinar síns hér, enska konsúlsins, sem blaðið tekur sem sönnun á grimdarverkum Þjóð- verja á belgiskum börnum og frakk- neskum hermönnum. Og til þess að gera mönnum skiljanlegt, aö hér sé um sönnun að ræða segir blaðið: »En af því bréfið er einkabréf, frá »vini til vinar er þar ekkert sem »ranglega er skýrt frá og engar »ýkjurc. Það leynir sér ekki að blaðið vill um fram alt fá sönnun fyrir því, að Þjóðverjar vinni einhver iiiræðisverk fram yfir hinar þjóðirnar og sönn- unin er hvorki meiri né minni en þessi, að enskur vinur konsúlsins enska hér, skrifar privat bréf um ódáðaverkin, Auðvitað hefir herra Berrie ekki fyrir sér annað, er hann skrifar, en umsögn blaðanna ensku og sierklituð ensk skeyti, síuð í sáidi Altannað en skipið sjálft borgist yið hamarshögg. Ný saumastofa Við undirritaðar /höfum opnað nýja saumastofu í Hafnarstræti 22, þar sem við saúmum alt sem að kvenfatnaði iýtur, svo sem kjóia, káp- ur. nærfatnað og fieira. Sömuleiðis drengjaföt innan 8 ára aldurs. Saumastofa okkar mun gera sér far um það, að fullnægja öllum | kröfum viðskiffamanna okkar, þar sem stjórnendur hennar eru nýkomnir frá útlöndum og hafa þar fullkomnað sig í nýtísku fatasaumi. Reykjavík 14. okt. 1914. | Virðingarfylst. Guðrún Jónsdóttir. Rósa Bachmann. Þar er stúka, sem starfar greitt sterkum mundum, svo að áfengis ekki’ er neitt — inni’ á fundum; líka verkmannafélag frítt, er »Friðsemd« heitir, grípa áhrif þess afarvítt út um sveitir. Þar og mentunin þykir best, á þessu landi; en til fótanna allra mest, áberandi. Eins er hreinlætið öllum hjá endurlifnað; mykjuhaugarnir minna á mestan þrifnað. Var í borginni sukk og sakk — svona stundum. Nú er bannað alt næturflakk, nema hundum. En við kosningu ætíð má agitera, skrafí sínu því ábyrgð á engir bera. Hallfreður vandrœðaskáld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.